Faxi - 01.05.1973, Qupperneq 14
EF
PÚ
REYKIR
EINN PAKKA Á DAG
MESTAN HLUTA
ÆVINNAR eru líkurnar fyrir því
að þú látist af völdum
lungnakrabbameins
EF
PÚ
REYKIR
eru líkurnar fyrir því
að þú látist af völdum
lungnakrabbameins
1 á móti 30.000
Duglegar
Elísabet Berglind Sveinsdóttir
Sölubörnin éru eitt þýðingarmesta
starfsfólk allflestra blaða. Faxi hefur á-
vallt átt því láni að fagna að geta státáð
af duglegum sölubörnum. Að þessu sinni
birtum við myndir af tveimur stúlkum,
sem hafa sýnt mikinn dugnað við söluna
í vetur, þeim Elísabetu Sveinsdót.tur og
Sigrúnu Guðmundsdóttur. Báðar eru þær
á 11. árinu, en eigi að síður mjög táp-
miklar og víla ekki fyrir sér að selja hátt
í eitt hundrað blöð, hvernig sem viðrar.
En þær eru ekki einungis duglegar við
söluma á Faxa, heldur einnig lærdóminn
og í þeim íþróttum, sem þær leggja stund
á. Elísabet litla sagðist líka hafa mjög
gaman af að teikna. Handkna.ttleik iðkar
hún í KFK og lærir á trompet hjá Her-
bert Ágústssyni, í Tónlistrskólanum.
Bá'ðar segjast þær hjálp.a mæðrum sín-
um heima við, t.d. að þvo upp, eins og
öll góð og dugleg börn gera. Faxi þakk-
ar þeim dugnaðinn við söluna í vetur og
vonast t.il að þær starfi sem allra lengst
fyrir blaðið. i
sölustúlkur
Sigrún Guðmundsdóttir
90 — F A X l