Faxi

Ukioqatigiit

Faxi - 01.09.1993, Qupperneq 4

Faxi - 01.09.1993, Qupperneq 4
Fimmtugasta og fjórða staifsári Málfundafélagsins Faxa er lokið. Á starfsárinu voru haldnir 12 fundir og flutt voru 10 framsöguerindi. Frummælendur og framsöguerindi voru þessi: Gunnar Sveinsson: Kristján Jónsson: Helgi Hólm: Ingólfur Falsson: H jálmar Stefánsson: (.iiófuinur Sigurvinsson: Birgir Guðnason: Benedikt Sigurðsson: Vilhjálmur Þórhallsson: Karl Steinar Guðnason: Spástefna Foxa. Breyttri heimsmyndfylgja hreytt úrrœði. Hvað þaifað gera til þess að Saðumes verði allsherjarferðamannasvœði. Hvert stefnir í atvinnumálum í Keflavík og nágrenni. Hafið. Bygging safitaðarheimilis við Keflavíkurkirkju. Hvað er til ráða gegn vaxandi atvinnuleysi. Veðrið. Enginn verður óbarinn hiskup. Siðferði ístjónvmlum. Aðrir fundir voru hefðbundinn afmælisfundur í upphafi starfsárs þann 10. október og aðalfundur næsti fundur þar á eftir. Fundarsókn var góð og var meðaltalsmæting 91%. Sex félagar mættu á alla fundi. Fundir félagsins eru orðnir 740 frá upphafi. Á starfsárinu mætti Margeir Jónsson, heiðursfélagi, á tvo fundi og Huxley Olafsson, heiðursfélagi, á einn fund. Þá fóru félagar ásamt mökum í Borgarleikhúsið þann 12. desember og sáu leikritið „Hafið“ eftir Ólaf Hauk Símonarson. Fyrir leiksýninguna snæddi hópurinn saman síðdegismáltíð á Flug-Hóteli. Gunnar Sveinsson varð sjötugur þann 10. mars s.l. og hélt hann upp á afmæli sitt í fjölmennu hófi á Flug-Hóteli. Félagar mættu vef til Gunnars og ávarpaði formaður hann þar sérstaklega og flutti honum afmæliskveðjur og bókargjöf frá Faxafélögum. Blaðið Faxi kom reglulega út á starfsárinu eins og árin 53 þar á undan. í ársskýrsiu ritstjóra Faxa kom m.a. fram að samkomulag hefur verið gert við Bókasafn KefJavíkur um að BK vinni efnisyfirlit úr blaðinu frá upphafi. Einnig kom frant, að um sinn munu koma út 6 tbl. á ári í stað 7-8. Er þetta gert til að mæta samdrætti í auglýsingatekjum Magnús Haraldsson formaður: Skýrsla Faxa 1993 Prestar Keflavíkursafnaðar, prófastur og biskup ganga til hátíðarguðsþjónustu í Keflavíkurkirkju. Miðvikudaginn 29. september 1993 var biskupinn yfir íslandi, herra Ólafur Skúlason, staddur í Keflavík í vísitasíuerindum. í fylgd með biskupi var eiginkona hans frú Ebba Sigurðardóttir og prófastur séra Bragi Friðriksson. Er þau komu að safnaðarheimili Keflavíkurkirkju, Kirkjulundi, fékk biskup kærkomið tækifæri til að óska fararheilla um 70 Keflavíkurbörnum, sem voru að leggja upp í tveggja daga fermingar- búðaferð í Vatnaskóg. í Kirkjulundi tóku á móti biskupi og fylgdarfólki prestar Keflavfkurprestakalls, þeir sr. Ólafur Oddur Jónsson og sr. Sigfús Baldvin Ingvason, Hrafnhildur Gunnars- dóttir, sóknamefndarformaður, Ragnheiður Skúladóttir, systir biskups og sóknar- nefndarkona og Kristján A. Jónsson, safn- aðarfulltrúi, sem ritar vísitasíugjörðina. Fljótt leið þarna Ijúf morgunstund að fyrsta dagskrárlið, kl. 8.30, við spjall yfir molakaffi. Heimsókn í Myllubakkaskóla I íþróttasal Myllubakkaskóla voru allir árdegis nemendur skólans, um 380 talsins samankomnir og fögnuðu með lófataki, þegar biskup og fylgdarlið gekk í salinn ásamt skólastjóranum, Vilhjálmi Ketilssyni og 40 manna starfsliði hans. Skólastjóri bauð biskupshjónin, prófast og fylgdarmenn velkomna. Sungið var versið Jesús er besti vinur barnanna og farið með Itina drottinlegu bæn. Því næst talaði biskup til barnanna. Vék hann m.a. tali sínu að skólagöngu sinni og uppvexti í Keflavík. Þeim blessunargjafa, sem hann naut í því að eiga gott heimili og foreldra, sem ekki þótti Biskup ávarpar nemendur Myllubakkaskóla. 132 FAXI

x

Faxi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.