Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1979, Síða 22

Faxi - 01.10.1979, Síða 22
Grindvísku frúrnar stóðu sig vel Hæfileikakeppni Dagblaðsins og Hljómsveitar Birgis Gunnlaugs- sonar, sem staðið hefur yfir undanfarna mánuði, lauk að Hótel Sögu sunnudagskvöldið 23. sept. sl. 1 lokakeppninni tóku þátt þeir er unnið höfðu í ,,undanrásum“. 10 verðlaun voru veitt. Afhending verðlauna fór fram á staðnum að lok- inni keppni. Það vakti athygli á Suðurnesjum, að i 2. sxti urðu tvær Grindvískar frúr, þær Evelín Adólfsdóttir og Kolbrún Sveinbjörns- dóttir, fyrir gamanvísnasöng. Væntanlega eiga Suðurnesjamenn eftir að njóta hxfileika þeirra við skemmtanahald á komandi vetri og er það ánægjulegt, því oft og í of miklum mæli höfum við orðið að sækja skemmtikrafta til Reykjavíkur eða annað. MÓTORHJÓLASLYS ERU MJÖG TÍÐ á Suðurnesjum og hafa margir hlotið alvarleg meiðsl ( slíkum árekstrum. Yfirleitt er um ungt fólk að ræða, sem ekki gætir sín nægilega í umferöinni og tekur ekki tillit til aöstæðna. Myndin sýnir eitt slíkt slys - stór vörubifreið lenti í árekstri við Ktiö vélhjól. Aö þessu sinni slapp ökumaður vélhjólsins furðanlega Ktið slasaður, þótt svo hann bæri ekki öryggishjálm. Þaö er aldrei nægilega brýnt fyrir öku- mönnum að fara gætilega, sérstaklega þegar hausta tekur og skyggni versnar. Guðmundur Jónsson Heimahmdi — Muming Fæddur 16. mars 1902 Dáinn 9. október 1979 Stór orö fara illa ef minnst skal þeirra sem alltaf voru hógværir. Mörg orö fara heldur ekki vel í minningargrein um vin sinn, sem alltaf var hlédrægur og vildi láta lítið á sér bera, en mannlegt er það aö langa til þess að þakka fyrir samfylgd og kynni að leiðar- lokum. í byrjun þessarar aldar klædd- ist íslenski sjómaðurinn sjóklæð- um úr skinni. Og svo nærri voru atvinnuhættir bóndans og sjó- mannsins steinöldinni, að verk- færin voru gjarnan úr beini, svo sem netanálin og seilanálin. í skinnstakk bar sjómaðurinn afl- ann frá sjó og gerði að aflanum undir beru lofti, hvernig sem veður var. Nokkrum áratugum síðar stendur þessi sami sjómaður við flökunarborðið í hraðfrysti- húsinu undir rafljósum í hvítum slopp og færibandið flytur fiskinn að og frá. Að baki þessarar atvinnubylt- ingar Iiggur löng saga. Það er saga sem aldrei verður sögð öll, hversu löng sem hún yrði. En þetta er jafnframt saga Guðnuindar heit- ins Jónssonar og jafnaldra hans. Það er saga Grindavíkur síöustu áratugina. En persónusaga Guðmundar Jónssonar er ekki bara saga af breyttum atvinnuháttum. Hún er saga af manni sem átti lengi við vanheilsu að stríða án þess að kvarta. Hún er saga af manni sem, með hlýju handtaki og hljóðlátri hugulsemi, ávann sér virðingu og vináttu samferðamanna sinna. Sérstaklega vil ég þakka Guð- mundi og Ingibjörgu systur minni fyrir foreldra mína, en hjá þeim áttu þau athvarf og skjól í ellinni. Persónulega þakka ég þeim hjón- um og drengjunum þeirra marga indæla stund á heimili þeirra. Blessuð sé minning Guðmundar Jónssonar frá Heimalandi. Valdimar Elíasson RAUSNARLEGT ÁHEIT Kona í Keflavík, sem ekki vill láta nafns síns getið, afhenti nýlega eitt hundrað þúsund krónur, sem hún hvað vera áheit á Krabba- meisnvörn Keflavíkur. Stjórn félagsins þakkar konunni þessa miklu rausn og vonar aö Krabbameinsvörn Keflavíkur megi verða mörgum áheitasælt. FRÁ LANDSHÖFN KEFLAVÍK-NJARÐVlK Á þessu ári voru veittar kr. 100 milljónir til framkvæmda við lands- höfnina, auk þess hefur hafnarstjórn til umráða tekjur hafnarinnar umfram daglegan rekstur. Þær framkvæmdir sem nú eru í gangi eru þessar: Bygging vöruhúss við Bryggjuveg og Vatnsnesveg í Keflavík. Malbikun á hafnargörðunum í Njarðvík, og fyrirhuguð er lenging á viðlegukanti á noröurgarði í Njarðvík. Ennfremur er í gangi model- prufa á löndunar- og viðlegukanti við Saltsöluna og Fiskiðjuna, sem kæmi sér vel fyrir þessi fyrirtæki, svo og meira viðlegupláss fyrir höfnina. Hér á eftir koma tvær upplýsingtöflur, en þær gilda frá 1. janúar 1979 til 30. september 1979: Afll og landanlr: Bátar: Þorskur o.fl. . 8.545,7 tonn 1.962 landanir Loðna ...... 19.566,7 - 84 - Humar ...... 52,2 - 112 - Togarar: Þorskur o.fl. . 9.208,5 - 78 - Skipakomur eru 175, en þau fluttu: Út: 10.544 tonn af frystum fiski 4.485 mjöli 14.831 tonn af salti 3.481 saltfisk 318 sementi 552 saltsíld 62.639 olíu 2.051 lýsi 492 rúmm. af timbri 645 hrognum 1.092 tonn af ýmsum vörum 539 kjöti 455 smokkfisk 3.600 frystri loönu FAXI - 22

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.