Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1979, Síða 3

Faxi - 01.10.1979, Síða 3
spurningunni um hvernig Voga- búar sinni menningunni. ,,Ung- mennafélagið Þróttur hefur unnið gott starf, þótt íþróttaaðstöðu sé enn ábótavant. Knattspyrnuvöll- urinn er undirbyggður. Á næstu árum reynum við að Ijúka því verkefni, því bráðum förum við, með örri fólksfjölgun, að fá árganga í heil kapplið handbolta og knatt- spyrnu, og þá verðum við að geta skapað viðunandi aðstöðu. Iþrótta- húsið er fjarlægt verkefni, en sundlaugin er komin á dagskrá eins og áður er vikið að. Skólabörnin hafa samt fulla aðstöðu utan byggð- arlags til leikfimi og sunds. Skóla- bíllinn sem sækir börnin inn á Strönd, ekur þeim einnig út í Njarð- vik, þar sem þau iðka þessar grein- ar, - falla alveg inn í stundaskrána þar, svo þetta atriði er alveg vandræðalaust. Lionsklúbbur er starfandi hér, mjög virkur, og kven- félagið hefur ávallt verið mjög öfl- ugt í Vatnsleysustrandarhreppi. Við höfum okkar kirkjukór við Kálfatjarnarkirkju, en Jón Guðna- son, skólanefndarformaður, ber allan veg og vanda af honum. 1 Glaðheimum, litla félagsheimilinu okkar hafa verið haldnar myndlist- arsýningar, sú fyrsta af ástralskri konu, sem Iluttist hingað, Patriciu Hand, og svo sýndi konan hans Þóris S. Guðbergssonar, sent eitt sinn var skólastjóri í Vogunum, myndir sinar, en þau hjónin hafa sterkar taugar til byggðarlagsins hérna." Rafveitan þarfnast fjár En nú víkjum viðafturaðsveitar- stjórnarmálunum og spyrjum Jóhann Gunnar nánar um einstaka þætti hreppsfélagsins og byrjum á rafveitunni. ,,Hún veldur okkur dálitlum erf- iðleikum, enda komin lil ára sinna, og svo höfum við þá sérstöðu að við verðum að ,.halda uppi“, ef svo má að orði komast, langri línu alla leið frá Stapa og inn að Kúagerði, sem er um 14 km löng. Hún þart nauð- synlega endurnýjunar við og erum við búnir að senda inn beiðni til Orkusjóðs um styrk til framkvæmd- anna. Persónulega hef ég aldrei skilið, að tekin séu 19% af því sem kemur í kassann, í veitingu til sveitalína, en svo verðum við að annast áðurnefnda línu á okkar kostnað, þrátt fyrir verðjöfnunar- gjaldið. Eg vona einlæglega að skýrslan sem við sendunt mynd- skreytta, frá Rafmagnseftirliti ríkis- ins, til Orkusjóðs, geri þeim þörfina skiljanlega fyrir styrknum sem við þurfum til þess að lína uppfylli að minnsta kosti öryggiskröfur." •Varanlegt slitlag á Vatns- leysustrandarveg Vega- og gatnamál eru stór þátt- ur í framkvæmdum tlestra bæja og hreppa, - og hvernig gengur í þeirn efnum hjá Vatnsleysustrandar- hreppi? ,,Þau þokast heldur í rétta átt. Íbúar Strandarinnar eru einn fjórði af íbúatölu hreppsins, og verðunt þvi að greiða langmest í sýsluvega- sjóð vegna þess. Við fáum ekki þétt- býlisframlag þar sem Strandarbúar eru yfir 10% af íbúum hreppsins. Þarna rekur sig hvað á annars horn. Við greiðum svona á að giska fjór- falt framlag á við Sandgerði í sýslu- vegasjóð. Greiðslan byggist á dag- vinnukaupi verkamanns. Við höfum getað kreist úr þeim sjóði og gátum olíumalarborið inn að Brunnastöðum, fyrir það fé, en við fengum þá allt féð sem veitt var í slikar framkvæmdir, en næst mun það renna til lagningar út á Stafnes. Áður var þessum peningunt hent í afleggjara, hvort sem þörl'var á eða ekki og fólk hérna kann því vel að þeir skuli notaðir í varanlega vegi og vonandi getum við státað að olíumöl á öllum Vatnsleysustrand- arvegi áður en mörg ár líða. Við vonumst til að geta einnig lagt olíumöl á göturnar í þorpinu á sama tíma.“ Gunnar sveitarstjóri ásamt nokkrum iðnaðarmönnum sem unnu við byggingu Stóru-Vogaskóla Ungir Vogabúar Ströndin verður að fá hitaveituna Hitaveitan hefur haldið innreið sína i Vogana, en hvernig verður nteð Vatnsleysuströndina? „Byrjað var á lagningu aðveitu- æðar í ágúst hérna i þorpinu, og hefur sú framkvæmd staðist áætlun. I endaðan október verður því lik- lega búið að leggja í þéttbýlishúsin, en styrinn stendur um dreifðu byggðina. Á þessu stigi málsins er ekki gott að segja hver framvindan verður. Framkvæmdin kostar mikið í verðbólgukrónu, en er ekki 3% af heildarkostnaðinum. Við getum ekki sætt okkur við að Ströndin verði afskipt með hitaveituna. Ákvarðanir um þetta mál verða ekki teknar nema í sam- ráði við viðkomandi hreppsnefndir, en ég get fullyrt, að enda þótt róðurinn verði þungur skulu árar ekki lagðar í bát.“ Mesta og besta vatnið í V atnsleysust randarhreppi Ekki má gleyma því að í Vogun- um er Póstur og Sírni, ein verslun. sem Guðmundur Sigurðsson rekur af myndarskap og hyggst l'æra út kvíarnar, enda angrar kaupfélagið hann ekkert með búrekstri þar. En að lokum, Jóhann Gunnar, hvernig er vatnsveitumálum háttað hjá ykkur á Vatnsleysuströndinni, - nægilegt vatn? „Eftir árið verða öll hús komin nteð nýja vatnslögn, en eins ogáður er vikið að var veitan lögð af vatns- veitufélaginu, með þeim tækjum og tækni sent þá voru best. Lagt var fram hjá klöppum, sem gera allar lagnir erfiðar hér og dýrar. Þetta varð því eitt net um þorpið, sent ekki samrýmdist seinna komnu skipulagi. En svo ég svari spurn- ingunni beint, þá misskilja menn heitið Vatnsleysuströnd. Átta sig ekki á því hvað í orðinu felst. Hérer um að ræða leysingavatn sent rennur undan hrauninu. Á árum áður skoluðu konurnar þvottinn í leysingavatninu hvar það streymdi til sjávar. Uklegast höfum við í Vatnsleysustrandarhreppi mesta og besta vatnið á Suðurnesjum, að því er fróðir telja, að mælingum fengn- um á svæðinu hérna megin við Stapann." Og að þessum orðunt loknum þökkuðum við Jóhanni Gunnari fyrir greinargóð svör og óskum honum og íbúunurn í Vatnsleysu- strandarhreppi alls góðs í framtíð- inni. emm. Frá Vogahöfn FAXl - 3

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.