Faxi

Árgangur

Faxi - 01.01.1982, Síða 19

Faxi - 01.01.1982, Síða 19
t Elín J. Magnussen F. 17. júní 1903 D. 30. desember 1981 Frú Elín Jónsdóttir Magnus- sen var jarösungin frá Grinda- víkurkirkju laugardaginn 9. jan- úar 1982, eftir rúmlega árs sjúk- dómsstríð. „Væn kona er kóróna manns síns en vond kona er rotnun í beinum hans. Viska kvennanna reisir húsið en fíflskan rífur það niður með höndum sínum. Væna konu, hver hlýtur hana? Hún er miklu meira virði en perlur. Hún fer á fætur fyrir dag skammtar heimilisfólki sínu og segir þernum sinum fyrir verkum. Hún vakir yfir þvi, sem fram fer á heimili hennar og etur ekki letinnar brauð.“ Þessum orðum úr orðskvið- um Salomons, lagði presturinn okkar, sem jarðsöng hana, útaf í þeim orðum er hann mælti yfir kistu hennar. Nei, hún Ella á Jaðri, eins og hún var gjarnan kölluð hér í Grindavík, át vissulega ekki let- innar brauð, því ósérhlífnari manneskju var vart hægt að hugsa sér. Hún gekk til allra verka utan húss og innan með sömu atorku, dugnaði og trú- mennsku, og víst væri íslenska þjóðin betur á vegi stödd í dag, ef að þeireiginleikarværu ríkari í fari nútímakvenna en raun ber vitni um. Þeir eru ófáir kostgangararnir hennar, sem minnast hennar með hlýju og þar veit ég að ég mæli fyrir munn margra. Hún var bestu vinkonu minni sem önnur móðir og svo var um fleiri vini hennar. Hennar varð sjálfri ekki barna auðið, en það voru ófá börnin sem nutu hlýju hennar og ástúðar, því Ella þekkti ekkert kynslóðabil. Var hún börnum systkinabarna sinna sem önnur amma. Elín Jónsdóttir Magnussen var fædd að Hópi í Grindavík 17. júní árið 1903. Þar ólst hún upp ásamt tveimur systrum og ein- um bróður, auk eins fósturbróð- ur. Hún ólst upp við kröpp kjör Þeirra tíma og missti föðursinn ung að árum. Hún vistaðist ung til þeirra heiðusrshjóna, Ólafíu °9 Einars i Garðhúsum og hélt alla tíð órofa tryggð við það fólk. 31. október 1946 giftist Ella Ole Jakob Magnussen, frá Tjörnevik í Færeyjum, og var hjónaband þeirra með afbrigð- UfTi gott, þó ekki væri hægt að segja aö þau hjón væru lík. Þeim varð ekki barna auðið, en ólu UPP einn fósturson, Stíg Dag- bjartsson, og reyndust hon'um sem bestu foreldrar. Okkur Grindvíkingum er mikil eftirsjá í Ellu, sem alltaf var svo hress og kát og einstaklega barngóð. Hún var fyrsta kærasta mannsins míns, en þá var hann aðeins tveggja ára, en hún ung stúlka í Garðhúsum, sem var næsti bær við heimili hans. öllum Færeyingum sem hingað komu í atvinnuleit, reyndist Ella sem besta móðir, og sakna þeir vissulega vinar í stað. • Færeyskir vinir hennar voru svo rausnarlegir við hana að bjóða henni til Færeyja þegar hún varð 75 ára, og fór hún þá ásamt hóp af íslenskum vinum og ættmennum. Þeim fækkar óðfluga þeim Grindvíkingum sem voru á blómaskeiði sínu þegar ég settist að ung hér í Grindavík, og sakna ég þeirra allra sárt. Vinir Ellu létu ekki aftra sér að koma yfir hafið frá Færeyjum, til að kveðja þessa einstöku konu. Ég bið góðan Guð að blessa minningu Ellu á Jaðri og við hjónin sendum ættingjum hennar og vinum innilegar samúðarkveðjur. Hulda Björnsdóttir Gnúpi t 30. desember sl. andaðist í Sjúkrahúsi Keflavíkur, Elín Jónsdóttir Magnussen, frá Jaðri í Grindavík. Aðfaranótt jóladags 1980 var hún flutt fársjúk á Borgarspítal- ann í Reykjavík, þar sem hún gekkst undir margaraðgerðirog allt gert til hjálpar sem í mann- legu valdi stóð, en án árangurs. Á Borgarspítalanum var hún fram ásl. haust, er hún varfluttá Sjúkrahúsið í Keflavík, þar sem hún andaðist sem fyrrsegir. Vin- um og vandamönnum Ellu tók það sárt að sjá þessa kraftmiklu dugnaðarkonu þurfa að berjast svo lengi vonlausri baráttu, en hún kvartaði ekki og í þau skipti sem ég kom til hennar á spítalann, heyrði ég hana aldrei mæla æðruorð. Ella (eins og hún var jafnan kölluð) varfædd 17. júní 1903að Hópi í Grindavík. Foreldrar hennar voru hjónin Guörún Sigurðardóttir og Jón Jónsson er þar bjuggu. Hún var yngst fjögurra systkina, sem öll eru nú látin, en auk þess áttu þau upp- eldisbróður og er hann á lífi. Mjög náið samband var á milli systkinanna frá Hópi alla tið, og er þá uppeldisbróðirinn ekki undanskilinn eða hans fjöi- skylda. Þessi góðu fjölskyldu- tengsl héldust áfram á milli Ellu og systrabarna henna og þeirra barna, eftir að systkini hennar voru látin, og vel reyndust þau henni þetta síðasta ár þegar hún þurfti mest á að halda, og vil ég þá sérstaklega minnast á Helgu systurdóttur hennar, sem hefði ekki getað reynst henni betur, þó hún hefði verið hennar eigin dóttir. Ella var ein af þeim fyrstu er ég kynntist er ég kom til Grindavík- ur, og þau kynni héldust alla tíð. Hún var þá ráðskona í verbúð sem Einar G. Einarsson í Garð- húsum átti, en innan við tvítugt hafði hún ráðistsem vinnustúlka á heimili Ólafíu Ásbjarnar- dóttur og Einars G. Einarssonar í Garðhúsum og vann þar í mörg ár. Þar var á þeim árum mann- margt rausnarheimili, stór fjöl- skylda og vinnufóik og á vertíð margir sjómenn, þar til verbúð- irnar komu til sögunnar. Margar skemmtilegar sögur sagði Ella mér frá þeim árum, frá ýmsu fólki sem hún var þar samtíða um lengri eða skemmri tíma, því fyrir utan fast heimilisfólk var þar mikill gestagangur svo stundum var líkara hóteli en venjulegu heimili. Það var gaman að heyra Ellu segja frá, hún hafði mjög skemmtilega frásagnargáfu og sá gjarnan skoplegu og jákvæðu hliðarnar á hverju máli. Á milli Ellu og Garðhúsfjölskyldunnar var mikil vinátta og sú vinaíta hélst í gegnum árin og náði til af- komenda Ólafíu og Einars ífjóra ættliði. Mér er vel kunnugt um hvað þau öll mátu hana mikils og það vargagnkvæmt. Áfyrstu bú- skaparárum mínum bjó ég um tíma í sama húsi og Ella, hún hafði þástofnaðsitteigiðheimili og tekið til sín aldraða móður sína sem hún annaðist um af mikilli umhyggju uns hún andaðist. Síðar vorum við ná- grannar í nokkur ár og oft hlaupið á milli, og fyrstu ferðirn- ar sem ungur sonur minn fór á eigin vegum var að stelast út til Ellu, þar sem honum var tekið opnum örmum og allar ávíturfrá móðurinni harðbannaðar. í október 1946 giftist Ella Óla Jakob Magnussen frá Tjörnevik í Færeyjum. Hann varsjómaður i Grindavík er þau kynntust. Þau bjuggu fyrstu árin í Sæbóli, en byggðu sér fljótlega hús er þau nefndu Jaðar, nú Sunnubraut 5. Þegar Ella giftist eignaðist hún stóra tengdafjölskyldu. Óli átti foreldra á lífi og níu systkini. Fljótlega fór hún með Óla til Færeyja, þarsem henni vartekið opnum örmum af öllu sínu tengdafólki. Margar ferðir áttu þau eftir að fara saman til Fær- eyja og hafði Ella jafnan frá mörgu að segja er hún kom heim, og í gegnum frásagnir hennar skynjaði maður glöggt þá vináttu er var á milli hennar og tengdafólksins. Foreldrar Óla og systkini komu einnig oft í heimsóknir hingað, auk þess sem bræður Óla unnu hér á ver- tíðum og bjuggu þá hjá Ellu og Óla. Heimili þeirra aö Jaðri stóð jafnan opið öllum Færeyingum sem hér dvöldu og þeir voru margir sem unnu hér á vertíð á þeim árum. En fleiri en Færey- ingar voru auðvitað velkomnir að Jaðri, þau hjón voru bæði gestrisin. ( mörg ár rak Ella matsölu bæði á Sæbóli og á Jaðri, og margireru þeirorðnirkostgang- ararnir hennar Ellu sem áreiðan- lega hugsa hlýtt til hennar með þakklæti fyrir góðan viðurgjörn- ing. Og aldrei var hún ánægöari en þegar matnum hennar voru gerð sem best skil, og áreiðan- lega hefur það oft gerst, því að hún bjó til góðan mat og nóg var fram borið. Ella og Óli áttu ekki börn, en tóku til fósturs ungan frænda Ellu, Stíg Lúðvík Dagbjartsson. Hann var þá á öðru ári. Þau elsk- uðu hann og önnuðust sem sitt eigið barn og er hann nú um tví- tugt. Mann sinn missti Ella í september 1971, hann andaðist snögglega, en hafði verið heilsu- veill síðustu árin. Ella bjó áfram að Jaðri með fóstursyni sínum, seldi fæði eða vann í frystihúsi þar til allra síðustu árin er þrekið fór að dvína. Enn er einn þáttur í starfsæfi Ellu, sem ógetið er um. Á sínum yngri árum lærði hún kjólasaum í Reykjavík og var með afbrigð- um velvirk og vandvirk sauma- kona. Af og til í mörg ár tók hún saum heim auk þess sem hún hafði saumanámskeið í mörg haust, og það voru ófáar flíkurn- ar sem voru saumaðar undir hennar handleiðslu bæði úr nýjum og upp úrgömlum flíkum, og nutu margar konur góðs af því. Framh. á bls. 20 FAXI - 19

x

Faxi

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.