Faxi

Árgangur

Faxi - 01.10.1979, Blaðsíða 23

Faxi - 01.10.1979, Blaðsíða 23
tElísabet Leifsdóttir - Minning - „Hvað er hel?“ spyr sálmaskáld- ið Matthías Jochumsson í einum sálma sinna. Þessi spurning hefur leitað á hugann undanfarna daga, síðan fréttist um skyndilegt lát ungrar vinkonu okkar. Tilgangur dauðans, þessa óþekkta afls, sem heggur skörð sín í raðir ungra sem aldinna, verður okkur óskiljanlegt í tilfellum sem þessum. Elísabet Leifsdóttir var fædd 2. apríl 1959, dóttir hjónanna Guð- rúnar Sumarliðadóttur og Leifs Einarssonar að Baldurssögu 12 í Keflavík. Elísabet var aðeins 3ja ára er hún kom fyrst á heimili okkar í fylgd með systur sinni, þeirra erinda að fá að gæta lítillar dóttur okkar. Þær urðu mestu mátar alltaf síðan. í gamni og alvöru gerðist Elísabet vörður og vernd- ari þessarar frænku sinnar á hinum ýmsu slóðum æskunnar í leik og í starfi. Með rólegu fasi sínu og heims- ins blíðasta brosi átti hún alltaf greiðan aðgang að vináttu lítilla barna. Hún varð því eftirsótt barnfóstra og fengum við oft að njóta hennar á þeim vettvangi. Hún ávann sér einlæga aðdáun litlu-frændsystkinanna sem allra sem umgengust hana. Það var ánægjulegt að fylgjast með þroska þessarar gullfallegu stúlku. Hvergi bar skugga á skamman æviferil hennar. Sem barn og sem unglingur var hún ávallt full gáska og gleði. Sjaldan hefur ein lítil setning meint eins mikið og þegar við segjum: Elísa- bet var góð stúlka. Hún ólst upp við þær bestu aðstæður, sem hugs- ast ungum börnum, í öruggu skjóli foreldra og systkina, við tak- markalausa ástúð og hlýju. Allt hjálpaðist að til að mannkostir hennar fengju að njóta sín, sem þeir sannarlega gerðu. A hátíðarstundum nutum við gestrisni fjölskyldunnar að Bald- ursgötu 12 og nú síðast í vor, þegar Elísabet fagnaði loknu stúd- entsprófi sínu. Lífið blasti við henni, hún hafði föngulegan ung- an pilt sér við hlið, skólann að baki og framtíðarstarf í boði. Aldrei var hún glaðari en þegar hún lagði af stað í síðustu ferð sína, því mikið stóð til. Innan um félaga og vini opinberuðu þau Rúnar Þór Sverrisson trúlofun sína. Daginn eftir var hún öll. Engin orð fá lýst þeirri sorg sem nú ríkir á heimili hennar og hjá öllum sem hana þekktu. Við sitj- um hljóð og hnípin og spyrjum enn „Hvað er hel?“ og sálmaskáldið svarar: Eilíft lif Ver oss huggun vörn og hlíf. Lif í oss svo ávallt eygjum seðra lífið þó að deyjum. Hvað er allt þá endar kíf? Eilíft líf. Þótt líf Elísabetar hér meðal okkar hafi verið skammt, náði hún að öðlast þá hylli samferðamanna sinna, að minning hennar mun ekki gleymast. í dag kveðjum við hana hinstu kveðju og þökkum henni sam- fylgdina. Við vottum Guðrúnu og Leifi, unnusta hennar, systkinum og mágkonum okkar innilegustu samúð. Megi góður Guð styrkja þau í sorg þeirra. — Og skín ei Ijúfast œvi þeirri ytir, sem ung á morgni líÍHÍns Htaðar nemur. ok eilíflega. óháð því nem kemur. í œnku Hinnar tignu fegurð lifir? Sem sjálfur Drottinn mildum lóíum lyki um IfÍHÍnH perlu í Kullnu auKnabliki. — (Tóman GuðmundHHon) Vinir. Oví var þenni beður búinn, barnið kæra, þór hvo nkjótt? Svar af himni heyrir trúin Hljóma Kexnum dauðann nótt. I>að er kvoðjan: Kom til mín. KrÍHtur tók þÍK heim til sín. I>ú ert blesHuð hann í höndum hólpin sál með ljÓHHÍns öndum. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Er það ekki eðlilegt að þessi hugsun komi fyrst upp í hugann þegar fregnin barst um að Elísa- bet, þessi góða og glæsilega stúlka, hefði látið lífið í hörmulegu slysi aðeins tvítug að aldri? Jú það er mannlegt, en þegar litið er til baka þá verður trúin yfirsterkari mannlegum tilfinningum. Því sú birta og sá ylur sem Elísabet breiddi í kringum sig á sínum stutta æviferli hér í þessum jarðn- eska heimi veitir þá trú að Kristur hafi einnig ætlað henni annað hlutverk. Þangað er hun nú komin og leiðir okkar hafa skilið í bili, en minningin mun ávallt lifa í hugum okkar. Foreldrum, systkinum og ást- vinum Elísabetar vottum við sam- úð okkar á sorgarstund með von um styrk og trú frá Guði, einnig biðjum við Guðs blessunar til handa unnusta Elísabetar sem sorgin svíður sárt. Faðir, systkini og ástvinir Rúnars. Helgi Jónsson - Minning - Helgi Jónsson var fæddur 21. marz 1886, að Hraunkoti í Þór- kötlustaðahverfi í Grindavík. For- eldrar Helga, Jón Jónsson og Olöf Benjamínsdóttir, eignuðust 5 syni er fæddir eru i þessari röð: Helgi, Guðmundur, Kristinn, Ólafur og Einar. Kristinn er nú einn eftir á lífi og dvelst hann á Hrafnistu í Reykjavík. Fátækt mun hafa verið mikil á heimili þeirra Jóns og Ólal'ar, eins og títt var á þeim tíma hér á landi. Þegar Helgi var fjórtán vetra var honunt komið í vinnu sem smala o{ vikapilti að Dýrastöðum í Norður- árdal í Borgarfirði, og fermdist hann að Hvammi þar i sveit. A Dýrastöðum dvaldi hann í þrjú ár uns leið hans lá aftur á heimaslóðir, og hann gerðist aðstoðarmaður hjá Jóni Gunnlaugssyni vitaverði í Reykjanesvitanum gamla. Hjá honum var Helgi næstu Ijögur árin - og tvö þar næstu hjá Jóni Helgasyni í nýja vitanum. Arið 1918 hófu þau búskap í Lambhúskoti, Helgi og Guðfinna Hjálmarsdóttir, Guðntundssonar útgerðarmanns á Þórkötlustöðum, og lil'ir hún mann sinn. Það ár gerð- ist Helgi sjómaður hjá tengdaföður sínum og var hjá honum tólf næstu vertíðir. A sumrin var víða leitað fanga og var hann m.a. sjö sumur hjá sama útgerðarmanni á Fá- skrúðsfirði. Arið 1939 byggði hann reisulegt hús í Þórkötlustaðahverfi, sem hann nefndi Stafholt (og hefur jafnan síðan gengið undir nafninu Helgi í Stafholti, - eða Helgi frá Stalholti, eftir því sem við hefur átt). Árið 1948 var hafist handa við byggingu Hraðfrystihúss Þórkötlu- staða og var Helgi einn af þeim. Hann starfaði síðan við það tæki- færi samfellt til 1. maí 1977. Árið 1965 hóf hann framkvæmd- ir við byggingu íbúðarhúss við Mánagerði 7 í Járngerðarstaða- hverl'i ásamt Helgu dóttur sinni og tengdasyni. Þangað llutti hann 10. desember 1966 og bjó þar síðan til dauðadags - en hann andaðist að morgni þess 15. okt. sl. 93 ára að aldri. Þeim HelgaogGuðfinnu varð fimm barna auðið og eru fjögur á lífi: Magnús (býr í Rvík) giftist Að- alheiði Magnúsdóttur (hún andað- ist á sl. sumri). Guðmundur (býr í Grv.) giftur Þorgerði Guðmunds- dóttur. Guðrún, sem ætið hefur búið hjá foreldrum sinum. Helga (býr í Grv.) gift Boga Hallgríms- syni. Barnabörn Helga og Guð- finnu eru 12ogbarnabarnabörn 15. Helgi var smár vexti, kvikur í hreyfingum og léttur í spori og mun á hans yngri árum oft hafa verið til hans leitað er mikið þótti liggja við að rnenn teldu ekki sporin sín. Hann var léttur í lund til hinstu stundar og jafnan lljótur að taka þátt i glensi og gríni er það bar á góma. Hann hafði mikla ánægju af tónlist, var söngmaður ágætur og söng i Kirkjukór og Karlakór Grindavíkur, sem Árni heitinn Helgason stjórnaði. Til dauðadags fylgdist hann vel með öllum frétt- um, las mikið og greip hvert tæki- færi sem bauðst til að ræða um aðal áhugamálið, - bátana og sjóinn, sem segja má að hafi átt hug hans allan. Nú skiljast leiðir. Þannig er lífið. Það verður ætið sárt að kveðja hinstu kveðju þá, sent við unnum. En aðstandendur þínir og vinir þakka honum, sem öllu ræður fyrir að gera þér viðskilnaðinn svona léttan. Við sem næst þér stóðum geymum hugljúfa minningu um þig ferska i hugum okkar og vitum, að takist okkur að varða veg okkar þannig i lífinu að við getum að þvi loknu átt góða heimvon, þá liggja leiðir aftur saman. Tengdasonur FAXl - 23

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.