Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 17

Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 17
arhring. Þannig var þetta allan tímann sem ég var á Svaninum, til 1924. Svona var þetta líka þegar netavertíð hófst, þá voru allir karlarnir til sjós. Þá vorum við með netin ýmist úti á Hrauni eða vestur á Köntum, á 70-80 faðma dýpi. Við urðum að þræla okkur út við að hala bæði ból- færi og 5-6 netatrossur, á handafli. Annað þýddi ekki að orða. Þegar fór að vora fluttum við netin inn í Garðsjó og undir Stapa, þangað sem þá var ágætis reitingur. Einn morgun í blíðskaparveðri ver farið að vitja um netin. Talaðist þá svo um milli hásetanna á útleið, að allir skyldu vera samtaka um að vera húðlatir við dráttinn og með því reyna að fá því framgengt að spilið yrði notað. Þegar kom að fyrsta duflinu drógum við færið afar hægt og þyngslalega, svo lítið gekk. Að nokkrum tíma liðn- um spurði formaður hvort stjór- inn væri fastur, og sögðum við það vera. Sagði hann þá að við mættum setja færið á spilið. Við brugðum fljótt við þeirri skipun, en fórum hægt og gætilega að reyna að losa stjórafjandann. Loks léttist drátturinn. Eftir það vorum við ekki svipstund að hala inn færið. Og þegjandi og hljóðalaust drógum við alla trossuna á spilinu og vorum helmingi fljótari en að tosa þessu inn á handafli. Eftir þenn- an róður var spilið látið hafa erfiðið, en mannskapurinn var að mestu óþreyttur, og þar sem þetta tók nú miklu styttri tíma að tosa inn netunum, þá styttist einnig vera okkar á sjónum að sama skapi. Hvernig Högni sparaði útgerðinni tugi þúsunda með nýtni sinni Hér má ég til með að minnast eldra manns, sem varmeöokkur í landverkun allan tímann sem ég var við Svaninn. Hét sá maður Högni Ketilsson og átti heima í Koti. Sá bær stendur enn, að visu nokkru stærri en hann var þá, en hann er nú skráður nr. 4 við Hafnargötu. Högni hafði linustubb sem kall- að var, 75-80 króka, og hálft net á netavertíðinni. Högni var að mestu leyti við línuna, að stokka UPP og beita, einnig við neta- bætingu og að hnýta poka utan um netakúlur. Einn starfa enn hafði Högni hjá útgerðinni. Það var venja á þeim tíma, þótt lygi- le9t sé, að hirða sem mest af önglum sem slitnuðu af línunni í drætti og koma með önglana í !and. Þessa öngla fékk Högni til varðveislu og lagfæringar. Lét hann þá liggja í vatni þar til öll selta var af þeim, þurrkaði þá því næst inni í bökunarofni, tók síðan af þeim ónýta tauma og lagfærði þá króka sem aflagast höfðu. Ef öngull hafði oddbrotn- aö, þá tók hann þjöl og svarf nýjan odd á hann. Að síðustu hnýtti hann á þá nýja tauma. Þetta höfðum við svo til þess að bæta á línuna þar sem taumar höfðu slitnað. Það voru tugir þúsunda, sem Högni gamli sparaði útgerðinni með þessari einstöku nýtni. Af þessu lærðum við yngri menn- irnir nýtni á öðrum sviðum, sér- staklega kom þetta f ram í því, að nú fórum við að nostra við að fá fiskinn hvítan og fallegan úrsalt- inu, til þess að fá sem mest af honum í 1. flokk. Lögðum við því áherlsu á að vanda þvottinn á fiskinum i saltið og svo einnig að gæta þess að fiskurinn fengi nægilegt salt. Þá var allur fiskur saltaður í stafla. Við sem ráðnir vorum upp á hlut, þénuðum mest á því að fiskurinn væri sem best verkaður, því þá var allur fiskur sólþurrkaður. Meðan ég var á Svaninum féll fiskurinn þannig í mati, að um 90%fóru í 1. flokk. Útilega i Jökuldjúpi. - 70 tima svefnlaus þrældómur Mig langar til að lýsa einni sjó- ferð, sem við fórum á Svaninum, ég held vorið 1924, meðan útilegan stóð yfir. Við lögðum af stað að heiman nokkru eftir hádegi í blanka logni og blíðu, og sigldum vestur á Kanta. Þegar þangað kom vorum við búnir að beita þá línu sem leggja átti í það skipti. Alltvartilbúiðog þegar byrjað að leggja 16 bjóð. Þegar búið var að leggja línuna var strax farið að beita næstu lögn með sama bjóðafjölda og þegar þaö var afstaðið var borð- að og drukkið í rólegheitum. Að því loknu var línan lögð. Nú áttum við 32 bjóð í sjó, og þá var byrjað að draga línuna, sem fyrst var beitt, því nægur legu- tími var kominn á hana. Fiskur var sæmilegur á lögninni. Þegar búið var að draga línuna var strax farið aö gera að aflanum, koma honum í lest og salta. Þannig var haldið áfram sleitu- laust, að beita, leggja línuna og draga, og gera að aflanum, sam- tals í 70 klukkustundir, að und- anskildum einum klukkutíma, sem við fengum að sofa, vegna þess að síðasta lögnin var ekki búin að vera nógu lengi í sjó. Þegar búið var að ná inn síðustu lögninni og koma aflanum fyrir í lestinni, var lestin full af söltuð- um fiski og á dekki var óslægður fiskur eins og hægl varað koma. Og nú var siglt í land með góðan afla og örþreyttan mannskap, eftir ófyrirgefanlegan þrældóm og svefnleysi. Þannig var útileg- an stunduð í alltof mörgum til- fellum í þá daga, enda gáfust margir upp á þessari atvinnu. Ekki gafst skipshöfnin áSvan- inum samt upp á þrældómnum. Þegar búið var að losa skipið, var komið kvöld og við í þann veginn að fá okkur hænublund, kom Albert skipstjóri og bað okkur að mæta kl. 9 að morgni í næstu útilegu. Var því vel tekið af öllum. Á réttum tíma um morguninn mætti skipstjórinn, en ekki einn einasti af skipverj- unum. í þá daga var ekki sími að hlaupa í og hringja, svo Albert varð að labba af stað og ræsa karlana. En þar hafði hann ekk- ert nema erfiðið, því ekki var hægt að vekja einn einasta mann. Þannig fór með sjóferð þá, og skipstjórinn rólaði heim og lagði sig. Þannig fengum við aö sofa alla næstu nótt í róleg- heitum. En um morguninn vorum við allir mættir á tilsett- um tíma og sigldum út á miðin. Eftir þetta fengum við í flest- um tilfellum þriggja til fjögurra tíma hvíld í sólarhring, og fannst okkur það ágætt og enginn gafst upp í þrældómnum vertíðina út. En fleiri sumarvertíðirfórég ekki á útilegu. Ógleymanlegar stundir, þrátt fyrir allt Þótt mér fyndist útilegan til sjós leiðinleg og tilbreytingar- lítil, komu þó fyrir stundir, sem eru mér ógleymanlegar. Þegar við fluttum okkur af Köntunum í Jökuldjúpið var veðurblíðan dá- samleg með glampandi sól dag eftir dag og hafið eins og heiðar- tjörn. Var þávissulegagaman að lifa og vera til. Og ekki spilltu kvöldstundirnar dýrðinni. Þær voru ógleymanlegar, þegarsólin var að nálgast hafsbrúnina í vestri og smáhvarf í djúpið. Þá blátt áfram gleymdi ég stað og stund, allri þreytu og svefnleysi, vegna þeirrar dásemdar og dýrðar, sem ég varð aðnjótandi. Mér fannst ég blátt áfram sjá gullna hliðið opnast og ég horfa inn i dýrð himinsins. Ég hef aldrei fyrr né siðar orðið fyrir slíkum áhrifum. Framhald í næsta blaöi NJARÐVÍK ÚTSVÖR AÐSTÖÐUGJÖLD Fyrirframgreiðsla 1982 Greiða á 70% af álögðum gjöldum síðasta árs með fimm jöfnum gjalddögum, 1. febr., 1. marz, 1. apríl, 1. maí og 1. júní. Skorað er á gjaldendur að standa skil á hverri greiðslu svo komist verði hjá kostn- aði. - Dráttarvextir eru nú 4.5% á mánuði. Bæjarsjóður - Innheimta FAXI - 17

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.