Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 2

Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 2
Afmælisfagnaður Ræða flutt í 50 ára afmælishófi Slysavarnadeildar- innar Þorbjörns í Grindavík, 4. desember 1981, af Tómasi Þorvaldssyni, formanni. - Afmælisdagur slysavarnadeildarinnar var 2. nóvember 1980. Viö vitum öll af hvaða tilefni viö erum saman komin hér í kvöld. Ég býð alla gamla og nýja Grindvíkinga velkomna, og í þeirra nafni býö ég alla gesti okkar hjartanlega velkomna, bæði þá sem koma úr nærliggj- andi byggðarlögum og aðra. Tómas Þorvaldsson, form. slysa- varnad. Þorbjörns, flytur erindi um 50 ára starf sveitarinnar Serstaklega býð ég velkominn varaforseta Slysavarbafélags ís- lands, Harald Henrýsson, og konu hans Elísabetu Kristins- dóttur, Hannes Hafstein, fram- kvæmdastjóra Slysavarnafélags íslands, og konu hans Sigrúnu Stefánsdóttur, og fulltrúa Suð- vesturlands í stjórn Slysavarna- félags íslands, Jón Þórisson, og Halldóru konu hans. Forystu- menn og -konur í slysavarna- málum eftirtalinna byggðar- laga býö ég einnig hjartanlega velkomin: Frá Sandgerði, Garöi, Keflavík, Höfnum, Hafnarfirði, Kópavogi, Fteykjavík, Seltjarnar- nesi, Mosfellshreppi og Kjalar- nesi. Ég vonaað viö munumeiga hér notalega stund saman í kvöld. Á tímamótum sem þessum er eðlilegt að við veltum því fyrir okkur, hvaða tildrög urðu að stofnun Slysavarnafélags ís- lands og hvað veldur því, að svo giftusamlega skuli hafa tekist til í störfum þess. Ég fyrir mitt leyti hef alltaf sett það í samband við hina hörðu lífsbaráttu, sem íslenska þjóðin hefur þurft að heyja fyrir tilveru sinni og af- komu. Þessi barátta mótast af FAXI-2 því, hvar landið er á hnettinum. Sumur eru stutt og oftast köld, og vetur langir, kaldir og óblíðir. Flestum er vel kunnugt um hörmuleg sjóslys hér við land gengum aldirnar. Litlar, opnar og iila búnar fleytur voru oft auðveld bráð stórviðranna. Stundum lá við að heil byggðar- lög legðust i eyði vegna þess, að flestar fyrirvinnur heimilanna fórust á einni vertíð eða í einu og sama óveðrinu. Þó að skipin stækkuðu með tilkomu skútualdarog síöarmeð vélbátum og togurum, þá tók ekki fyrir hörmuleg sjóslys. Fjöldi manns fylgdist með þvl úr ■ landL, hvernig skipshöfnin á kútter Ingvari barðist fyrir lífi sínu í innsiglingunni til Reykja- vikur ’og enga hjálp var hægt aö veita. Svo sem kunnugt er, fór- ust allir skipverjar. Þetta atvik mun hafa átt drjúgan þátt í því að hrinda í framkvæmd skipulögð- um slysavörnum hér á landi. Mörg önnur sjóslys mætti hér nefna frá byrjun þessarar aldar, en það verður ekki gert að sinni. [ tímanna rás hafa margir góðir og gegnir (slendingar velt því fyrir sér, hvernig við mætti bregðast, þegar skipsströnd verða eða önnur óhöpp á sjó. Einn er sá maður, sem ekki er hægt annað en að minnast á í þessu sambandi, en það er séra Oddur V. Gíslason, sem þjónaði Staðarprestakalli hér í Grindavík á síðari hluta 19. aldar til ársins 1894. Hann var upphafsmaður að ýmsu í slysavarnamálum hér á landi og var ótrauður í baráttu sinni í þeim efnum. Sjálfur reri hann til fiskjar og þekkti því vel til sjómennsku. Hann lagði mikinn tíma og fé á þeirra tíma mælikvarða í það að ferðast um sjávarþorpin og fræða sjómenn um allt það sem betur mætti fara og gæti komið í veg fyrir óhöpp. Eitt af mörgu sem hann var upp- hafsmaður að og er enn í notkun um borð í fiskiskipum, eru svo- kallaðir bárufleygar. Máli sínu til stuðningsgaf séra Oddur út blað, er hann nefndi Sæbjörgu. í það blað reit hann greinar til fróðleiks og upplýs- inga fyrir sjófarendur og setti fram varnaðarorð af miklum eld- móöi. Þá mun séra Oddureinnig hafa verið hvatamaður að stofn- un Bjargráðasjóðs íslands. Boðskapur séra Odds festi rætur hér í Grindavík og menn bundust samtökum um stofnun slysa- og sjúkrasjóðs árið 1898. Var hann staðfestur af sýslu- manni. Undir stofnskrána rita nöfn sín Sigurþór Ólafsson, síð- ar bóndi að Kollabæ í Fljótshlíð, en hann kvæntist konu héðan úr Grindavík, Sigríði Tómasdóttur, Guðjón Ólafsson, að ég hygg bróðir Sigurþórs, og Einar G. Einarsson í Garðhúsum, sem óþarfi er að kynna fyrir Grind- víkingum. Hér í Grindavík hefur hugur fólks ætíð snúist mikið um sjóinn og þá einnig um þau válegu sjóslys, sem hér hafa orðið, ekki síst þau slys, þarsem svo til ekkert var hægt að aðhaf- ast til hjálpar. Það var því ekki talað fyrir daufum eyrum þegar farið var að huga að stofnun slysavarnadeildar í Grindavík. gjaldkeri og Guðmundur Kristj- ánsson ritari. Það þykir hlýða við slík tækifæri að rifja upp það helsta úr sögu deildarinnar, og mun ég nú stikia á stóru í því sambandi. Fljótlega reyndi á hina nýju slysavarnadeild. Hinn 24. marz 1931 strandaði franski togarinn Cap Fagnet á Hraunsfjöru með 38 manna áhöfn. Forystumenn deildarinnar brugðu skjótt við og nægur mannafli fylgdi þeim á strandstað. Haldið var af stað með þau björgunartæki, sem búið var að koma fyrir í Grinda- vík, svokölluðfluglínutæki, og er ekki að orölengja það að giftu- samlega tókst að bjarga öllum skipverjum á.tiltölulega skömm- um tíma þrátt fyrir erfiðar að- stæður. Þetta var sögulegur at- Nuveranai sijorn SVD. Þorbjörns. F.v.: Guömundur Kristjánsson ritari, Arni G. Magnússon gjaldkeri, iatmælishófinuvarhannsæmdurþjónustumerkinu úr gulli, fyrir langa og góöa þjónustu og félagsstart og geröur aö heiöursfé- laga, og Tómas Þorvaldsson, formaöur, en hann haföi áöur hlotiö gullmerklö og geröur aö heiöursfélaga. Fiskifélag (slands réð Jón E. Bergsveinsson í sína þjónustu til þess að ferðast um landi sem erindreki í þágu slysavarna. Jón vann mikið og óeigingjarntstarf, sem aldrei verður fullþakkað. Árangur af starfi hans var stofnun Slysavarnafélags ís- lands árið 1928. Á einni af ferðum slnum kom Jón Bergsveinsson til Grinda- víkur. Það var 2. nóvember 1930. Boðað var til stofnfundar Slysavarnadeildarinnar Þor- björns. Á fundinn komu 56 karlar og konur og gerðust þau öll stofnfélagar. Fyrsti formaður slysavarna- deildarinnar var kjörinn Einar Einarsson í Krosshúsum, og var það í 3 ár. Ritari var Ingimundur Guðmundsson í Hraunteigi og gjaldkeri Eiríkur Tómasson á Járngerðarstöðum. Aðrir sem verið hafa formenn deildarinnar eru: Eiríkur Tómasson I 8 ár, Marel Eiríksson í 3 ár, Sigurður Þorleifsson í 25 ár, Eiríkur Alex- andersson í 7 ár og Tómas Þor- valdsson í 5 ár. Með honum eru stjórn Árni G. Magnússon ^SKCl^ burður. Fyrsta björgun manna úr sjávarháska hér við land með fluglínutækjum. Arið 1933 strandaði Skúli fógeti frá Reykjavík skammt frá Ræningjaskeri austan við Stað- arberg. Strandið bar að með lágum sjó í veltubrimi, roki og byl. Við hin erfiðustu skilyrði tókst slysavarnadeildarmönn- um að bjarga 24 af áhöfn skipsins, en 13 drukknuðu. Verður báðum þessum strönd- um gerð betri skil hér síðar í kvöld. Hinn 6. september 1936 strandaði línuveiðarinn Trocadero frá Grimsby við Hestaklett á Járngerðarstaða- fjöru með 14 mannaáhöfn. Skip- ið strandaði alllangt frá landi. Útfiri er þarna mikið, miklarflúð- ir, sem brýtur nær alltaf á, jafn- vel í sæmilegu veðri. Öllum skip- verjum var bjargað. Nú varð nokkurt hlé á skips- ströndum viö Grindavík og starf- semi deildarinnar var í nokkurri lægð. Ætíð var þess þó gætt að hafa tækjabúnað í lagi, ef á þyrfti að halda. Merkinu var haldið á

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.