Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 11

Faxi - 01.01.1982, Blaðsíða 11
t MINNING Bjarni Albertsson Fæddur 28. marz 1922 Dáinn 22. desember 1981 Rétt í þann mund sem loka- hönd skyldi lögð á undirbúning jólahátíðarinnar, þeirrar miklu fagnaðarhátíðar kristinna manna, þá færðist óvæntur sorgarskuggi á himin okkar. Sú fregn barst um bæinn að morgni hins 22. des., að Bjarni Alberts- son hefði orðið bráðkvaddur snemma nætur. Okkur, vinum hans, var að vísu kunnugt um að Bjarni gekk ekki heill til skógar næstliðna mánuði, og að sjúk- leiki hans væri eins og falinn eldur, en að leiðirmynduskiljast með svo snöggum hætti sem raun varð á, gat mann ekki rennt grun í. Það var að minnsta kosti ómögulegt að ímynda sér þessi skyndilegu umskipti, þegar við tveir fórum af síðasta Lionsfundi og beint í íþróttahúsiðtil þessað horfa þar á körfuboltakeppni, og ég ók honum að lokum heim til sín, glöðum og mjög ánægðum, enda haföi heimaliðið unnið góðan sigur, og auðvitað dró það ekki úr gleði hans að sonur hans átti þar stórgóðan hlut. En síðasta vegferðin tekur oft undra stuttan tíma, þó öðrum reynist hún torsótt- ari, og það er í raun viss huggun, að vinir manns þurfi ekki að heyja þrautastríð, oft langt, við dauðann, sem sigrar þó alltaf að lokum. Og þótt fagnaðarhátíð jólanna breytti verulega um svip í hugum okkar, ættingja og vina Bjarna, þá boðar þó einmitt fæðing Krists hina miklu og huggunar- ríku von upprisu og nýs og bjart- ara lífs. Bjarni Albertsson var fæddur hinn 28. mars 1922. Hann var sonur hjónanna Lísbetar Gests- dóttur og Alberts Bjarnasonar, sem hér bjuggu, en Albert var kunnur sjósóknari og útgerðar- maður, og setti hann verulega svip sinn á útgerðarmál hér í bæ á sinni tíð. Albert er nú látinn, en Lísbet lifir son sinn. Bjarni var borinn og barn- fæddur Keflvíkingur. Hér ólst hann upp og hér starfaði hann öll sín ár að heita má, að undan- skildum námsárum sínum í Verslunarskóla (slands og ársdvöl við nám í Bandaríkjun- um, og nokkra mánuði að versl- unarprófi loknu sem hann starf- aði hjá Eimskipafélagi (slands. Bjarni hafði þá í orðsins fyllstu merkingu séð bæinn okkar vaxa úr til þess að gera litlu sjávar- plássi í myndarlegan kaupstað. Bærinn var honum einstaklega kær, og allir hinir margvíslegu þætti bæjarlífsins sem til fram- fara horfðu og bættu og fegruðu mannlífið í bænum, voru honum sérlega hugleiknir. Trúr uppruna sínum helgaði Bjarni fyrstu starfsár sín sjávar- útvegi og fiskvinnslu, starfaði við útgerð og frystihús föður síns og var orðinn meðeigandi hans að fyrirtækinu. Og enda þótt hann sneri sér að öðrum störfum síðar, þá áttu málefni þessara undirstöðuatvinnuvega þjóðfélagsins þó alla tíð mjög sterkar rætur í huga hans. En hann var þó enn mjög ungur maður, er hann réðist til starfa hjá Keflavíkurbæ, og um árabil og allt til hinstu stundar var hann aðalbókari bæjarins. Þau vandasömu störf vann Bjarni af hinni mestu samvisku- semi, lipurð og vandvirkni. Bjarni var mjög félagslyndur maður og tók ávallt virkan þátt í starfi þeirra félaga sem hann var í. Auk margs annars nefni ég hér aðeins, að hann var einn af frumkvöðlum að stofnun Lions- klúbbs hér í Keflavík fyrir 25 árum síðan, og aftur, en miklu seinna, var hann einn af hvata- mönnum þess að Oddfellow- stúka var stofnuð hér í bænum. Á þessum vettvangi þekkti ég mæta vel til félagslegs áhuga Bjarna, hversu annt honum var um vöxt og viðgang beggja þessara félaga, og hversu vel hinar mannúðarlegu og menn- ingarlegu hugsjónir þeirra féllu að skapgerð hans. Hér var hann þátttakandi, heill og óskipturog ávallt reiðubúinn til allra þeirra starfa, sem hann var kallaður til á þeirra vegum. Bjarni lét einnig þjóðmál veru- lega til sín taka, og var ávallt mikill og dyggur stuðningsmað- ur Sjálfstæðisflokksins, og á yngri árum sínum mikilvirkur í starfi á vegum flokksfélaga hér, einkum í starfi við kosningar, en þar naut hann sín einkar vel, eins lipur og þægilegur og hann var í viðmóti við alla. Hann var um skeið í hreppsnefnd fyrir flokk sinn, og var m.a. fulltrúi hans í fyrstu bæjarstjórn, eftir að Kefla- vík öðlaðist kaupstaðarréttindi. Á síðari árum dró hann sig heldur til baka á þessum vettvangi, taldi það enda ekki rétt að taka virkan þátt í pólitík, eftir að hann gerðist aðalbókari bæjarins. Bjarni var maður fróðleiksfús og hafði sérstaklega mikið dá- læti á þjóðlegum fróðleik og ætt- fræði, og varð því eins og slíkum mönnum er tamt, mjög fróður um menn og margvísleg málefni og öll umræða á þessu sviði var honum einkar hugleikin. Bjarni var einstaklega hugljúf- ur maður og háttvís, og án þess að maður gerði sér nánar grein fyrir þvi, leið manni alltaf einkar notalega í návist hans. Það var eins og honum sárliði illa, ef ill- deilur voru uppi, og hann virtist hliðra sér hjá að standa í útistöð- um við menn. Hann vildi einungis eiga gott við menn, bæði í orði og verki. Bjarni var kvæntur Ingibjörgu Gísladóttur, hinni mestu ágætis konu, og höfðu þau búið sér hið glæsilegasta heimili hér í bæ. Þau eiga einn kjörson uppkom- inn, Þorstein, sem var og er enn mikill íþróttagarpur, og dró það vitaskuld ekki úr þeim mikla áhuga sem Bjarni hafði á íþrótt- um, enda sjálfur liðtækur vel á slíkum vettvangi sem ungur maður. Ég og fjölskylda mín vottum þeim Ingu og Þorsteini innileg- ustu samúð okkar á stund sorg- arinnar. Megi birtaogylurhækk- andi sólar færa þeim blessun með nýju ári, og huggun hinsal- máttuga i harmi. NÝKOMIÐ Mótakrossviður Vatnslímdur birkikrossviður Hurðakrossviður Vatnsþéttar spónaplötur Masonitplötur Fokkuborð Vatnsrör, svört og galv. Fittings Koparrör Koparfittings Rennilokur Vatnskranar Ofnkranar KAUPFÉLAG SUÐURNESJA JÁRN & SKIP FAXI-11

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.