Faxi - 01.10.1979, Síða 6
Rætt við Hinrik í Merkinesi:
Smíðar skipslíkön
í ellinni
,,Barki að framan og fyrirrúm,
andófsrúm, grjótrúm, eða bal-
lestarrúm, afturrúm og austur-
rúm. í grjótrúminu voru hafðir
líðléttingar, frekar ábyrgðar-
litlir. Hraustir menn voru venju-
lega framámenn og voru á fyrstu
þóftu. Andófsmenn sátu á
annarri þóftu. í austurrúmið
mátti ekki láta fisk, þá var ekki
hægt að ausa skipið.“
Viðmælandi okkar bendir á eitt
hólfið af öðru á áraskipslíkaninu
sem stendur á borðstofuborðinu.
.•.Þetta er annað skipslíkanið sem ég
smíða um ævina, hitt voru stærri
bátar. Eg gat ómögulega setið auð-
um höndum," segir hann með
glettni í svip, ,,og hef dundað við
smíðina undanfarna mánuði. Hún
hefur tekið um 170 stundir, Ætli ég
fái ekki 100 þúsund krónur fyrir
líkanið. Þeir i Þorlákshöfn hafa fal-
ast eftir gripnum, enda er lögun
bátsins einmitt kennd við þann
stað.“
Hver er svo þessi hagleiksmaður,
sem smiðar skipslíkön hér á Suður-
nesjum, sem krefjast natni og
nákvæmni? Hann hlýtur að vera
með hagar hendur og þckkja vel til
gömlu áraskipanna. Af hreinni
tilviljun rákumst við Jón Tómas-
sori, blaðstjórnarmaður Faxa, inn
til Hinriks Ivarssonar i Merkinesi í
Höfnum, i vor, og þá var hann að
leggja seinustu hönd á slíkt likan.
Einn s u n n u d a gs m o r gu n á
öndverðu hausti lögðum við Guð-
mundur Snorrason, Njarðvíkingur,
leið okkar að Merkinesi til aðskoða
þessa meistarasmíð Hinriks, sent
fengist hefur við margvíslega hluti
um ævina, í vcraldlegum og and-
legum efnum, og víða hefur komið
fram, en hitt vita færri, um líkan-
sntíðina, nýjasta áhugamál áttræðs
manns.
Hinrik tók okkur Guðmundi vel,
fannst reyndar ósköp lítið til smíð-
innar koma, en var aftur á móti fús
til að veita okkur allan þann fróð-
leik sem hann bjó yfir um Þorláks-
hafnarskipin og áraskip yfirleitt.
„Þetta er klífir og þetta er fokka,
stórsegl og aftursegl, - þegar sigld-
ur var beitivindur, þá átti fokkan að
kala fyrst, þegar rétt varhagaðsegl-
um og afturseglið næst,“ segir Hin-
rik og bendir okkur á hvert seglið af
öðru á tignarlegu líkaninu, „svo
kemur klífirinn, en seinast stór-
seglið."
„Þetta er teinæringur," svarar
Hinrik þegar við spurðum nánar
um gerð bátsins. „Tólfróinn tein-
æringur var skip sem var tveimur til
þremur fetum lengri cn venjulegur
teinæringur. Rúmið var miðað við
fet og hvert fet var um þrjú fet. Ef
þau voru aðeins lengri var sett
lausaþófta sem hægt var að taka
þegar verið var að athafna sig við
þorskanet og þess háttar. Lausa-
þóftunni var svo skellt í þegar tekið
var til við árara. Ekki er ég viss um
hvað skipin voru löng og hvað þau
gátu borið i skippundum, ég var
soddan unglingur þá, en áttæring-
arnir voru einu rúmi styttri en þeir
sem við höfum talað um. Líkast til
hafa þeir verið um 39 fet stafna á
milli."
„Þetta er Þorlákshaf'narskip, eins
og ég gat um áðan. Það voru þrír
menn sem smíðuðu skip þarna
eystra um sama leyti, Hallgrímur á
Kalastöðum á Stokkseyri og svo
Stéttarbræður, Jóhannes og ég held
Guðmundur Sigurjónssynir, - faðir
þeirra var líka skipasmiður. Steinn
var svo skipasntiður á Eyrarbakka
og um hann var sagt að hann notaði
aldrei tommustokk, aðeins stafinn
sinn til að mæla með. Oll skip
smiðaði hann undir berum himni.
Ég man eftir honum sem smástrák-
ur og sá báta í smíðum.“ Hinrik
snýr sér aftur að líkaninu og þylur
fyrir okkur ýmis heiti skipshlut-
anna. „Það eru ótal nöfn á þessu
öllu saman, þetta er hnifilkrappi,
þetta kollarár, sem nú á dögum er
kallaðir hnélistar, hástokkur , fóta-
tré. Það er laust og hægt að taka það
burt. Það var notað til að spyrna þvi
of langt var á milli þófta, - og
svona mætti lengi telja.“
„Gaman er að geta þess,“ sagði
Hinrik, „hvernig orðin myndast í
móðurmálinu. Að vísu er ég bara
leikmaður í þeim efnum, - takið
eftir, þessi járn hérna heita þrælk-
ur,“ og bendir um leið á tvo járn-
teina sem standa upp úr lunning-
unni, „áður fyrr var þetta úr tré og
hétu þá nefjur. Hið allra fyrsta kom
aðeins einn tuttur upp dálítið
breiður með haki, skásneyddur með
gati í, en í gegnum það var þrætt
band, sem nefnt var hömluband.
Árinni var steypt inn í hömluband-
ið, en þessi tittur hét há-tittur, en
róðrarmaðurinn sem við han sat var
kallaður háseti. Þannig kemur þetta
fram í málinu."
„Fyrirmyndin að Þorlákshafnar-
skipunum er komin úr huga mér,“
svaraði Hinrik þegar við spyrjum
hann um hvort ýmsum vandkvæð-
unt sé ekki bundið að sntíða eftirlík-
ingar af þessum horfnu skipum,
„en svo hef ég smíðað fjölda báta,
allt upp í 37 feta langa, en það var
nú bara allt annað lag en nú á dög-
um. Þetta þætti ómögulegt í dag,“
segir Hinrik og bendir á skutinn, -
„hann kemur hérna inn og mikið
krýndur. Með tilkomu vélanna
breyttist þetta, þá var tekið úr þeim
afturstefnið og sett annað öðruvísi.
Misjafnlega tókst það. Menn voru
að reyna að sjá það út, en slíkt þýðir
ekki, báturinn verður þá að ganga
saman annars staðar, þetta er eins
og tunnugjörð, ef maður ýtir henni
saman á einum stað gengur hún út á
öðrum. Ef breyta varð skutnum
varð að bryðja þá niður og sniíða
nýtt.“
„Skipasmíðar hóf ég um 1930,
smíðaði mér 34 feta bát, bara af því
að ég og bróðir minn ákváðum að
gera út hérna suður i Höfnum. Ég
vann mikið við að gera við hús og
báta og skipta um stafn. Smíðin
tókst vel, hann var prýðilegur að
framan, en sá galli var á honum, að
af maður hálsaði kviku sem kallað
er, þá var ekkert annað en að
hnippa aðeins i stýrið og fá hann til
að vikja upp að, svona til að slaka
að aftan, þá skaut hann því
af sér. Þetta fann ég strax út, hann
var of víður við austurrúmið.
Hvenær ég smiðaði skipið man ég
nú ekki alveg." Og nú kallar hann
til Hólmfríðar eiginkonu sinnar:
I AXl - 6