Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 7
Bókasafn Keflavíkur breytii um
heimilisfang laugardaginn 8. október
síðastliðinn. Undanfarna áratugi hefur það
verið til húsa í íbúðarhúsi við Mánargötu 7,
fyrst aðeins í hluta hússins en undir lokin
hafði safnið lagt allt húsið undir sig. Með
vaxándi starfi varð það húsnæði bæði
óhentugt og of lítið til að sinna því starfi
sem þar fór fram. Nýtt heinilisfang er
Hafnargata 57 í því myndarlega Itúsi
Keflavíkurverktaka sem hýsti fyrir Flug
Hótel og útibú Landsbankans. Hilmar
Jónsson sem lét af störfum sem
bókasafnsvörður á síðasta ári hafði lengi
barist l'yrir því ásamt mörgum öðrum þeim
sem setið hafa í stjórn bókasafnsins, að
húsnæðismálum safnsins yrði kotnið í
viðunandi horf. Var það því langþráð
augnablik þegar hið nýja húsnæði var tekið
í notkun. Bókasafn Keflavíkur leigir
húsnæðið af Keflavíkurverktökum sem
Hluti gesta við opnunarhátíöina. Ljósm. HH.
Forseti bæjarstjórnar. Drífa Sigfúsdóttir.
Ilutti ávarp þar sem Inin m.a. ræddi um hið
menningarlega gildi þess að eiga gott
bókasafn. Lýsti hún síðan safnið opið og
bauð gestum að skoða húsnæðið og
aðstöðuna.Þegar menn höfðu skoðað
húsnæðið en það er bæði rúmgott og bjart
þar sem bókum og öðrum gögnum er
komið fyrir á haganlegan hátt. þá tluttu þær
Guðbjörg Ingimundardóttir, formaður
stjórnar bókasafnsnefndar, og Hulda
Þorkelsdóttir. safnvörður, ávörp þar sem
þær röktu og lýstu flutningum og
framtíðarmarkmiðum safnsins. Gat Hulda
sérstaklega þáttar Hilmars Jónssonar
fytrverandi bókavarðar, en hann hafði verið
mikill áhugamaður um húsnæðismál
safnsins. Einnig skýrði hún frá því, að
Hilmar hefði verið svo rausnarlegur að gefa
safninu málverk af sér sem hann hefði
hlotið að gjöf á sextugsafmæli sínu.
Málverkið er málað af Sigmari
Vilhelmssyni kennara við Myllubakka-
skóla. Það setli sérstakan blæ á þessa
Hulda Þorkelsdóttir, bókasafnsvörður, tekur við blómum úr höndum Guðrúnar
Olafsdóttur, varaformanni Verkalýðs- og Sjómannafélags Keflavíkur. A myndinni eru
einnig þau Guðbjörg Ingimundardóttir, formaður bókasafnsnefndar og Helgi
Sæmundsson. Ljósm. HH.
skiluðu húsnæðinu fullfrágengnu.
Bókasafnið hefur nú verið innréttað eftir
þörfum og voru það eftirtaldir aðilar sem
önnuðust það verk: Smiðir voru frá Tréval,
þeir Arni Júlíusson og Gunnar Jónsson.
lnnréttingar voru smíðaðar hjá Víkurás,
afgreiðsluborð, stólar og skrifstofuhúsgögn
komu l’rá Biistoð og húsgögn fyrir börn og
ýmisleg afgreiðslugögn fengust hjá
Þjónustumiðstöð bókasafna. Bókasafnið
hefur verið dúklagt á mjög skemmtilegan
hátt og var það Dúkarinn hf. sem annaðist
það. Sérstakar tölvu- og raflagnir sáu
Rafmiðstöðin og Geisli um. Er frágangur
og útlit í bókasafninu með besta móti. Það
voru fjölmargir gestir viðstaddir opnunar-
athöfnina og það var Vilhjálmur Ketilsson
skólastjóri sem stýrði athöfinni sem fór
fram bæði í göngugötu hússins og í sjálfu
safninu.
Guðbjörg Ingimundardóttir flytur opnunarræðu. Ljósm. HH.
opnunarathöfn, að þarna voru flutt tvö
tónlistaratriði og einnig fór fram leiklestur.
Fyrir athöfnina lék Lúðrasveit Tón-
listarskólans og síðan lék hljómsveit sem
skipuð var ýmsum kunnum hljómlistar-
mönnum tvö verk undir stjórn Eiríks Arna
Sigtryggssonar. Annað var verk eftir
Guðmund Hermannsson "I tilefni dagsins",
og liitt verkið var eftir stjórnandann og
nefndist það "Hugleiðing við Ijóð Kristins
Reyrs - Keflavík”. Með hljómsveitinni
komu fram söngkonurnar Anna Guð-
mundsdóttir og Hlíf Káradóttir og Jóhannes
Kjartansson frá Leikfélagi Keflavíkur tlutti
ljóð Kristins. Félagar úr Leiktelagi
Keflavíkur lásu stutta kafla úr verkum
Hilmars Jónssonar. Að lokum var öllum
viðstöddum boðið að þiggja kaffiveitingar.
FAXI 135