Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 14

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 14
Jörundur hundadagakonungur — Niðurlag Tckið saman af Guðmundi Sigurði Jóhannssyni Tilskipanir Jörgensens almáðar líkamanum. Auðvelt reyndist mér að hrekja hann niður kviðinn, en þegar kom að mjöðmunum, vandaðist málið, — hann vildi ýmist skjótast niður vinstra eða hægra lærið, en þegar mér tókst að festa hann öðru hvoru megin, gekk greiðlega að koma iionum niður lærið og legginn og alla leið niður í rist. Siðan komu tærnar. Oftast valdi ég stóru tána, til að hrekja verkinn út í og þar minnir mig að ég hafi gert smá gat og hleypt sársaukanum þar út. Við þessar rekningar lá ég stundum á morgn- ana, þegar ég vaknaði á undan öðrum." Feginn ef einhver veiktist „Ákvörðun mín að verða læknir að lífsstarfi, var svo rík í mér að ég sat ávallt um, ef einhver læknir kom í þorp- ið, til að geta heilsað honum, tekið í hönd hans og snert hann. Menn veiktust ekki oft, en ég var afskaplega feginn ef einhver kenndi sér# meins, nema móðir mín, hún mátti ekki verða veik. Og svo þegar fréttist um þorpið, að von væri á lækni, þá var ég mættur á staðinn og hélt mér þar rétt heima við. Fólkið kom hægt út úr húsunum, þegar læknirinn reið í hlað ,en þegar hann fór af baki og sá þennan strák, heilsaði hann mér Ijúf- lega, hver sem hann nú var — og ég fékk að taka í hendina á honum, eins og ég hafði vonað." Bók um Ófeig væri góður skerfur í sögu Suðurnesjanna Heimsókn okkar Eyþórs til dr. Ófeigs á Laufásveginn, varð all miklu lengri en ráðgert var í upphafi og viðtalið sem hugsað var í eitt blað, er orðið að þrem- ur og gæti orðið lengra. Dr. Ófeigur er hafsjór af minningum liðins tíma á Suð- umesjum, — en hann hugsar ekki að- eins um fortíðina. Hugur hans er síung- ur og brennandi áhugi hans um framtíð Suðurnesjanna leynir sér ekki. Við sem byggjum þennan skaga eða öllu heldur nes höfum verið allt of hirðulausir um sögu okkar, muni og minjar. Einna drýgsta skerfinn sem hægt væri að leggja í að varðveita sögu Suðumesj- anna, væri sá að einhver eða einhverjir tækju að sér að skrá allan þann fróðleik sem dr Ófeigur ræður yfir, — hefur skráð á laus blöð eða geymir í glöggu minni, — verðugra bókarefni, er varla til fyrir okkur Suðumesjamenn. Um það eru áreiðanlega margir Suðumesjamenn sammála okkur Eyþóri. emm Hinn 21. ágúst gera þeir með sér samning, Jones og Phelps, annars vegar en Stephensensbræður hins vegar, þess efnis að allar auglýsingar og tilskip- anir Jörgensens, skyldu afmáðar og að engu hafðar, en stjóm landsins falin þeim bræðrum. Skyldi landsstjórnin á- byrgjast líf og eignir Englendinga á ís- landi, engin vamarvirki má byggja „og sá Skans, sem nú er hjá Reykjavík, skal niður brotinn". (Phelpsskans hefur sýnilega verið voðalegur hlutur fyrir þá Jones og Stephensensbræður). Enn- fremur skulu öll höndlunarhús, sem eru lokuð, strax verða opnuð, en danskar eigur og opinberir landsins sjóðir skulu afhentir til réttra aðila. Samningurinn við Nott skipstjóra frá 16. júní skal standa í fullu gildi og auglýsast undir eins um allt land, ásamt hinum nýja samningi. Veldi Jörgensens var hrunið. Fánj Jörgensens var tekinn niður og færður út á skip Jones, en Skansinn var rifinn í sjáfboðavinnu við mikil fagnað- arlæti Trampe greifa og danskra kaup- manna. Að kvöldi hins 25. ágúst léttu tvö skip akkerum í Reykjavíkurhöfn. Það voru skipin Orion og Margaret and Ann. Á Orion hafði Jörgensen forystuna og meðal þeirra sem voru með honum á skipinu voru Pétur Malmkvist fyrr- verandi ríkisstjóri, Jóhanna kona hans, Samson Samsonarson, fyrrverandi líf- vörður og fimm danskir sjómenn. Á Margaret and Ann hafði Phelps foryst- una. Þá voru á skipinu Trampe greifi og 7 danskir sjómenn af Orion, allir fangar. Þeir sigldu hraðbyr í tvo daga, en þá kom upp eldur í Margaret and Ann Um það bil tveimur stundum eftir að eldsins varð vart, var Orion komið upp að hinu brennandi skipí. Fór Jörg- ensen þá um borð í Margaet and Ann til þess að stjóma björguninni. Voru allir komnir heilu og höldnu um borð í Orion eftir stutta stund. Þökkuðu skipverjar fyrst og fremst framgöngu Jörgensens það að svona giftusamlega tókst til. Stjórnaði hann björguninni af miklum myndugleik og fór síðastur frá borði af hinu brennandi skipi. Nú voru um 70 manns á Orion og því ekki viðlit að leggja á hafið með svo marga menn á svo litlu skipi. Var því tekið það ráð að snúa aftur til Reykja- víkur. Þegar sást til Orions frá Reykja- vík varð uppi fótur og fit. Var Magnús Stephensen höndum uppi, strax og sást til skipsins og skrifaði Jones skipherra auðmjúkt bréf, þar sem hann fer þess á leit að ef svo skyldi reynast að skip það væri Orion sem nú sigldi inn á höfn- ina, hvort Jones vildi þá ekki taka Jörg- ensen sem herfanga yfir á skip sitt og vama því að hann stigi fæti á land þar sem hann sé hinn mesti vágestur og ofstopamaður. M6 af þessu bréfi ráða að Magnús hafi verið blauð sál og höfð- ingjasleikja. Þegar hins vegar fréttist um björg- unarafrek Jörgensens, minntist enginn á það að láta taka hann höndum. 1. september lét Jörgensen aftur í hafa á Orion og tók land i Liverpool 18 dægr- um síðar. Ljúkum vér hér að segja frá hinni ís- lensku stjómarbyltingu og sæfaranum sem gerði Islandi meira gott á sínum stutta valdatíma, en danska stjómin á mörgum áratugum, en hlaut þó, — og hefur hlotið síðan óverðskuldað van- þakklæti af mörgxún íslendingum. Endir. 8 2 —- F A X I

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.