Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 20
Óskar Guðjónsson
Sandgerði - Minning
Fæddur 28. október 1920.
Dáinn 22. desember 1981.
Laugardaginn 2. janúar var til
moldar borinn frá Hvalsneskirkju
Oskar Guðjónsson, múrarameist-
ari, 61 árs að aldri. Hann andaðist
á heimili sínu aðfaranótt 22. des-
ember. Enginn vissi til að hann
hefði kennt sér meins og hann
fékk því að kveðja þennan heim á
þann hátt sem hann hafði óskað
sér, það var að fá að sofna út af.
Ég hitti hann nokkrum dögum
áður, hressan og glaðan að vanda,
því þannig var hann alltaf, glaður
og jafnlyndur. Ég minnist hans
hér með nokkrum orðum. Ég lærði
hjá honum múraraiðn og var hans
fyrsti nemandi. Það varð mér mik-
ið lán, því hann var einstakur
vinnufélagi og félagi í orðsins
fyllstu merkingu. Lífsgleðin sem
hann hafði að leiðarljósi, hvað
sem á móti blés, varð mér einnig
lærdómur.
Leiðir okkar lágu sömuleiðis
saman í félagsstörfum. Hann var
einn af stofnendum Múrarafélags
Suðurnesja og sat í stjórn þess í
mörg ár, jafnframt er við stofnuð-
um Múrarameistarafélag Suður-
nesja var hann kjörinn í stjórn
þess og sat þar til dauðadags.
Einnig völdum við hann í stjórn
Suðurnesjaverktaka til forystu
fyrir okkar stétt. Hann var for-
maður prófnefndar múrara í
fjölda ára. Þessi upptalning Iýsir
því hvað við bárum mikið traust
til hans, því að öll störf hans ein-
kenndust af velvilja fyrir því að
gera sem réttast og best í einu og
öllu og leysa hvern vanda með
friðsemd.
Hann starfaði einnig að félags-
málum í sínu byggðarlagi, bæði
sem formaður Sjálfstæðisfélags
Miðneshrepps og í hreppsnefnd
sat hann í mörg ár.
Óskar fluttist 6 ára gamall frá
Bakkafirði til Reykjavíkur og ólst
þar upp hjá foreldrum sínum,
Guðjóni Sæmundssyni og Ingi-
björgu Árnadóttur. Móðir hans og
hálfsystir voru blindar. Þess
vegna skildi hann svo vel þörfina
að styrkja og efla starfsemi þeirra
sem hafa starfsorku og innra ljós
en verða að lifa í myrkrinu, og
hann studdi dyggilega það starf
sem unnið er fyrir þá blindu.
Hann var líka trúaður maður. Það
vissum við sem þekktum hann vel.
Hann kynntist starfi hjá KFUM
sem barn og unglingur og þaðan
fékk hann einnig gott vegarnesi
eins og úr foreldrahúsum.
Hann giftist Lilju Jósefsdóttur
frá Síreksstöðum í Vopnafirði.
Þau byrjuðu þröngt að búa eins og
flestir og innréttuðu bílskúr mjög
smekklega en síðar byggði hann
þeim mjög myndarlegt hús og áttu
þau þar fallegt heimili. Þaú eign-
uðust 2 dætur sem báðar eru upp-
komnar og búnar að stofna sín
heimili.
Við félagarnir úr múrarastétt-
inni þökkum fyrir óeigingjarnt
starf og sendum samúðarkveðjur-
til ekkju hans og fjölskyldu.
Einnig sendum við hjónin inni-
legar samúðarkveðjur til Lilju,
dætra þeirra og annarra fjöl-
skyldumeðlima. En fóstra mínum,
eins og ég nefndi hann ævinlega,
sendum við hinstu kveðju.
Far þú í friði, friður guðs þig
bless'- Óli Þór Hjaltason
ELfN J. MAGNUSSEN
Framh. af bls. 19
En aö eiga að lýsa öllu því
starfsþreki og starfsgleði sem
Ella bjó yfir er ekki á mínu færi,
aðeins get ég sagt, að enga hef
ég þekkt slíka. Það var oft með
ólíkindum hverju hún gatafkast-
að, og allt var það með gleði
gert.
í áratugi vorum við Ellasaman
í saumaklúbb, við vorum sex í
mörg ár, tvær eru nú horfnar úr
hópnum og beggja mikið sakn-
að. I saumaklúbbnum okkarvar
oft glatt á hjalla og þar átti Ella
stóran hlut. Oft fórum við í smá-
ferðalög, í leikhús, í berjatúra
eða bara eitthvað „austur fyrir
fjall“. Og þegar Ella varð sextug
fórum við fjórar úr klúbbnum til
Kaupmannahafnar, haldið var
upp á afmæli Ellu í Tívolí og
mikið hlegið og skemmt sér. En
hámark þeirra ferðalaga er við
Ella fórum saman var er hún
varð 75 ára og tengdafólkið
hennar bauð henni til Færeyjatil
að halda upp á afmælið, og eins
marga kunningja og vildu koma
mátti hún taka með sér. Við
vorum 9 sem fórum með henni
og Stíg, og dvöldum með henni í
Færeyjum í 2 vikur. Það var
mikið um dýrðir í Tjörnuvík á af-
mælinu. 100 manna veisla og
veitt af mikilli rausn. Við fórum
með Ellu í ótal heimsóknir til
tengdafólksins hennar og
kynntumst af eigin raun því
góða sambandi er þarna var á
milli. Og þeirri gestrisni er við
urðum þar aðnjótandi gleymum
við áreiðanlega aldrei. Þegar
samtíðarmenn hverfa héðan af
heimi sem maður hefur
umgengist meira eða minna í
áratugi, er margs að minnast.
Það er gott að minnast Ellu,
minnast hennar eins og hún
oftast var, kát og hress og
önnum kafin í þeim störfum er
hún vann að hverju sinni, en
samt alltaf tilbúin að gera manni
greiða ef með þurfti. Það var
gaman að spjalla við hana og
heyra hana segja frá spaugileg-
um atvikum eins og henni var
lagið. Ekki vorum við alltaf sam-
mála um menn eða málefni, en
einn af kostunum hennar Ellu
var sá, að óhætt var að segja um-
búöalaust það sem manni fannst
um hlutina, hún gerði það sjálf
og tók ekki illa upp þó aðrir
gerðu eins.
Og svo er bara að kveðja hana
Ellu og þakka henni ótal
skemmtilegar stundir frá okkar
fyrstu kynnum. Óska henni árs
og friðar og umfram allt, nóg að
starfa, séu þau skilyrði fyrir
hendi þar sem hún nú dvelur.
Fóstursyni þeirra Ellu og Óla
óska ég þess að hann megi upp-
fyllasem flestar þærvonirer þau
bundu við hann. Þá mun honum
vel farnast.
Grindavík, 19. jan. 1982.
Fjóla Jóelsdóttir
KEFLAVÍK
ÚTSVÖR
AÐSTÖÐU
GJÖLD
1. gjalddagi fyrirframgreiðslu
útasvara og aðstöðugjalda var
1. febrúar sl.
Gerið skil á gjalddögum og
forðist þannig dráttarvexti og
önnur óþægindi.
Dráttarvextir eru 4.5% á
mánuði og falla á ógreidd gjöld
15. febrúar.
Innheimta Keflavíkurbæjar
Munið að panta fermingar-
myndatökurnar tímanlega.
LJÓSMYNDASTOFA
SUÐURNESJA
Hafnargötu 79 - Kefiavik - Simi 2930
FAXI - 20