Faxi - 01.01.1982, Side 7
Fyrst var eingöngu
unninn koli
Fyrst unnum við eingöngu
kola í frystihúsinu. Var hann
handflakaður, nema stærsti kol-
inn sem var hausaður, stærðar-
flokkaður og heilfrystur. Flökin
af stærri kolanum voru flokkuð í
únsustærðir og pökkuð í sjö
punda pakkningar. Varð að
pakka flökunum þannig að roð
lægi að roöi, til þess að fiskurinn
tæki ekki lit úr roðinu.
Pakkað var í vaxbornar öskjur,
sem framleiddar voru hjá
Kassagerð Reykjavíkur. Áðuren
frystihúsin komu til sögunnar
hafði Kassageröin nær ein-
göngu framleitt trékassa og við
þurftum einnig á slíkum kössum
að halda fyrstu árin, því framan
af var öskjunum pakkað í tré-
kassa þegar þær komu úrfrysti-
tækjunum og þannig pökkuðum
var freðfiskinum svo skipað út
þegar þar að kom.
Fyrst í stað var hér Englend-
ingur á vegum hinna ensku
kaupenda. Fylgdist hann með
verkun kolans, en framleiðslan
var seld i gegnum Fiskimála-
nefnd. Fyrir nefndinni var Run-
ólfur Sigurðsson. Hann fórst
með Reykjaborginni, sem skotin
var niður á stríðsárunum.
Fyrst í stað var frystihúsið
aðeins rekið á sumrin meðan
koli var veiddur í dragnót. En
fljótlega fórum við að kaupa
gotu til frysttngar á vetrarvertíð
og litlu síðar var farið að vinna
bolfisk af vertíðarbátum. Lengi
framan af var allur fiskurinn
handflakaður. Flökunarvélarn-
ar komu ekki fyrr en löngu síðar.
En þá komu líka til sögunnar
stöðugt fleiri og fullkomnari vei-
ar auk færibandaog annarsslíks
búnaöar, sem allir þekkja í dag,
sem á annað borð hafa eitthvað
kynnst því hvernig verkin ganga
fyrir sig í frystihúsunum núna.
En óhætt er að segja að starf-
semin nú sé æði mikið öðruvísi
en þegar Jökull tók fyrst til
starfa.
Áður en farið var að frysta kola
dragnótabátanna hér heima,
hafði það tíðkast að ísa hann í
kassa og flytja hann þannig út
með togurum eða flutninga-
skipum.
Um tíma frystum vlö
smáskötu
Einn þáttur í starfsemi okkar á
fyrstu 'árunum var vinnsla og
frysting á smáskötu (tinda-
bikkj'u). Var hún skorin upp eins
og stærri skatan og síðan voru
börðin roðflett. Við roðfletting-
una var notaður naglbítur og
haldið á móti með hinni hend-
inni. Reyndi þá mjög á þumal-
fingurinn, einkum fyrst á meðan
roðið var að losna frá. Fiskurinn
var síðan snyrtur til og únsu-
flokkaður og settur í sjö punda
öskjur. Við þetta störfuðu oftast
12-14 manns, og var þetta mikil
og erfið vinna.
Við vorum að ég held með
þeim fyrstu sem hófu skötufryst-
inguna. Síðar byrjuðu svo marg-
ir á þessari verkun. En fljótlega
upp úr því tók skyndilega alveg
fyrir þessa framleiðslu og getur
maöur helst ímyndað sér að
ástæðan hafi verið sú, að ein-
hverjir hafi ekki vandað svo til
verkunarinnar sem skyldi. Skat-
an hefur með öörum orðum
verið farin að kæsast þegar hún
komst í frost.
Allt frá fyrstu tíð háði óhent-
ugt húsnæði starfsemi Jökuls.
Aldrei var hægt að byggja upp
eins og æskilegt hefði verið. Þó
má segja aö steinhúsið, sem við
reistum norðan við gamla húsið,
hafi verið góð bygging, en hún
var aldrei fullgerð eins og teikn-
ingar og áform gerðu ráð fyrir.
Og hugmynd okkar og hugar-
burður var að fjarlægja síöan
gamla húsið og byggja þar upp
að nýju, en því komum við aldrei
í framkvæmd.
Útgerö, saltfiskur,
síld og skreið
Þegar fram liðu stundir fórum
við að frysta síld og seinna feng-
umst við einnig nokkuð við
síldarsöltun. Þetta var á þeim
tíma þegar reknetaveiði stóð hér
með sem mestum blóma á
árabilinu 1950-1960 og síðan
snurpunótaveiði í Faxaflóa. En
hún lagðist niður upp úr miðjum
sjöunda áratugnum.
Saltfisks- og skreiðarverkun
var svo einnig rekin á vegum
fyrirtækisins, eins og hjá öðrum
sambærilegum fyrirtækjum og
uxu og döfnuðu þeir fram-
leiðsluþættir eftir að nælonnet
komu til sögunnar í kringum
1950. Þá tóku vertíðarbátarnir
almennt upp veiðar með þorska-
netum síðari hluta vertíðar, en
um langt árabil þar áður höfðu
vertíðarbátarnir undantekning-
arlítið stundað veiðar með línu
alla vertíðina.
Einnig fórum við út í eigin út-
gerð. Sá þáttur hófst skömmu
eftir 1950 með því að við keypt-
um vélbátinn Sæhrímni af þeim
Gísla Halldórssyni skipstjóra og
Sæmundi Jónssyni. Síðar eign-
uðumst við annan bát meðsama
nafni. Það var stálskip, sem
smíðað var í Stálvík. Aðrir bátar
sem við áttum og gerðum út
voru Sævar, stálbátur byggður í
Hollandi, og Ólafur Magnússon,
sem byggður var í Njarðvík fyrir
Albert Ólafsson og hans félaga,
og keyptum við hann af þeim.“
Vélstjórinn Siguröur
Sigurösson, heimsóttur
Ekki er hægt að skiljast svo við
þetta verkefni að ekki sé gripiö
tækifærið og rætt við hinn
síhressa vélstjóra, Sigurð
Sigurðsson, en hann er fyrsti
keflvíski vélstjórinn, sem starf-
aöi við vélgæslu í frystihúsi.
Sigurður er nú nær 87 ára
gamall en þrátt fyrir það er hann
minnugur og hress í tali og kvik-
ur og snar í snúningum nú sem
fyrr, en nokkuð ersjónin farin að
gefa sig.
Skólun sína í vélameðferð
hlaut Siguröur hjá föður sínum,
Sigurði Gíslasyni í Litla-Garðs-
Siguröur Sigurösson, vélstjóri i
Jökli i 38 ár.
norni, en hann var mótoristi á
fyrsta mótorbátnum í Keflavík,
m.b. Júlíusi, og því fyrsti kefl-
víski mótoristinn.
Sigurður hefur frá mörgu að
segja, sem á daga hans dreif þau
38 ár sem hann starfaði í Jökli,
svo sem vosbúð og erfiðleikum
við sjódæluna úti á klöppunum,
amoníaksprengingu, sem þeytti
þakinu af vélasalnum, sem stóð
sunnan við frystihúsið, svo
dæmi séu tekin. Góðra sam-
starfsmanna og húsbænda
minnist hann með gleði og
þakklæti.
Af þeim vélstjórum sem störf-
uöu með honum í Jökli, minnist
hann sérstaklega tveggja: Þeirra
Þórarins Brynjólfssonar, fóstur-
bróður síns og frænda. Þórarinn
starfaði með honum við vélarnar
síðustu árin sem hann lifði, en
hann dó um aldur fram um 50
ára gamall, úr nýrnaveiki. Hinn
starfsfélaginn var Guðmundur
Magnússon, en þeirra samstarf
stóð í 12 ár.
15 ára gamall hóf Sigurður
vélstjóraferil sinn. Var hann þá
um tíma búinn að vera háseti á
bát á Skagaströnd, þegar vél-
stjórinn forfallaðist og tók hann
þá við vélgæslunni og fórst það
vel úr hendi.
Fleira verður ekki tíundað hér
og nú af spjalli okkar Sigurðar,
en undur mega það teljast
hversu margir af hans ættmenn-
um og skylduliði hafa haslaö sér
völl á sviði alls konar véltækni og
vélgæslustarfa.
Elías Þorsteinsson var stjórn-
arformaður fyrirtækisins til dán-
ardags, 25. marz 1965. Þorgrim-
ur St. Eyjólfsson lifði um tvö ár
eftir að Jökull hf. var seldur nýj-
um eigendum Hann andaðist 12.
des. 1977.
Eins og að líkum lætur veitti
Jökull fjölda fólks atvinnu, bæði
til sjós og lands, og margt af
þessu fólki vann hjá fyrirtækinu
árum saman.
Framh. á bls. 18
STARFSFÓLKIÐ f JÖKLI ÁRIÐ 1952
Sitjandi: Kristján Þór Þóröarson, Þórður Pétursson, frystihússtjóri, Halldóra
Jósefsdóttir, Guömundur Elisson, verkstjóri, Þórhallur Guðmundsson.
Standandi: Sverrir Guðmundsson, Oddur Pálsson, Einar Valgeirsson, Stefán
Ölafsson, Jónas Guðjónsson, Jón Sigurösson, Jón Magnússon, Björn Kjart-
ansson, Karl Kristófersson. Standandl i miöröö: Þekkist ekki, Valbjörn Þor-
láksson, Valdimar Einarsson, Bragi Sigurðsson, Guðfinnur Sigurvinsson,
Ölafur Jónsson, Jósep Einarsson, Árni Júlíusson, Haukur Haraldsson. Aft-
asta röö: Guöný Guðmundsdóttir, Elsa Jósepsdóttir, Erla Eiríksdóttir, Anna
Guðmundsdóttir, Þóra Erlendsdóttir, Helga Auðunsdóttir, Ásta Gunnars-
dóttir, Sigrún Erlingsdóttir, Margrét Sigurbjörnsdóttir, Erla Guðjónsdóttir,
Elísabet Ólafsdóttir.
FAXI-7