Faxi

Árgangur

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 11

Faxi - 01.06.1975, Blaðsíða 11
Um aflahlutnn — útgerðarmaðurinn kannski segði við hana — Ja, maðurinn átti bara ekkert kaup .skilið. — Eg hringdi i vin minn, Ólaf Björnsson og spurði, hvort hann vantaði ekki góðan mann á annan báta sinna. — Eg veit það ekki, gamli, sagði Ölafur, ég hef nú verið að fara róður og róður í bessu mannahallæri og kem olltaf eins og út úr hakkavél i land — og er ég þó i meiri treneringu en þú. Ég veit ekki hvort ég á að treysta þvi að þeir komi með líkið, en úg kynni betur við það. Ætli þú lifir þetta ekki helzt af ef ég læt þig á hann Baldur. Það eru allt vanir menn á Baldri. þar vant- ar mann, ef þeir fjölga trossunum og þeir geta látið þig dútla eitthvað, sem verður Þér ekkj lifshættulegt." Sannleikurinn var nefnilega sá, að Ólafur varð dálítið skelkaður, því að það var ein- mitt hann, sem hafði komið þessari flugu i höfuðið á mér að fara að flytja þessa eld- prédikun um ónytjungsháttinn að manna ekki fiskiflotann, og nú óttaðist hann af- leiðingarnar. Á Baldri var valinn maður í hverju rúmi og höfðu allir verið margar vertíðir á neta- veiðum. Þeir voru svo röskir, að þeir minntu mig á togaraskipshöfn eins og hún gerðist hér áður fyrr og reyndar enn á velmönn- uðum togurum. Þer görguðu meira að segja á Baldri sumir eins og gamlir togarajaxlar — ekki þó skipstjórinn. Ég kunni því vel — ég er Uppalinn við það. — Allar okkar fiskveiðar krefjast vinnu- hraða, ef eitthvert lag á að vera á veiðun- um. Það fer eftir ýmsu, hvaða vinnuhraði myndast um borð í hverju skipi. Oft kannski aðeins þeim, sem stjórnar vinnunni á dekk- inu, eða einhverjum kjarna í skipishöfnnni. Sá kjarni var fyrir hendi á Baldri. Það hlýt- ur að vera erfitt að stunda netaveiðar með lélegan mannskap. A Baldri Það voru dregnar 7 trossur daglega á Baldri eins og lög segja til um með 8 menn á. Skipstjórinn hélt sig á sömu slóðinni allan tímann, sem ég var um borð, enda aflaði hann vel í meðallagi. Það var heldur ekkert að færa sig, að minnsta kosti ekki siðustu dagana. Hvergi hægrt að koma niður neti á líklegrj slóð. Baujan var því oftast látin fara um leið og búið var að draga og flýtti það náttúrlega drættinum. Við vorum Hka ævinlega búnir að draga 6 trossur fyrir hádegismatinn og stundum allar 7, en oftast var þó ein eftir um tólf eða hálf eitt leytið, Þegar gert var matarhlé. 1 land vorum við svo oftast komnir um þrjúleytið og stundum fyrr, en síðast, i eitt skipti, um fimmleytið, bá fœrði skipstjórinn eina trossu úrleiðis. Aflinn var að jafnaði 4—5 tonn og þar sem fiskur var heldur farinn að smækka, voru betta 80—120 fiskar að jafnaði í trossuna °B með þvi aö mannskapurinn var röskur inema sá áttundi) hafðist vel við að greiða ur og aldrei þurfti að gera stanz á drætt- *num. Það var að vísu hægt á spilinu, ef það var stagfiskur, en siðan aftur hert á drætt- inum. Það var aldrei neitt óklárt, engar festur né önnur net ofan á okkar, netin fóru ævinlega klár út og komu þannig einnig upp. Það getur því verið, að ég hafi ekki kynnzt nema skástu hliðinni á netaveiðum. en ég veit þó alltént hvernig þær eiga að ganga fyrir sig. Ef vel er að þeim staðið af skipstjórans hálfu og mannskapurinn vanur og röskur er það engum manni ofætlan, sæmilegum til heilsunnar, að stunda þær. Hinsvegar er það ekkert vafamál, að ef mikið aflast fylgir því erfiði, og vertiðar- fiskurinn er þungur á höndum, en það þarf heldur ekki marga í tonnið. Það held ég lika að sé rétt, að gangi verkin illa, séu fáar veiðar meira kvalræði en netaveiðar. Menn eru þá 1 þessu streði sólarhringinn út og hafa ekki árangur sem erfiði og það svekkir alla menn. Netasóknin er orðin of mikil, en við búum Iíka við þá staðreynd, að hafa ekki efni á öðru en nýta allan flotann sæmilega, og skipta þessum tyttum, sem eftir eru sem jafnast milli manna. Eg held þvi enn, að menn, sem eitthvað kunna til verka ættu ekki að hika við að bregða sér til sjós um hávertíðina, ef mannavandræði herja fiski- flotann. Þeir kæmu bara hressari að skrif- borðinu afftur. Bezta heilsuhanlið Þó að ég væri 14 ár til sjós og kynntist flestum veiðum eitthvað, sem þá voru stund- aðar, hafði ég ekki verið nema eina vertið á netum og það var á trillu í Grindavik. Síðan eru um 30 ár, svo að ekki var nú hægt að segja, að ég væri í treneringu sem neta- jómaður. Enda var flest heldur framandi fyrir mér við vinnubrögðin. Ég veit ekki hvernig það er að fara í gegnum hakkavél, en ég hefði haldið að fyrstu róðrarnir líktust meir því að fara undir götuvaltara — ég varð eins og spýta, liðamótalaus fyrstu tvo róðrana — ég var svo stirður, að ég hélt ég yrði að brjóta þilið til að komast útúr kojunni — og á dekkinu var ég eins og mastur — sem hrökk þó annað veifið úr festingum og fleygðist á milli borða — en svo var þetta lika búið. 1 þriðja róörinum fór að færast líf í limina og liðamótin og í fimmta róðrinum var skrokkurinn orðinn i betra lagi en hann hafði verið í mörg ár, og er hann þó yfir- leitt í bærilegu lagi, svo er guði fyrir að þakka. Um líkt leyti og ég íór á netaveiðarnar, fór kunningi minn einn á líkum aldri austur í Hveragerði með einhverja ótjálgan i aug- unum eins og nú er títt með mannfólkinu. Við komum svo um líkt leyti til baka, ég af netaveiðunum, hann af hælinu. Ég var eins og ungur maður, endurnærður — allir vöðvar grjótharðir, og þá meina ég allir — en hann — það var sama eymdar- vælið í honum þegar ég spurði hann frétta: — Ég veit ekki hvort ég fékk nokkra bót, mér finnst ég ósköp svipaður. — Ég sagði honum, að ég væri búinn að uppgötva yngingarmeðal og það væri að fara á netaveiðar á vertið. Auðvitað trúði hann mér ekki. Það er engum trúað, sem dettur í hug að segja satt. Ég sný þó ekkert til baka með það, að séu menn þokkalega heilbrigðir, er ekkert jafnhressandi og að róa til fiskjar. Islenzka þjóðin er farin að lifa í þeirri trú að fiskveiðar séu einhver galeiðuþrældómur, sem ekki sé siðuðu fólki bjóðandi. Vist er þetta erfið vinna á köflum, ekki sízt netaveiðar, ef mikið aflast, en það eru bara engir menn betur haldnir likam- lega en fiskimenn. Það er staðreynd máls- ins. Því veldur hreyfing bátsins, sem heldur skrokknum liðugum, hann stirðnar miklu Framhald á bls. 84 Þakkir til síra Björns Jónssonar Kæru prestshjón, Nú um þessar mundir, þegar sr. Bjöm Jónsson er að hætta prest- skap hér í Keflavík eftir 28 ára starf vil ég nota tækifærið, til þess að færa honum og fjölskyldu hans þakkir og árnaðaróskir. Minningar um margar ánægju- stundir leita á hugann. Samstarf jafnt innan kirkju sem utan með sr. Birni. Starf við kirkjuathaínir jafnt sem verkum að mannúðar- málum vegna ungra sem aldraðra, sem aldrei bar skugga á. Atorka og dugnaður einkenndi öll hans störf að mannúðar- og menningar- störfum. öll hans ágætu störf fá- um við seint fullþakkað. Ógleymanlegar verða mér fjöl- margar ánægjulegar, léttar og skemmtilegar samverustundir með prestsfrúnni Sjöfn Jónsdóttur, sem ávallt komu mér í létt skap. Nú kveð ég ykkur ágætu hjón mðe söknuði, en við hverfið héðan frá okkur í annað byggðarlag og óska ég ykkur þar alls velfarnaðar á ókomnum árum. Lifið heil, ágætu vinir. Sesselja Magnúsdóttir F A X I — 79

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.