Faxi

Årgang

Faxi - 01.01.1982, Side 5

Faxi - 01.01.1982, Side 5
STOFNENDUR JÖKULS Kristján A. Jónsson: JOKULL HF. - fyrsta hraðfrystihúsið á Suðurnesjum Aðdragandi og upphaf hraðfrystiiðnaðar í Keflavík Stutt forsaga Stakkstæöin eða fiskreitirnir, eins og stakkstæðin voru einnig nefnd, og fiskhúsin, sem á þeim stóðu, afmást ekki úr hugum þess fólks, sem núer komið um og yfir miðjan aldur og átti þvi láni að fagna að fá að taka þátt i þvi starfi, að breyta fullstöðnum blautum saltfiski i sólþurrkaðan fisk. Sú var tiðin hér um slóðir um langt árabil, að reitavinnan var nánast eina atvinnan, sem til féll aö sumarlagi hjá þvi fólki, sem ekki fékkst við búskap, þvi hin hefðbundnu gjöfulu fiski- mið Suðurnesjamanna gáfu litt eða ekki þorsk aö sumarlagi. Má því heita að útgerð á þær slóðir hafi legið niöri yfirsumar- ið, því ekki var hægt að nokkru marki við rikjandi aðstæðurað koma þeim fisktegundum, sem þá öfluðust, í verð á erlendum mörkuðum. A þessum tima var þvi alsiða að fjöldi ungs og fullfrisks fólks af Suðurnesjum og þá ekki hvað sist sjómenn, færu norður og austur á land i atvinnuleit yfir sumartimann, þannig að haft var á orði að á sumrum væru hér aöeins börn og gamalmenni. Að sjálfsögöu þurfti að afla sjófangs handa þeim sem heima voru og dugði þá oftast að róa á smáskektum út i þarann og hlaut þá margur unglingurinn holla leiðsögn hjá þeim öldnu leiðbeinendum sem áttu að baki langa skólagöngu i lifsins skóla. Útflutningsskýrslur sýna aö um 1800 fer að gæta að ráði þurrkaðs saltfisks i útflutningi landsmanna. En aílt fram til 1700 er skreiðin nær einráð i fiskútflutningi okkar, enda þurfti hún ekki annað til sin en þurrviðri og vinnuafl, sem hvort tveggja var tiltækt, en salt var aftur á móti afskornum skammti langt fram eftir öldum. Litið var um saltvinnslu innanlands og vandkvæðum bundið að flytja salt yfir hafió á opnum eða hálfopnum skip- Frá þurrfiski til freöfisks En þaö var ekki minna um vert aö skjóta fleiri stoðum undir úr- vinnslu sjávaraflans. Brýna nauðsyn bar til að tryggja ör- uggari afkomu og stöðugri atvinnu. Margir höfðu orðiö fyrir þungbærri reynslu, þegar salt- fiskmarkaðurinn hrundi í krepp- unni miklu og sú reynsla færöi mönnum heim sanninn um það, að nauðsynlegt væri að hafa meiri fjölbreytni í verkun aflans. Fiskimálanefnd var stofnuð í þessu skyni árið 1934 og fyrir hennar tilstilli var skreiðarverk- un hafin hér að nýju. En stærsta og heilladrýgsta skrefið var að koma á fót hrað- frystiiðnaði. Vagga hraðfrystiiönaðarins hér á Suðurnesjum stóð í einu þessara fiskreitarhúsa, sem um var fjallað hér að framan. Eig- andi þess húss var Elías Þor- steinsson útgerðarmaður, sem bjó á Sunnuhvoli hér í Keflavík. Elías hefur snemma bundið miklar vonir við hraðfrysting- Framh. á næstu siðu Þorgrímur St. Eyjólfsson Þórður Pétursson Elías Þorsteinsson um. Saltleysið stóð þvi i vegi fyrir þvi að saltfiskverkun yrði umtalsverð hérlendis þar til á siðari öldum, eftir að skip urðu stærri og siglingar reglulegri. A seinustu áratugum hafa fiskreitirnir verið að hverfa undir byggð og fiskhúsin sem þeim tilheyrðu hafa einnig orðið að víkja fyrir byggingum hins nýja tima. Viða þar sem nú er þéttbyggt gaf fyrrum á að líta hvitar breiður saltfisks á sól- björtum sumardögum, eða tignarlega lagaða saltfisksstakka, sveipaöa hvitum seglum, þegar svo bar við að horfa. Reita- húsin sem stóðu á eða við fiskreitina með sínu látlausa sér- stæöa og fastmótaða byggingarlagi, skipa nú að vonum litinn sess í lifsmynd annarra en þeirra sem muna fiskvaskið, pökk- un þurrfiskisns og útskipunina, að ógleymdum ,,vinnufánan- um“, sem trónaði á fánastöng fiskhússins þegarveðurútlitvar vænlegt, og þá varð allt vinnuliðið að drifa sig i fiskbreiðsl- una. En væri ekki flaggað var atvinnuleysi þann daginn að minnsta kosti, og engin var þá kauptryggingin. Enn standa nokkur þessara gömlu fiskhúsa, en þau hafa fyrir löngu verið tekin til annarra nota en þeirra sem þeim var i upphafi ætlað. Og hér um slóðir mun hvergi örla lengur á þvi, sem stakkstæði gæti kallast. Vissulega hefur það löngum verið áhættusamt i okkar um- hleypingasama veöurfari að eiga allt sitt undir sól og regni. Þvi var það stórt spor i framþróunarátt þegar þurrkhús með vélknúnum blásturskerfum komu til sögunnar og leystu að mestu af hólmi fiskreitina og fiskreitarhúsin. Margt er breytt á Vatnsnesl sfðan þessi mynd var tekin, enda er hún liklega um það bil 35 ára gömul. Fremst á myndinni er Hraöfrystlhúsiö Frosti (siöar Snæfell og Atlantor) og til hægrl sór heim aö Framnesi. Sundlaugin er á sfnum staö, óyfirbyggö. Jökull hf. er stóra hvita byggingin og þar sunnan viö f girðingunni er refabú. Lega Bás- bryggjunnar sést vel og á rennibrautinni, sem liggur út i Básinn er ker i smföum, sem nota á i hafnarmannvirki f Vatnsnesvfkinni. Þar upp af eru aögerðarhúsin og beitningarskúrarnlr vlö Básveginn ásamt verslunarpakkhúsi Jóhanns á Vatnsnesi, en þar á mótl eru Vatnsneshúsin. Vatnsnesvitinn er á sinum staö og rúmt um hann, en næst honum sést hvernig Hraöfrystihús Keflavikur hf. leit út um þessar mundir. Siöan er afgreiösia Oliusamlags Keflavikur og birgöatankar. Framan viö tankinn er Hraðfrystistöö Keflavfkur og Keflvikingshúsið lengst til hægri. Á þessarl mynd gefur aö lita öll hraöfrystihúsin, sem þá höföu tekið til starfa i Keflavik, aö þvi næst elsta undanskildu, en þaö er Keflavik hf. faxi - 5

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.