Faxi

Volume

Faxi - 01.10.1979, Page 13

Faxi - 01.10.1979, Page 13
3. Rafteikning sf. teiknaði raf- lagnir. 4. Byggingameistar skólans eru þessir: Skúli Magnússon er húsa- smíðameistari, Finnbogi Rútur Guðmundsson, héðan úr Vogunum, er múrarameistari, en Hafsteinn Einarsson i Njarðvík hef- ur að mestu séð um múrverkið. 5. Rafvirkjameistari er Friðrik Björnsson í Sandgerði. 6. Pípulagningameistari er Guð- björn Asbjörnsson í Njarðvík. 7. Málarameistari er Olafur Már Ólafsson í Keflavík. 8. lnnréttingar eru smíðaðar i Trésmiðju Þorvaldar Ólafssonar í Keflavík. Framangreindir aðilar eiga allir miklar þakkir skilið fyrir vel unnin •störf. En vitanlega eru það ekki að- eins meistarar, sem hér hafa unnið. Fjöldi fólks hefur starfað við þessa byggingu ýmist á vegum þessara meistara eða óháð þeim. Þessu ágæta fólki vil ég ekki síður þakka fyrir ánægjulegt og gott samstarf. Undanfarnar vikur hefégtekið eftir því sérstaklega hversu mjög það hefur lagt sig fram við að drífa bygginguna áfram og jafnframt vandað til þess, sem gert hefur verið. Skólinn mun í vetur starfa í 9 bekkjardeildum, þ.e. forskóladeild og 8 fyrstu bekkjum grunnskóla. Vitanlega ber okkur að stefna að því sem fyrst að koma hér upp 9. bekk til þess að gera börnum okkar kleift að Ijúka grunnskólanámi sínu hér heirna. Nemendafjöldi skólans verður liklega um eitt hundrað í vetur. Skólinn verður opinn til sýningar til klukkan 21 í kvöld. gestabók mun liggja frammi i stofu 2 hér á eftir og er fólk vinsamlega beðið um að rita nöfn sín í hana. Að lokum vil ég þakka öllum þeim fjölmörgu, sem leynt eða ljóst hafa lagt okkurliðviðaðgerabygg- ingu Stóru-VogaskóIa að raunveruleik. Sú er von mín og trú, að hún eigi eftir að verða æsku þessa byggðarlags og þá um leið byggðar- laginu öllu til blessunar. ánægju og heilla. Kjartan Jóhannsson ráðherra Skólahúsið er um 620 m2 að flatar- máli og er byggt með það fyrir augum að við það verði síðar reist önnur álma til vesturs. í húsinu eru fimm kennslustofur, sú minnsta rúmlega 40 m2 en sú stærsta um 70 m2. Er hún ætluð sem sérkennslu- stofa fyrir efnafræði og náttúru- fræði. Salur sá sem við erum í verður notaður sem tvær kennslu- stofur, þegar millihurðirnar eru komnar. Hér inn af honum er bóka- safn, sem er rúmlega 300 m2. Innst við ganginn hér vinstra megin við mig er skjalageymsla, þá kemur skrifstofa skólatjóra, því næst fjöl- ritunar- og vinnuherbergi kennara. Kennarastofan er við hlið fjölrit- unarherbergis. I byggingunni eru auk þessa 3 snyrtiherbergi, ræstingarherbergi og geymsla. Húsið er ekki alveg samkvæmt samþykktum endanlegum teikn- ingum, þvi byggingarnefnd skól- ans hefur fengið samþykktar ýmsar breytingar á því til bráðabirgða. Miða þær flestar af því að auka kennslurými. Má t.d. í því sam- bandi nefna, að minnsta kennslu- stofan, sem er nr. 3, var ekki teikn- uð sem kennslustofa, heldur áttu þar að vera 3 aðskilin herbergi til annarra nota. Einnig var sá hluti salarins sem við nú erum í teiknaður sem lessalur bókasafns. Þessar breytingar taldi nefndin nauðsyn- legar vegna þess að nemendafjöldi skólans hefur stóraukist frá því skólinn var teiknaður og horfur eru á að sú þróun haldi áfram. Eg vil sérstaklega þakka arki- tektum þann skilning og velvilja sem þeir hafa sýnt öllum óskum okkar heimamanna um breytingar og hve vel þeir hafa leyst hin ýmsu mál er upp hafa komið. Samstarfs- mönnum mínum í byggingarnefnd þakka ég einnig. Eftirtaldir aðilar hafa haft umsjón með byggingarframkvæmd þessari: 1. Arkitektastofan sf., með þá Ornólf Hall og Ormar Þór í broddi fylkingar, teiknaði og skipulagði húsið. 2. Hönnun hf. hefur séð um alla verkfræðilega þætti. Helgi Jónasson fræðslustjóri Jón Bjarnason kynnir Margrét Jóhannsdóttir form. kvenfélagsins Ræða Magnúsar Ágústssonar: Við eigum gott land og stórhuga æsku - Góðir gestir. Ég býð ykkur velkomin til þessar- ar vígsluhátíðar hér í dag. Mér er það sönn ánægja að bjóða ykkur velkom- in er við tökum í notkun nýtt skóla- hús, Stóru-Vogaskóla. Þetta eru svo sannarlega mikil timamót í sögu þessa sveitarfélags. Barnaskóli hefur starfað óslitið í rúm 100 ár hér ísveit og alltaf verið í Brunnastaðahverf- inu. Fyrsti barnaskóli, sem hér var reistur árið 1872 var annar barna- skóli, sem tók til starfa i landinu. Fyrir forgöngu Stefáns Thoraren- sen prests á Kálfatjörn og hjálp margra annarra hér i sveit og aðstoð úr sjóði Jóns rektors Þorkelssonar, „Thorkelisjóðs", reistu þeir þá stórt og veglegt hús og litu stórhuga til framtíðarinnar, og í dag reisum við einnig stórt og fullkomið hús og erum bjartsýnir á framtíðina. Við eigum gott land, stórhuga æsku sem horfir til framtíðarinnar með björtum augum. Það er von mín og trú, að frá þessari stofnun megi ætíð liggja straumar menningar og mann- dóms, gera æsku þessa byggðarlags mögulegt að verða góðir þegnar þessa lands, svo hér blómgist gott og fagurt mannlíf. Eg vil fyrir hönd hreppsnefndar þakka öllum þeim, er hér hafa lagt hönd að. Þeir eru orðnir margir, er lagt hafa þessu máli lið á ýmsan hátt. Arkitektum, alþingismönn- um, menntamálaráði, bygginga- meisturum, iðnaðarmönnum, verkamönnum, svo og öllum öðrum. Alls staðar höfum við mætt góðum skilningi og fyrirgreiðslu. Byggingarnefnd og skólanefnd hafa starfað með mjög góðunt árangri, með formann byggingar- nefndar í fararbroddi, sem sýnt hefir geysidugnað og beitt sér fyrir framgangi þessa máls. Þá get ég ekki látið hjá líða, að þakka sérstak- Framhald á næstu síðu

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.