Faxi - 01.01.1982, Side 14
minni skemmdum. Fjöldi húsa varö
einnig fyrir skemmdum, þök biluðu
og járn losnaði víða af húsum, eink-
um í Keflavík og Grindavík.
Björgunarsveitir hér á skaganum
voru allar við hjálparstörf og unnu
ómetanlegt starf. Sumir hjálpar-
sveitamanna voru úti alla nóttina og
megin hluta dagsins 3. í jólum. Þetta
er mikið og hættulegt fórnarstarf
sem ber að þakka.
MET SALA
Jólablað Faxa seldist betur í götu-
sölu en nokkru sinni áður, - sölu-
börn, sem voru alls um 70, seldu
1032 blöð. Dreifingin var því mikil,
sum seldu sáralítið en önnur vel,
seldu allt sem þau gátu fengið.
Sigrún Grétarsdóttir varð sölu-
drottning í annað sinn, en Jón Tóm-
asson fylgdi henni fast eftir - annað
skiptið í röð sem hann er í öðru sæti.
Aðeins einn útsölustaður skilaði inn
nokkrum blöðum.
Sigrún Grétarsdóttir, Hrlngbraut 81,
vann sér inn 300 kr. i sölulaun.
ÞAK FAUK ( HEILU LAGI
af Stakkshúsinu úti á Bergi íveðr-
inu í byrjun janúar. Þá gerði mikinn
útsynning með mikilli vindhæð en
stóð skemur. Vindurinn stóð beint
upp á stórar hurðir að bíla- og tækja-
geymslu, og þegar hurðirnar gáfu
sig varð ógurlegur þrýstingur inn
í húsið með þeim afleiðingum að
þakið lyftist í einu lagi og fauk af.
MET AFLI
hefur verið að undanförnu hjá
Suðurnesjabátum. Þegar þetta er
skrifað hefur m.b. Þorsteinn úr
Grindavik forystuna, kom einn dag-
inn með 96.4 tonn, sem hann fékk í 6
trossur. Þetta er með ólíkindum og
telja fróðir menn að það muni vera
heimsmet. Fjöldi annarra báta hafa
verið með afar mikinn afla, - mjög al-
gengt að vera með 20-50tonn i róðri.
Það virðist hafa verið nokkurn
veginn sama hvar þeir hafa verið
meö veiðarfærin, - vestur á Jökul-
tungu, á Reykjanesgrunni, á Tánni
eöa suður á Hrygg, - alls staðar er
mikill afli, bæöi í net og á linu.
Jón Tómasson
GOTT FÉLAGSSTARF
VIÐURKENNT
Félagið Krabbameinsvörn Kefla-
víkur og nágrennis hefur að undan-
förnu unnið ötullega að öflun nýrra
félaga, m.a. fylgdi áskriftarlisti jóla-
blaði Faxa. Áhugavert starf félags-
ins hefur borið verulegan árangur
varöandi fjölgun félaga. Einnig hefur
fræöslustarf veriö talsvert bæði með
fyrirlestrum og blaðaskrifum. Þá
hefur félaginu stundum borist góðar
gjafir til styrktar starfseminni. Nú
siðast í janúar, er Þorbergur Friðriks-
son, forstjóri Málaraverktaka Kefla-
víkur, færði félaginu ávísun að
upphæð kr. 15.000. Slíka hugulsemi
við gott og þarft málefni ber að
þakka.
Knútur Höiriis, gjaldkeri Krabbameinsvarnar (t.h.), er hér aö þakka Þorbergi
fyrir þessa raunsariegu gjöf Málaraverktaka Keflavfkur.
Stofnun Sögufélags Suðurnesja
Hinn 8. nóv. sl. var stofnað í
Fjölbrautaskóla Suðurnesja í
Keflavík, Sögufélag Suðurnesja.
Áformað er að félagið beiti sér
fyrir samningu héraðssögu er
tæki yfir flesta þætti atvinnu- og
félagslífs á Suðurnesjum frá
öndverðu fram á okkar daga, en
hér er um geysimikið verk að
ræða, sem aðeins yrði unnið á
löngum tíma.
Félgið hyggst einnig vinna að
samningu héraðslýsingar þar
sem fram kæmi jarðsaga og
landlýsing. Að gefa út úrval
þjóðsagna af svæðinu ásamt
skrá yfir prentaðar og óprent-
aðar þjóðsögur af Suðurnesj-
um og stuðla að örnefnasöfnun,
útgáfu þeirra og örnefnaskýr-
inga. Að stuðla að eflingu ný-
stofnaðs Byggðasafns Suður-
nesja. Einnig að rannsóknum
fornminja og varðveislu skjala
og annarra gagna í samráði við
sveitarstjórnir og einstaklinga.
Sögufélag Suðurnesja mun
starfa sjálfstætt, en í nánum
tengslum við hið nýendurreista
sögufélag, Landnám Ingólfs,
m.a. varðandi útgáfumál.
I stjórn Sögufélags Suður-
nesja voru kosin: Jón Böðvars-
son formaður, Guðleifur Sigur-
jónsson varaformaður, Skúii
Magnússon ritari, Elsa Kristj-
ánsdóttir gjaldkeri og Guð-
mundur B. Jónsson skjala-
vörður.
Þeir sem gerast vilja félagar
eru hvattir til að láta skrá sig hjá
einhverjum úr stjórninni. Öllum
er heimilt að ganga til liðs viðfé-
lagið. Sérstaklega ættu Suður-
nesjamenn sem búsettir eru
utan átthaganna, að gerast fé-
lagar.
Stjórn Sögufélags Suöurnesja: Frá vinstri: Skúli Magnússon, Guðmundur B.
Jónsson, Guðleifur Sigurjónsson, Jón Böðvarsson og Elsa Kristjánsdóttir.
Ljósm.: Heimjr-
Rausnarleg gjóf
í marga áratugi höfum við
Keflvíkingar séð hægláta og
hógværa konu ganga föstum
skrefum til og frá vinnu sinni.
Hún er ekki mannblendin, en
takist manni aö ná af henni tali,
er hún ræðin, greind og elskuleg
öldruð kona, sem gott er að hafa
átt oröastað við.
Hófsemd hennar, ráðdeild og
fyrirhyggja gerðu henni fært að
eignast eigin ibúð fyrir nokkr-
um árum. Hún hefur ekki eign-
ast fjölskyldu og þegar aldur
færðist yfir hana ákvað hún að
gefa Keflavíkurbæ íbúðina með
því fororði, að íbúðin eða and-
virði hennar mætti komatil góða
fyrir starf og aðbúö aldraðra í
Keflavík.
Á fundi bæjarráðs Keflavíkur
21. jan. sl. var gerö svofelld
bókun, vegna þessarar
hugulsemi og rausnarlegu
gjafar:
„Bæjarstjóri skýröi frá því, að
frú Helga Einarsdóttir, Faxa-
braut 33a, Keflavík, hafi boðað
sig ásamt Hilmari Péturssyni,
formanni bæjarráðs, á sinn fund
þar sem hún lýsti því yfir að hún
afhendir Keflavíkurbæ íbúð sína
að Faxabraut 33a, að gjöf, til
minningar um foreldra sína,
Sigriði Sigurbjörgu Þorsteins-
dóttur, Stóra-Ási í Hálsasveit,
fædd 18. des. 1862, dáin 31. jan.
1964, og Einar Jónsson frá
Skáney í Reykholtsdal, fæddur
l. ágúst 1860, dáinn 30. sept.
1943.
Gjöf þessa afhendir hún
samkv. gjafabréfi sem hún
samdi 20. okt. 1976, en þarsegir
m. a.:
,,Það skilyrði set ég fyrir gjöf
þessari, að Keflavíkurkaupstað-
ur ráðstafi eigninni eðaandvirði
hennar sem íverustað fyrir
aldrað fólk, sem Keflavíkur-
kaupstaður þarf að sjá um hús-
næði fyrir.“
Bæjárráð þakkar Helgu þessa
höfðinglegu gjöf.“
FAXI - 14