Faxi

Volume

Faxi - 01.01.1982, Page 22

Faxi - 01.01.1982, Page 22
Þarna var fyrsta verslun Nonna & Bubba Þar aö auki voru það allt lánsvið- skipti, sem oft reyndist seinlegt að innheimta. Hér í Keflavík voru bátaviðskiptin í lægra hlutfalli og því ekki eins þungt í vöfum. Lánsviöskipti komust upp í 80-90% í Sandgerði, en hér voru þau komin niður í 20% af veltu. Bestu viðskiptaárin voru milli 1960-1970. Þá virtist afkoma manna vera jafn best og örugg- ust og þess gætti auðvitað í öll- um viðskiptum." Þið hafið verið stórir vinnu- veitendur þegar mest var umleikls hjá ykkur? ,,Við vorum fyrst 4 og nú síðast 10. En þegar við vorum flest vorum við 16-18. Við unnum mikið sjálfir og vorum með aöstoðarfólk í lágmarki. Við vorum mjög heppnir með sam- starfsfólk - það var yfirleitt ágætisfólk." Hvað viljið þið segja um versl- unarstörf og kaupmennsku? „Verslun með matvöru er takmarkalaus vinna, vinna, vinna, - ekkert nemavinna, ef vel á að takast þjónusta við við- skiptavini, a.m.k. ef byrjað er með tvær hendur tómar eins og við gerðum. Oftast farið á fætur kl. 5-6 á morgnana og ekki komið heim að loknum vinnu- degi fyrr en 8-9 á kvöldin og stundum síöar, einkum á vertíð- um. Sum árin var vinnudagurinn að jafnaði um 18 vinnustundir." Já, þið f enguð orð fy rir að vera áhugasamir? „Vissulega var það vinnugleð- in, sem átti þátt í þessari miklu vinnu, en svo var það líka hitt, að verslunin gekk ekki með öðru móti. Við stefndum að því að eignast verslunarhús og sæmi- legan lager. Við áttum ekkert þegar við byrjuðum og tókum sjálfir lítil laun ( byrjun. Síðar gátum við eignast eigin íbúðar- hús, en það er keppikefli flestra og sem betur fer iekst það flestum - oftast með því að leggja hart að sér við vinnu." Hefur samkeppnin verið hörð? „í Sandgerði var sáralítil sam- keppni, en hér í Keflavík aftur mikil. Við höfðum alla tíð lagt kapp á að verða viö óskum viö- skiptamanna okkar og hefur okkur því haldist vel á góðum viðskiptavinum. Eftir stríöið, á Hérna var Verslun Nonna & Bubba siöast til húsa i Sandgeröi. tímum skömmtunar og leyfis- veitinga, var óskemmtilegt að standa í verslunarrekstri. Þá var ekki hægt að gera allt fyrir alla - vantaði oft nauðsynjar. Þá varð maður stundum að sjá á eftir góðum kúnnum í aðrar verslanir. Yfirvöldin höfðu það í hendi sér hverjir höfðu vörur. Annars teljum við að samstarf milli verslana hér hafi verið gott.“ Hverjar eru ástæður fyrir þvf að þið seljið verslun ykkar eftlr nær 40 ára farsælt starf? „Ástæðurnar eru einkum tvær. Við höfum ekki lengur sama þrek og ánægju af að standa í þessari hörkuvinnu, og svo hitt, að okkur þótti skynsam- legt að hætta á meðan við værum báðir við sæmilega heilsu. Við getum því gert sam- starfsdæmið uppen þurfum ekki að láta það í hendur eftirlifenda þegar annar hvor eða báðir væru fallnir frá. Við höfum dæmin fyrir okkur um að það kann að gefast illa.“ Viljið þið segja eitthvað að lokum? „Já, við viljum þakka sam- starfsfólki og góðum og trygg- um viðskiptavinum á Suðurnesj- um fyrir góð samskipti við okkur og verslun okkar á liðnum árum.“ Þessir síungu menn, sem fyrir löngu eru kunnir af frábærri lip- urð og dugnaði á sínum versl- unarsviðum, eru báðir bornir og barnfæddir Suðurnesjamenn. Jón Axelsson er fæddur í Sand- gerði 14. júní 1922, sonur Axels Jónssonar frá Laufási á Akra- nesi, og Þorbjargar Einarsdótt- ur frá Grund í Stafneshverfi. Þorbjörn Sveinn Einarsson er fæddur í Keflavík 24. júlí 1922, sonur Einars Sveinssonar frá Gjáhúsum í Grindavík og Jónínu Helgu Þorbjörnsdóttur af Álfta- nesi, en átti ættir að Húsafelli í Borgarfirði. j.t. ORÐSENDING til launagreiðenda er hafa í þjónustu sinni starfs- menn búsetta í Keflavík, Njarð- vík, Grindavík og Gullbringusýslu Samkvæmt heimild í 7. tölulið 103. gr. reglugerðar nr. 245/1963, er þess hér með krafist af öllum þeim er greiöa laun starfsmönnum búsettum í Keflavík, Njarðvík, Grindavík og Gullbringusýslu, að þeir skili nú þegar skýrslu um nöfn starfsmanna sinna hér í umdæminu, sem taka laun hjá þeim, nafn- númer, heimilisfang og gjalddaga launa. Jafnframt skal vakin athygli á skyldu kaupgreið- enda til að tilkynna er launþegar hætta að taka laun hjá kaupgreiðanda og þeirri ábyrgö er kaupgreiðandi fellir á sig, ef hann vanrækir skyld- ur sínar samkvæmt ofansögðu eða vanrækir að halda eftir af launum upp í þinggjöld samkv. því sem krafist er, en í þeim tilvikum er hægt aö inn- heimta gjöldin hjá kaupgreiðanda, svo sem um eigin skuld væri að ræða. Bæjarfógetinn i Keflavík, Njaróvik og Grindavík Sýslumaðurinn f Gullbringusýslu, Vatnsnesvegi 33, Keflavfk FAXI - 22

x

Faxi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.