Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1981, Side 8

Faxi - 01.01.1981, Side 8
Vígsla lögreglustöðvarinnar Bæjarfógetinn, Jón Ey- steinsson, sagði ítarlega frá nýju lögreglustöðinni í síð- asta jólablaði Faxa, rakti að- draganda og síðan bygging- arsögu hússins. Við vígslu stöðvarinnar, sem fram fór 10. des. sl., voru viðstaddir flestir þeir er að framkvæmdinni stóðu, allt Barnamyndasamkeppni frá fyrstu til síðustu gerðar, auk lögregluliðsins og for- ystumanna sveitarfélaga í lögsagnarumdæminu. Húsið og búnaður þess allur var sýndur gestunum, en það er í alla staöi hið vistlegasta, mjög vel búið tækjum og að- búnaður svo góður sem völ er á. Bæjarfógeti lýsti húsinu og þakkaði öllum er lagt höfðu hönd að verki og óskaði lög- regluliðinu til hamingju með þá glæsilegu vinnuaðstöðu, sem þeir hefðu fengið með nýja húsinu og þakkaði þeim biðlund og góða samvinnu við þær lélegu aðstæður sem þeir hefðu orðið að búa við miklu lengur en vonir stóðu til. Að því búnu var boðið til kaffidrykkju í Stapa. Þar voru margar ræöur fluttar og embættinu og starfsmönn- um þess færðar bestu óskir um farsæld í störfum. J.T. Jón Eysteinsson bæjarfógeti, býöur gesti velkomna. Frá vinstri: Sigtryggur Árnason yfirlögregluþjónn, Þorleifur Pálsson deildar- stjóri í dómsmálaráöuneytinu, Jón Eysteinsson bæjarfógeti, Hjalti Zophani- asson deildarstjóri f dómsmálaráöuneytinu, Siguröur Thoroddsen arkitekt hússins, og Björn Sigurösson eftirlitsmaöur framkvæmdadeildar Innkaupa- stofnunar rikisins. Ljósm. Heimir Kaffistofan er rúmgóö og vistleg. Ljósm. Heimir Loftpressa Tek að mér múrbrot, fleygun og borun fyrir sprengingar. Geri föst VerðtilbOð. SÍM1 Sigurjón Matthíasson Brekkustíg 31 c - Y-Njarðvík Myndatökur alla mánudaga kl. 10-12 og 13-17. Komið með börn á aldrinum 6 mánaða til 5 ára. huÓSMYNDASTOFA V SUÐURNESJA Halnargötu 79 - Slmi 2930 FAXI - 8

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.