Faxi

Årgang

Faxi - 01.09.1993, Side 6

Faxi - 01.09.1993, Side 6
þakkarorðum sínum m.a. að fyrstu kynnum sínum af Ketlavík og bar að verðleikum sérstakt lof á tengdaforeldra sína og tengda- fólk. Hér sést hluti vistfólks á Hlévangi hlýða á ávarp biskups. Jafnframt áréttaði hún fundarboð á héraðsfund Kjalarnesprófastdæmis 1993, sem haldinn verður í Útskálasókn n.k. laugardag. Þessu næst tók biskup til máls. Lagði hann m.a. áherslu á að enginn söfnuður væri einangraður heldur hluti af heild - þjóðkirkju Islands „Prófastsdæmin eru að verða virkari starfseiningar og þar fer Kjalamesprófastdæmi í fararbroddi." Biskup fagnaði því að séra Sigfús Baldvin væri kominn til starfa við hlið séra Olafs Odds. Sagðist hann vænta þess að samvinna þeirra stuðli að því að prestakallinu verði þjónað eins vel og kostur væri á. Þá sagðist biskup vona að það tækist með friði og ró að koma upp fyrirhuguöu safnarheimili við kirkjuna. Sævar Reynisson sagði nýjustu fréttir af störfum byggingamefndar safnaðarheimilis. Skýrði tafir við gerð sáluhliðs og áhaldahúss í Hólmsbergskirkjugarði. Einnig lagði hann fram tvo tillöguuppdrætti af staðsetningu áhaldahússins. Biskup spurði hvernig samskiptum sóknarnefndar og sóknarprests og aðstoðarprests væri háttað og hvernig samstarfið gengi. Aðilar voru á einu máli um að samstarfið gengi nú vel. Mál vom rædd af hreinskilni en án átaka. (Hér er sleppt ítarlegri greinargerð varðandi viðhald, gjafir og eignir Keflavíkursafnaðar frá því í Hrafnhildur, sóknarnefndarformaður bauð gesti velkomna og undir borðum töluðu sr. Sigfús, biskup og organisti. Biskup lauk vísitasíunni með skoðunarferð í fylgd forsvarsmanna safnaðarins í Keflavíkurkirkju, Kirkjulund og kirkjugarðana við Aðalgötu og á Hólmsbergi. Síðan skoðaði hann þær prestsþjónustubækur sem ekki vannst tími til á sóknarnefndarfundi á miðvikudag. Biskup lýsti ánægju sinni með umhirðu og aðbúnað allan í kirkju og kirkjugörðunum báðum, sem og í Kirkjulundi. Þar fagnaði hann sérstaklega vel búinni nýrri og bættri skrifstofuaðstöðu. Herra Ólafur Skúlason, biskup, flytur ávarp í messukaffi í Kirkjulundi. Við borðið sitja Edda Björk Bogadóttir, prestsfrú, séra Bragi Friðriksson, prófastur, Katrín Eyjólfsdóttir, prófastsfrú, Ebba Sigurðardóttir, biskubsfrú, Laufey Gísladóttir, prestsfrú og séra Ólafur Oddur Jónsson. heiðurs biskupshjónunum og þeim var drukkin heillaskál. Séra Sigfús Baldvin tók einnig til niáls. Lýsli hann fögnuði sínum með hið nýja hlutskipti þeirra hjónanna en hvarf síðan á brott, því skyldustörf með fermingar- börnum biðu hans í Vatnaskógi. Biskup þakkaði innilegar móttökur, sem hann hefði hvarvetna notið á yfirreið sinni. Hann áréttaði að Keflavík væri góður staður og sér undurkær og sló svo jafnframt á létta strengi. Að lokum færði sóknarnefndarformaður biskupshjónunum nýútkomið I. bindi af Sögu Keflavíkur og blómvönd, sem þau þökkuðu af alhug. Biskupsfrúin vék í Messukaffi í Kirkjulundi. Fremst sitja María Hermannsdóttir, Fjóla Benediktsdóttir, Júlíana Jónsdóttir og Karvel Ögmundsson, sem daginn áður varð 90 ára. september 1988 en þá vísiteraði séra Bragi Friðriksson, prófastur síðast Keflavíkur- kirkju). Hátíðarguðþjónusta í Keflavíkurkirkju Sunnudaginn 3. október var biskupinn yfir Islandi herra Ólafur Skúlason staddur í Keflavík að halda áfram vísitasíu. I fylgd með biskupi voru kona hans frú Ebba Sigurðardóttir og prófastshjónin séra Bragi Friðriksson og frú Katrín Eyjólfs- dóttir. Hátíðarguðsþjónusta hófst í Kefla- víkurkirkju kl. 14. Biskup Islands, herra Ólafur Skúlason, predikaði. Prestar sókn- arinnar, séra Ólafur Oddur Jónsson og séra Sigfús Baldvin Ingvason þjónuðu fyrir altari. Prófastur, séra Bragi Friðriksson ávarpaði söfnuðinn. í guðþjónustunni var lagt út af textum dagsins samkv. 2. textaröð, sunnudagsins þess 17. eftir þrenningarhátíð. Einnig lagði biskup á ógleymanlega hátt út af orðum Páls postula; Skuldið ekki neinum neitt nema það eitt að elska hvert annað. Eftir guðþjónustuna var messukaffi í Kirkjulundi í boði sóknarnefndar og umsjón kvenna úr Systra- og bræðrafélagi Ketlavíkurkirkju. Kvöldverðarboð sóknarnefndar Um kvöldið sátu biskupshjónin kvöldverðarfagnað í Flughóteli ásamt prestum safnaðarins, sóknarnefnd, starf.s- fóiki og öðru forystufólki í safnarstarfinu og mökum. Veislustjórn var á hendi formanns sóknarnefndar. Einsöng og tvísöng sungu kirkjukórsfélagarnir María Guðmunds- dóttir. Sverrir Guðmundsson og Steinn Erlingsson við undirleik Einars Arnar og Einar Örn söng einnig en þá lék Ragnheiður Skúladóttir undir. Einnig var aö sjálfsögðu fjöldasöngur. Séra Ólafur Oddur flutti hátíðarræðu til Nýjum borgara fagnað á fæðingardeild sjúkrahússins. Við vögguna standa Sólveig Þórðardóttir, séra Sigfús Baldvin Ingvason, Ragnheiður Skúladóttir, Hrafnkell Óskarsson, yfirlæknir, Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Ebba Sigurðardóttir, biskupsfrú, herra Ólafur Skúlason og séra Ólafur Oddur Jónsson. 134 FAXI

x

Faxi

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.