Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1981, Síða 4

Faxi - 01.01.1981, Síða 4
Jólaföndur Nýjung í starfi Foreldra- og kenn- arafélags Barnaskólans í Keflavík Laugardaginn 13. des. sl. var mikið um aö vera í Barna- skólanum í Keflavík. Þar átti sér stað sú skemmtilega ný- breytni, að foreldrar fjöl- menntu með börnum sínum í skólann í þeim tilgangi að vinna saman að jólaföndri. Veg og vanda af þessari nýjung hafði Foreldra- og kennarafélag skólans, en fjöldi félagsmanna hafði tek- ið að sér að leiðbeina og hafa á boðstólum föndurefni og sýningarmuni. Eins og oft vill verða þegar farið er af stað með nýjung- ar, er erfitt að gera sér grein fyrir því fyrirfram hvernig þeim muni verða tekið og er skemmst frá því að segja að í þessu tilfelli varð aðsóknin um helmingi meiri en almennt hafði verið reiknað með, af þeim sem að undir- búningnum stóðu. Allt til- taekt rými skólans var lagt undir föndurstarf og var virki- lega gaman að sjá hversu allir voru glaðir og áhuga- samir og vildu á allan hátt stuðla að því að þessi sam- verustund bæri sem ríkuleg- astan árangur. Það er að sjálfsögðu viss vandamál sem koma uþp, þegar gert er ráð fyrir 250-300 þátttakendum, en raunin verður sú, að þeir verða 500-600, en þegar allir eru staðráðnir í því að láta hlutina heppnast, þá þarf ekki að spyrja að leikslokum. Uppbyggjandi samveru- stund. þar sem foreldrar og börn ieggja saman krafta i mótandi starfi, er örugglega vel varið og nú hygg ég að margur líti með tilhlökkun fram til þess tíma þegar föndrað verður fyrir næstu jól. Foreldra- og kennarafélag Barnaskólans í Keflavík er ungur félagsskapur. Félagið var stofnað árið 1977, en þótt ferili þess sé stuttur hefur það á margan hátt sannað ágæti sitt. Formaður félags- ins fyrstu 2 árin var Bergþóra Bergstelnsdóttir. Áaöalfundi félagsins á liðnu hausti var Drífa Sigfúsdóttir endurkjör- in formaður, en með henni í stjórn eru nú: Jón G. Briem, Hrönn Þormóðsdóttir, Eydís Eyjólfsdóttir, Áslaug Berg- steinsdóttir, Eygló Þorsteins- dóttir, Guðfinna S. Bjarna- dóttir og Kristján A. Jónsson. Auk jólaföndursins hefur félagið staðið fyrir einum fræðslufundi á þessu skóla- ári. Sá fundur fjallaði um efnið: Mikilvægi kristins upp- eldis auk kynningar á nýju námsefni í kristnum fræðum. Frummælendur á þeim fundi voru Sigurður Pálsson námsstjóri, og séra Ólafur Oddur Jónsson. Var ræðum frummælenda vel tekið og svöruðu þeir fjölda fyrir- spurna, sem fundarmenn lögðu fyrir þá. Með hliðsjón af fjölda fundarmanna á seinustu fundum er greinilegt að virk- ur áhugi foreldra er vaxandi, enda er takmarkið að allir forráðamenn nemenda láti starfsemi slíks félags til sín taka. K.A.J. Músastigar, englar og jólasveinar eru að mótast og ef til vill nota mæðurnar líka tækifæriö til aö rifja upp sínar sameiginlegu bernsku- og skólaminningar. Tjarnargatan I Keflavfk - Esjan I baksýn. - Veöurfar var meö fádæmum gott hér á SV-landinu næstum allt áriö 1980. Undir áramótin brá til verri tiöar og hélst svo út allan janúar, oft meöslíkum veöraham, aö valdiö hefur verulegu tjóni bæöi á fasteignum og lausafé. Ljósm j.t. Þessi litmynd af Njarövíkurhöfn sneri öfugt í jólablaöinu, og leiðréttist þaö hér meö. FAXI - 4

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.