Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 6

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 6
EA.XI Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík Ititstjóri: Magnús Gislason lilaðstjórn: Jón Tómasson, Kristján Guð- laugsson, Ragnar Guðleifsson Auglýsingastjóri: Ágúst Matthíasson Setning. umbrot og offsetprentun: Setjarinn hf. og Fjarðarprent KYNNING Á SVEITARSTJÓRNARMÖNNUM Á SUÐURNESJUM Verndum smáfiskinn Vetrarvertíðinni sem lauk 15. maí var mjög léleg hér á Suð-vesturlandi og Nreyndar víðar, þegar miðað er við þá miklu sókn sem nú er stefnt í þorskstofn- inn. Þetta á við bátaflotann; hinsvegar var afli skuttogaranna góður, en mis- jafn fiskur hvað stærð snertir. Vetrarvertíðin er sá tími sem afkoma bátanna hér á Reykjanessvæðinu byggist á, góð vetrarvertíð þýðir gott rekstrarár að öllu jöfnu, en léleg vetrarvertíð þýðir erfitt ár fjárhagslega, bæði fyrir útgerð og sjómenn; svo hefur það lengst af verið, enda öllum sem til þekkja auðskilið. Það var margra von að nýliðin vertíð yrði aflasæl, því síðasta ár var mjög erfitt fyrir útgerð í landinu, því á síðasta ári versnaði rekstrarstaða bátanna mjög mikið vegna hækkandi kostnaðar á mörgum rekstrarvörum útgerðar, svo sem olía og veiðarfæri, sem margfölduðust í verði. Viðhald véla og skipa hækk- aði að minnsta kosti um 50% við kjarasamninga iðnaðarmanna í febrúar 1974, og á síðasta ári hækkuðu vextir, sem hafa mikil áhrif á allan atvinnurekstur •' landinu. Þegar allar þessar hækkanir lenda á undirstöðu atvinnuvegunum, minnk- andi afli og versnandi viðskiptakjör á afurðum sjávarútvegsins, þá hlýtur eitt- hvað undan að láta, enda hafa gengislækkanir komið í kjölfarið. Verðgildi krón- unnar minnkar og afkoma heildarinnar hlýtur því að versna meðan þessir erfið- leikar standa yfir. Nú á þessu ári er ákveðið að færa út efnahagslögsögu okkar út í 200 sjómílur, ennfremur er samningur okkar við Breta innan 50 sjómílna markanna að renna út síðar á þessu ári. Þá hefur þegar verið friðuð ýmis svæði þar sem smáfiskur heldur sig bæði tímabundið og árið um kring. Það þarf að sjálfsögðu að gera enn meira í því að vernda þau svæði sem smá- fiskur heldur sig á fyrir allri flot- og botnvörpuveiði. Allar þessar aðgerðir hljóta að stuðla að vexti á íslenzka þorskstofninum svo á fáum árum, ætti afli að aukast á ný og afkoma þjóðarinnar að batna, ef skyn- samlega er* á haldið. Á meðan þeir erfiðleikar standa yfir sem herja á íslenzku efnahagslífi, verður þjóðin að standa saman um lausn vandans, annars er sjálf- stæði okkar í hættu. Margeir Jónsson Haraldur Gíslason, sveitarstjóri í Garðahreppi er fæddur 28. sept. 1928 í Reykjavík. Foreldrar, Hlín Þorsteins- dóttir og Gísli Jónsson fyrrv. alþingis- maður. Haraldur lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1950 og kandidatsprófi í viðskiptafræðum frá Boston University í Bandaríkjunum ár- ið 1955. Stundaði framhaldsnám við Columbia háskólann í New York í hag- fræði og þjóðfélagsfræði árið 1955 og starfaði hjá SÞ í New York. Vann verzl- unarstörf árin 1956—1961, en dvaldist við vinnu og nám í hagræðingu í USA árin 1962. Starfsmaður bandaríska sendiráðsins í Reykjavík frá 1965— 1967. Ráðinn sveitastjó ri til Vopna- fjarðarhrepps 1. okt. 1967, og gengi því starfi unz hann var ráðinn sveitastjóri í Garðahreppi 1. sept. 1974. Haraldur er kvæntur Björgu Ingólfsdóttur Finn- bogasonar og eiga þau þrjú böm. að eldstöðvunum. Var hafist handa um það strax næsta dag, þegar 70 trésmið- ir frá Trésmíðafélagi Reykjavíkur komu til Eyja og unnu með ótrúlegum afköst- um. Eftir það brann ekki eitt einasta hús í Eyjum af völdum vikurflugs." Okkur sem hér höfum átt heima um árabil komu ekki á óvart ummæli Ám- anna tveggja í bókum sínum um Svein, því hér er hann vel þekktur fyrir frá- bæran dugnað og skipulagshæfileika í starfi. Það er oft hlutskipti duglegra manna sem skara fram úr á sínum starfsvett- vangi að þeir eignast öfundarmenn og verða því umdeildir og njóta því ekki alltaf sannmælis samferðamanna sinna. Því vill það líka verða umdeilt ef sam- ferðamanni eru þökkuð störf, að einhver telji að sér hafi verið gleymt, Það er hlutskipti margra að njóta ekki sann- mælis fyrr en í minningarrgein að lífi loknu. Vonandi bemm við íslendingar gæfu til að virkja okkar jákvæðu hliðar í komandi framtíð og um leið að gera okkur lífið betra með því að þakka Guði og góðum mönnum samfylgdina. Okkur hér í Vestmannaeyjafélaginu er það ánægjuefni að Sveinn Eiríksson og frú em hér sérstakir heiðursgestir okkar í kvöld. Við vildum því enda þetta spjall með því að biðja Svein Eiríksson að gera svo vel og koma hér og móttaka lítinn þakkiætisvott frá Vestmannaeyja- félaginu á Suðumesjum. 74 — F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.