Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 6
STARFSFÓLKIÐ í JÖKLI ÁRIÐ 1939
Fremst: Jórunn Ragnarsdóttir, Ingibjörg Jónsdóttir, Lára Júlíusdóttir, Þór-
unn Jónsdóttir, Kristín Magnúsdóttir, Laufey Guðmundsdóttir, Ingibjörg Ey-
vindsdóttir Bergmann. 2. röð: Júlíana Jónsdóttir, Magnea Magnúsdóttir,
Kristín Jóhannsdóttir, Sigríður Stefánsdóttir, Guðfinna.Einarsdóttir, Margrét
forfadóttir, Valgerður Arnoddsdóttir, Rósa Þorsteinsdóttir. 3. röð: Páll Páls-
son, Guðmundur Jónsson, Elías Þorsteinsson, Jón Magnússon, Bjarni
Sveinsson, Þórður Pétursson, Ingibergur Jónsson, Þorleifur Bjarnason. 4.
röð: Anna Bergmann, Sesselja Jónsdóttir, Björg Jóhannesdóttir, Guðrún
Einarsdóttir, Stefania Bergmann, Guðlaug Gísladóttir, Viktoría Sigurjóns-
dóttir, Guðrún Árnadóttir, Margrét Kristjánsdóttir.
una. Því til staðfestingar má m.a.
benda á það, að skömmu eftir
stofnun Útvegsbændafélags
Keflavíkur, nánar tiltekið 20. okt.
1936, var á félagsfundi sam-
þykkt tillaga þess efnis, að fé-
lagið byggði hraðfrystihús. Elías
var þá einn af stjórnarmönnum
félagsins og er sennilegt að
hann hafi staðið framarlega í
flokki þeirra sem vildu að áform
tillögunnar yrði sem fyrst að
veruleika. Alla vega varð hann
einn af frumkvöðlum þess að
koma hér hraðfrystiiðnaði á fót,
þó öðruvísi væri að því staðið en
tillagan gerði ráð fyrir. Síðar
varð Elías einn af stofnendum
Sölumiöstöðvar hraðfrystihús-
anna og í forsvari þeirra sam-
taka til æviloka.
Fiskreitarhúsið hans Elíasar
stóð á stórum fiskreitsuð-vestur
af Vatnsnesbás og það varð sem
sagt hlutskiþti þessa húss að
hólfast niður i þrjá litla frysti-
klefa og vinnslusal og vera þar
með orðið hraðfrystihús. Eitt
það fyrsta sinnar tegundar á
landinu og þaö fyrsta hér á Suð-
urnesjum. Þar með var hafinn
hér rekstur þeirraratvinnugrein-
ar, sem síðan hefur oröið ein
mesta lyftistöng til framþróun-
ar hér á Suðurnesjum, sem og
annars staðar hérlendis. Von-
andi á hraöfrystiiðnaðurinn eftir
að dafna vel og lengi samhliða
öðrum fiskvinnslugreinum eldri
sem yngri. En vissulega dylst
engum sem til þekkir, að hrað-
frystiiönaðurinn hefur átt í vök
að verjast að undanförnu og
horfurnar í þessari höfuð fisk-
vinnslugrein okkar eru ekki eins
góðar og æskilegt væri.
Uþp úr þeim litla vísi að frysti-
húsi, sem hér um ræðir, þróaðist
smám saman eitt af stærstu og
afkastamestu hraðfrystihúsun-
um í Keflavík um langt árabil,
Hraðfrystihúsið Jökull, sem þeir
stofnuðu og ráku lengst af
meðan rekstur þess stóð, Elías
Þorsteinsson, Þorgrímur St. Eyj-
ólfsson og Þórður Pétursson.
Allir störfuðu eigendurnir ötul-
lega við rekstur frystihússins.
Elías og Þorgrímursáu lengstaf
um framkvæmdastjórnina og
reikningshaldið, en báðir
gegndu þeir samhliða þessu
öðrum störfum. Þórður starfaði
hins vegar óskiptur við frysti-
húsið sem frystihússtjóri alian
þann tíma sem sameignarfélag
þeirra starfaði, en það hætti
starfsemi sinni árið 1975.
Nú er Þórður sá eini þeirra
þremenninganna sem á lífi er,
og hér á eftir fer frásögn hans af
stofnun og upþbyggingu fyrir-
tækisins.
Þórði Péturssyni segist
svo frá:
„Aödragandi þess að ég gerð-
ist einn af stofnendum Jökuls
var á þessa leið: Eitt sinn er ég
var á gangi á Hafnargötunni í ná-
grenni við heimili Þorgríms St.
Eyjólfssonar, æskufélaga míns,
kallaði hann til mín af tröþþun-
um og bað mig að koma inn til
sín, því hann þyrfti að ræða við
mig ákveðið mál. Nú, málið var
það að þeir voru að vinna að því
að stofna sameignarfélag til að
koma á fót hraðfrystihúsi, hann
og Elías, og þá vantaði þriðja
manninn í félagið, mann sem
lagt gæti fram þriðja hluta þess
fjár sem til þyrfti, en það voru 10
þúsund krónur. ,,Og þú ert mað-
urinn sem okkur hefur dottið í
hug að gott mundi vera aö fá til
liðs við okkur í félagsskaþinn,"
sagði Þorgrímur.
Að sjálfsögðu gat ég ekki
tekið ákvörðun um þetta mál
þarna á stundinni. Sannast
sagna kom erindi Þorgríms mér
nokkuð á óvart, þó ég mætti að
sjálfsögðu búast við frumlegum
og gjörhugsuðum málum, sem
væru að brjótast um í huga hans
og hann hefði áhuga á að ræða
við vini sína á förnum vegi. Nú
það var langt frá að þess væri
krafist að ég tæki ákvörðun um
þetta mál þarna samstundis,
enda um stórmál að ræða, því 10
þúsund krónur voru miklir pen-
ingar á þessum tíma oq öðru
nær en slík summa væri hrist
fram úr erminni á krepputíma
fjórða áratugarins.
Mér leist strax vel á að gerast
þátttakandi í félagsskapnum og
þeirri vinnu, sem reksturinn
mundi þurfa á að halda frá minni
hendi. Þess vegna réðst ég í það
af fullum krafti að verða mér úti
um það fé, sem til þurfti. Og þar
með var því komið í kring, að við
félagarnir stofnuðum fyrirtækið
með 30 þúsund kr. hlutafé.
Reksturinn hófst
15. sept. 1937
Að mörgu var að hyggja við
uppbyggingu rekstursins þó
smár væri í sniðum í upphafi,
enda fiskhúsið sem reksturinn
hófst í, lágreist og óþénugt til að
þjóna sínu nýja hlutverki.
Fyrstu frystitækin voru smið-
uð hjá Héðni. Voru það
svonefnd þækiltæki og var not-
aður klórkalsíum-þækill. Var
hann geymdur í stóru keri og
dælt í hringrás í gegnum frysti-
tækin. Frystivélarnar voru frá
Sabro í Danmörku, en umboðs-
maður fyrir þær vélar var Björg-
vin Frederiksen. Á vélarnar var
notaður sjór til kælimyndunar.
Sjónum var dælt upþ við klaþþ-
irnar norðan við frystihúsið, en
oft olli það vandræðum að þang
og drasl vildi setjast í sigtið á
enda sjóleiðslunnar, þegar hreyf
ing varásjó við klappirnar, og þá
stíflaðist allt.
Haraldur Erlendsson hét fyrsti
vélamaðurinn hjá okkur, en
hann var aðeins stuttan tíma.
Hann var frá Reykjavík. Sigurð-
ur Sigurðsson tók við vélgæsl-
unni af honum og var hann síðan
vélamaður hjá okkur alla tíð upp
frá því. Hann var um áttrætt
þegar við hættum rekstrinum og
er hann enn furðu hress þrátt
fyrir háan aldur, og kann frá
mörgu að segja.
Pétur Þóröarson í fiskmóttökunnl
Handflökun Snyrtlng, vlgtun og pökkun
FAXI-6