Faxi - 01.09.1993, Síða 2
[<V\AJ
5 TÖLUBLAÐ - 53. ÁRGANGUR
Útgefandi: Málfundafélagið Faxi, Keflavík.
Afgreiðsla: Hafnargötu 3 i, sími 92-11114.
Blaðstjórn: Helgi Hólm ritstjóri.
Magnús Haraldsson, Hjálmar Stefánsson
og Karl St. Guðnason.
Litgreining:
Litróf hf.
Hönnun, setning, umbrot,
filmuvinna og prentun:
Stapaprent hf.
>
Meðal efnis:
Biskupsvísitasía í
Keflavík
Erindi um Hilmar
Jónsson bókavörð
Sjúkrahúsinu færðar
veglegar gjafir
Brot úr sögu sólar
Magnús Haraldsson:
Satneining
- eina rökrétta framhaldið.
16. aðalfundi Sambands sveitarfélaga á Suðumesjum er nýlokið. SSS var stofnað árið
1978 og er því 15 ára um þessar mundir, Sveitatfélögin á Suðumesjum stofnuðu með sér
þetta samband um þau verkefni sem þau töldu hag sínum best borgið með að vinna í
samstarfi. Þegar litið eryfir farinn veg, sést að þessi verkefhi hafa verið mörg og ótrúlega
miklu hefur verið komið í verk á þessum stutta tíma.
Grindavík, bær í framför
S ameiningarmál
Stekkj arkotssögur
Smábátahöfnin í Grófinni.
Þótt nú sé vetur konungur
genginn í garö, þá þurfa
eigendur þessara báta ekki
lengur að hafa áhyggjur. Verið
er að Ijúka við nyrðri
hafnatgarðinn og er því Iwfnin
orðin mjöggóð. Ljósm. HH.
I upphafi samstarfsins var aðeins eitt sameiginlegt verkefni í gangi, en það var um
Sjúkrahúsið. Nú er víðtœkt samstarf í fjöhnörgum öðrum málum sem sveitatfélögin hafa
stofnað rekstur um og nægir að nefna Hitaveitu, Rafi’eitu, Gjaldheimtu, Brunavarnir,
Elliheimili, Sorphirðu, Heilbrigðiseftirlit, Fjölbrautasóla, Vatnsveitu, auk fjölmargra
annarra verkefna sem sveitarfélögin starfa öll að saman eða hluti þeirra. Þessi mikli
árangur af samstatfi sveitaifélaganna á Suðumesjum hefur orðið vegna þess, að traust >
hefur ríkt á tnilli forystumanna þeirra, og jteir hafa komist að /teirri einföldu staðreynd að
hagkvœmast og best er að vinna verkin saméiginlega. Keflavík er langstærsta
sveitatfélagið á svæðinu og leggur það til nærri helming þess fjármagns sem til sam-
staifsins hefiur farið frá sveitaifélögunum, en hejur þrátt fyrir það aðeins eitt atkvœði á móti
hverju hinna í öllu samstaifmu, og hefur reyndar ekki þótt það neitt tiltökumál. Þetta
fyrirkomulag er grundvöllurinn að þessu góða samstaifi og mikla árangri þess.
Eðlilegt framhald afþessari hröðu þróun í samstaifi sveitarfélaganna á svæðinu hafa
hugsandi menn álitið að úr yrði eitt sveitaifélag. Atak ríkisvaldsins til að sameina
sveitaifélögin í landinu kemur því á mjög heppilegum tíma fyrir íbúd Suðurnesja, sem
nákvœmlega núna, ættu að vera tilbúnir að taka svo veigamikla ákvörðun. Við
Suðurnesjamenn erum reyndar miklu betur í stakk búnir til þess en íbúar flestra annarra
sveitarfélaga á landinu eftirgóða reynslu afvíðtæku samstarfi okkar í SSS.
Umdœmanefnd er að Ijúka kynningarfundum, sem hún hefur haldið í öllum
sveitarfélögunum, um kosti og galla sameiningar sveitaifélaganna sjö í eitt. A þessum
fundum hefur það helst verið mælt gegn sameiningu að Keflavík væri svo iniklu stærra
sveitatfélag en hin, að það myndi gleypa þau og hrifsa allt vald til sín. Þetta er ónjakleg
tortryggni í garð Keflvíkinga og ástæðulaus. Framganga þeirra innan SSS hefur áldrei
gefið tilefiii til slíks heldur þvert á móti. Það er óþarfi að ala á tortryggni milli sveitar-
félagánna íþessu stóra og viðamikla rnáli, sem sameiningarmálin eru.
Stjórnvöld í landinu eru ákveðin í því að færa miklufleiri verkefni til sveitatfélaganna.
Við Suðurnesjamenn erum miklu betur í stakk búnir til að taka við þeim verkefnum
sameinaðir í einu sveitaifélagi. Rökfyrir slíktt Itafa verulega komiðfram í itmræðunni á
kynningatfundunum. Það er von mín að íbúar Suðumesja segi já við sameiningu þann 20.
nóvember n.k. Hag okkar yrði svo miklu beturfyrirkomið á þann veg og er í raun eina
rökrétta framhaldið í samstarfi sveitaifélaganna á Suðumesjum.
130 FAXI