Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 11

Faxi - 01.01.1981, Blaðsíða 11
Æviminningar Kristins Jónssonar - Framhald Árið 1906, þá 9 ára gamall, brá ég mér til Reykjavíkur með flóabátnum, sem þá var í förum. Sá hét Reykjavík, hvorki meira né minna. tg fór eitthvað að erinda fyrir mömmu því skútan sem pabbi var á var komin inn, eins og sagt var. Ekkert man ég hvað erindið var, en einhvern veginn komst ég um borð til pabba og tók hann vel á móti mér. Ég var þar um nóttina og svaf ágætlega. Morguninn eftir er ég kom upp á dekk var pabbi þar fyrir og ræddi við mann sem ég þekkti ekki. Svo komst ég að því, að hann var ofan af Kjalar- nesi og hét Þorvarður Guö- brandsson. Þeir voru þar sem óðast að ræða um mig. Þetta var ungur bóndi frá Bakka, sem vildi endilega fá mig til snúninga yfir sumarið. Ég var fljótur að segja já við þvi og var ráðinn í hvelli. bennan dag fór ég aftur heim með sama skipi og hafði með mér trospoka og matarpoka með brauöi og kexi frá pabba og nokkrum kunningjum hans um borð, og var ég æði hróðugur þegar heim kom. Nokkru seinna, að mig minnir >"étt fyrir Jónsmessu, fór ég aftur sjóleiðis til Reykjavíkur á leið í sveitina. Ég hafði ritað á blaö frá borvarði hvar ég ætti aö dvelja i Reykjavík þar til ég yrði sóttur. Ekki man ég nú hvaö gatan hét, en þar bjuggu foreldrar og syst- kini húsmóðurinnar á Bakka. Ég dvaldi þar nokkra daga í besta yfirlæti. Einn góðan veðurdag fór ég með litlum dekklausum mótorbát, sem sennilega væri kallaður trilla núna, að Brautar- holti á Kjalarnesi. Þar var ásamt fleiri farþegum á bátnum móðir Þorvarðar, og var ég á hennar snærum. Þegar komið var í land biðu hestar tilbúnir undir okkur og lögðum við strax af stað heimleiöis. Vorum við fljót á leiðinni, því frekar stutt er á milli bæja. Hjónin á Bakka voru ung og nýbyrjuð að búa. Mig minnirað þetta hafi verið annað árið þeirra sem húsbændur. A.m.k. gekk frúin með fyrsta barnið þetta sumar. Þarna á bæ var sómafólk og mér leið prýöilega. [ þá daga var fært frá og lömbin flutt á fjöll eða rekin, ærnar voru svo mjólk- aðar á morgnana og kvöldin. Til að byrja meö var ég látinn sitja yfir rollunum á meðan þær voru að spekjast eftir aö lömbin voru tekin frá þeim. Mér leiddist mikið að sitja yfir og vera einn allan daginn, enda sofnaði ég einn daginn út úr leiöindum og missti tvær ær fyrir bragöið. Eg fékk bullandi skammir þegar heim kom. Daginn eftir var ég sendur upp í Esju að leita og leitaði lengi fram eftir. En rollurnar fann ég ekki. Þær sáust ekki meira allt sumarið. Ekki missti ég meiraaf hjörðinni yfirsumariö, endafóru þær að spekjast eftir því sem lengra leið og urðu fljótt hag- vanar. Mað smalamennskunni hafði ég þaö starf aö flytja rjóma að Brautarholti. Þar var stærðar rjómabú. Þetta var, að mig minnir, 5-10 lítra brúsi, sem ég fór með. Settur varsteinn ístriga poka af svipaöri þyngd og brús- inn og pokinn bundinn við brúsahölduna. Síðan var þetta sett yfir hnakkinn og hékk eins og baggar á hestinum. Þetta gekk prýðilega þar til ég fór að taka farangurinn af klárnum. Ég var svo smár og kraftlítill og eng- inn sjáanlegur til að hjálpa mér. Loksins rak ég augun í stóran heymeis eða hrip og gat komið honum að hliö hestsins stein megin. Svo steig ég upp á meis- inn og ýtti undir steininn og hélt í hann þar til brúsinn nam við jörð. Þá sleppti ég steininum. Þetta gekk ágætlega. Þessa aöferð notaöi ég þar til ég fór að þjálfast í starfinu og safna kröftum. Ég varð mjög undrandi ífyrsta skiptið sem ég sá rjóma strokk- aðan. Það voru tveir hestar sem gengu í geysistóran hálfhring sitt á hvað til hægri og til vinstri og hreyfðu þannig strokkinn. Mig minnir aö þeir hafi veriö 1 'h tíma ádag við þetta starf. Þegar þeir voru búnir að strokka fengu þeir hálfa fötu af áfum, þ.e. mjólkurúrgangur sem eftir verður þegar smjörið er tekið. Þetta voru þeirra laun og virtust þeir mjög ánægðir. Á Bakka var ég þetta sumar fram yfir réttir og fór þá til Reykjavíkur með ssma bát og ég fór með um voriö. Báturinn hét Búi. Ekkert kaup fékk ég þetta sumar, nema tvenna sokka, ut- anyfirbuxur og hálfpoka af ull og þar að auki fargjaldið heim. Mig minnir að það hafi veriö 1 króna og 50 aurar frá Reykjavík til Keflavikur. Þetta þótti ágætt þá. Þennan vetur, 1907, byrjaði ég í skóla. Þá voru 2 deildir, efri oq neðri. Eg var í neöri-deild hjá Jónu Sigurjónsdóttur, ágætis kennara. I efri-deild var skólastjóri Tómas Snorrason. Hann kenndi eldri krökkunum en Jóna þeim ýngri. Enn man ég fyrstu Biblíusögurnar sem ég fékk til að læra. Ég var svo hrif- inn af þeirri bók, að ég byrjaöi strax aö lesa og las fram i rauða- myrkur. Þá bað ég um Ijós, sem ég fékk auövitaö ekki, svona snemma kvölds. Mamma átti olíuvél, svokallaöa þríkveikju, sem hún hitaöi kaffikönnuna á. Hún stóð á aólfinu fyrir framan kolavélina. Á henni var pínulítill gluggi sem loginn skein í gegnum. Ég lagðistendilangurá gólfiö með bókina þannig að Ijósið skein á hana. Þar með var vandinn leystur og las ég óhindrað þar til kveikt var á lampanum. Eitthvaö held ég aö áhuginn hafi dofnað seinna meir. Kristinn Jónsson Nokkrum dögum eftir skóla- slit, um vertíðarlok 11. maí, fór ég aftur að Bakka til sumardval- ar. Nú var ég ekki smeykur þegar til Reykjavíkur kom, því nú rat- aði ég þangað sem ég átti að vera þar til ferð félli upp á Kjalar- nes. Ég var viö ýmis störf og snúninga, alltaf var nóg að gera. Ég passaði ærnar meðan þær voru að fæða lömbin sín og hafði afar gaman af að sinna litlu skinnunum meðan þau voru að komast á spena. Sumum varö að hjálpa svo þær gætu fætt, og lét ég þá húsbændurna vita. Þetta gekk allt ágætlega og fæddust þó nokkuö margir tvíburar. Ég fór meö rjómann eins og sumariö áður og nú gekk allt betur. Nú var kominn erfingi á heimiliö, stelpukríli, sem fædd- ist haustið áður. Hana var ég látinn passa meðan hún var úti í góöu veöri. Það var einna leiði- gjarnasta starfiö sem ég gerði, en ekki þýddi að mögla. Ég var glaöur þegar kriliö sofnaði. Þá var ég oft sendur út á engjar að reka kindurog hross. Mérfannst það ólíkt skemmtilegra. Eftirfrá- færur fór ég aö passa og smala rollunum. Við þessi störf dund- aði ég fram yfir réttir og sigldi svo heim til sama lands meö 15 kr. i vasanum, sem var sumar- kaupið. Það þótti ágætt þá. Ekki man ég að neitt merki- legt hafi gerst eftir að ég kom heim. Ég fór i skóla á réttum tíma. Nú var kominn nýr skóla- stjóri sem hét Sólmundur Ein- arsson, stór maöur og hávaða- samur, þannig aö hann talaði nokkuð hátt að mér fannst. Þegar hann var aö fræöa börnin heyröist til hans í næsta hús, svo það voru fleiri en nemendurnir sem nutu góðs af kennslu hans. Um vorið þegar skólinn var búinn vildi Þorvarður bóndi fá mig þriöja sumarið, en með þeim skilyrðum að ég yrði allt árið. Ég neitaöi aö fara þangað, vildi ekki vera þar yfir veturinn. Þá var ég vistaður austur í Flóa á bæ, sem heitir Brúnastaðir í Hraungeröishreppi. Þar var tví- býli í þá daga. Ég var hjá Katli Arnoddssyni og konu hans, Guðlaugu. Aðalstarf mitt þarvar Framh. á síðu I þjénustu fi og Pétur 0 Nikulússon Pétur 0 Nikulásson TRYGGVAGÓTU 8 SIMAR 22650 20110 FAXI - 11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.