Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 9

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 9
skrif'um sínum, enda telur hann það vera hlutverk rithöfundarins að benda á það sem miður fer í heimi hér og hvernig hægt sé að bæta hann. Slíkur maður hlýtur að vera umdeildur í sundurlyndu þjóðfélagi, og það er Hilmar vissulega og við skulum aðeins rekja viðbrögð nokkurra þekktra manna við skrifum hans og byrjum á Skúla Guðjónssyni. Þjóð- viljinn 1975. „Spámaður andkommunista". Jón Sigurðsson, Tíminn 1977. „Heim- spekingur Alþýðutlokksins". Karl Steinar Guðnason, þá bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins í Keflavík í Suður- nesjatíðindum 1975. „Það er sjáldan hér á landi, að maður les annan eins fúkyrðaflaum og rökleysur og róg og birtist í síðustu Suð- umesjatíðindum og heitir pistill um Daginn og veginn". Kristmann Guðmundsson, Lesbók Morg- unblaðsins 1970. „Gáfur hans em leiftrandi og skírar. Hann sker sig gegnum lygafroðuna og sýnir á sannfærandi hátt það sem undir býr. Það er athyglisvert hve fijáls og óháð hugsun þessa unga manns er og hreinskilni hans meiri en maður á að venjast nú til dags“. Arni Samúelsson, kaupmaður, í Suður- nesjatíðindum 1975. „Öll skrif Hilmars Jónssonar byggjast á skítskap og aftur skítskap". Andrés Kristjánsson, Tíminn 1970. „Hann er sjálfstæður í hugsun, hugrakkur í gagnrýni og ómyrkur í máli“. Alfreð Gíslason, bæjarfógeti, í Morgun- blaðinu 1960. „hann kemur ókunnugum óbrjálaður fyrir sjónir við fyrstu kynni". Matthías Jóhannessen, ritstjóri á rit- höfundarþingi 1977. „En ég er afskaplega hræddur við Hilmar sérstaklega vegna þess að hann sést ekki fyrir". Kristinn Reyr, Dagblaðið 1976. „Kannski er Hundabyltingin ókerfanleg eins og San Michele eftir Munthe". Alfreð Þorsteinsson, borgarfulltrúi Framsóknarflokksins í Morgunblaðinu 1976. „Vilmundur Gylfason líkir skrifum sínum við það besta sem gerist í þeim efnum í Bretlandi. Það er svona álíka og Hilmar Jónsson sálufélagi Vilmundar færi að líkja skrifum sínum við verk Halldórs Laxness". Ólafur Haukur Arnason, Ríksiútvarpið 1974. „Einhvern veginn finnst mér bækur hans hvað bókmenntagrein snertir liggi á milli manna eins og Þorbergs Þórðarsonar og Jónasar Jónssonar frá Hrillu". Gunnar Dal, Tíminn 1973. „Enginn íslenskur rithöfundur á seinni árum fjallar í verkum sínum um viðburði og baráttu samtfmans á jafn bersöglan máta og Hilmar Jónsson". Framangreindar tilvitnanir sýna glöggt að skrif Hilmar voru ekki markleysa ein og það var eftir þeim tekið, þótt sitt sýndist hverjum, en þrált fyrir þú vinda sem blésu um Hilmar voru honum falin mörg trúnaðarstörf á mjög breiðum vettvangi, - allt frá bæjarmálum til bindindismála. Mín skoðun er sú að þar hafi miklu ráðið ritfærni hans og tjáningarmáti. Menn talið hann geta styrkt góðan málstað með þessum hæfileikum og eftir á að hyggja, þá hefur Hilmar gert það. Hvað ég man í svipinn, þá hefur Hilmar setið í barnavemdarnefnd, áfengisvamamefnd, byggðasafnsnefnd, sögunefnd, hand- knattleiksráði og æskulýðsráði Keflavíkur. Störf Hilmars hafa einkennst af reglusemi og et einhver getur borið með sanni að vera reglumaður, þá er það Hilmar. Mikill tími tómstunda hefur farið í störf fyrir það sem kallað er Reglan, - það er Góðtemplarareglan á íslandi. Hann var Stórgæslumaður ung- templarareglunnar á íslandi 1970. Stórtemplar 1980-1990, sem er æðsta stig Alþjóða- góðtemplarareglunnar á Islandi. Innan þessara samtaka hefur Hilmar annast ýmis störf, svo sem við Bókaútgáfu Æsk- unnar, Bindindismótanna í Galtalæk, svo að tvö af viðamestu verkefnunum séu nefnd. A þessum vettvangi hefur Hilmar unnið heillarík störf og oft beitt penna sínum bæði til sóknar og vamar Reglunni, sem og í ræðum sínum enda telur hann. eins og yfirskriftin á ræðu hans á 100 ára afmæli Reglunnar hljóðar. „Lítil áfengisneysla er okkur að þakka". Auk þessa sem upp hefur verið talið, þá hefur Hilmar sinnt hinum ýmsu menn- ingarmálum ú Suðumesjum og fyrir þann þútt voru honum veitt menningarviðurkenning verkalýsðfélaganna á Suðumesjum, 1992. Einn er sá félagsskapur sem leiddi til þess að Hilmar fór að glíma við nýtt form í rit- mennsku sinni. Fyrir hreina tilviljun slæddist liann á fund hjá Leikfélagi Keflavíkur og í þeiiri tiIvistarkreppu, sem félagið útti í um þær mundir, reyndist Hilmar hvalreki á þeirra fjörur. Hann fékk strax aðalhlutverk í sjónleiknum „Er á meðan er", en skömmu síðar, annað aðalhlutverk, en af öðrum toga spunnið, formannsembættið, sem liann rækti af miklum krafti í tvö ár, frá 1978-80, - þótt hann færi ekki á fjalimar sjálfur. Hilmar tók við formennskunni aftur sex árum seinna, - eða 1986-1989 og vann af sama dugnaði og krafti og áður. Þessi tengsl hans við leikhús, vakti löngun Hilmai's til semja leikhúsverk. Hann skrifaði leikritið „Utkall í klúbbinn". sem LK, sýndi undir stjórn Gunnars Eyjólfssonar. Verkið fjallaði um örlög lögreglumanns á Kefla- víkurflugvelli, sem bjargar dóttur forstjóra verktakafyrirtækis úr vamarliðsklúbbi. í stuttu máli, þá er lögreglumaðurinn jarðaður lifandi af lögreglustjóra og foreldrum stúlkunnar. Að margra dómi er þetta eitt beinskeyttasta verk um hermang og gróðahyggju hér á landi. Eg hef varið næstum öllu mínu máli í rithöfundinn og menningarmálamanninn Hilrríar Jónsson, svo að röðin hlýtur, svona lokin, að vera kornin að bókasafns- starfsmanninum Hilmari Jónssyni, sem nánast helgaði safninu alla sfna starfsæfi, eða samtals 35 ár. Geri aðrir betur. A þessum ámm hefur safnið blómstrað og vaxið. I upphafi var það með 1600 útlánshæfar bækur, en telur í dag 40.000 eintök og öll stofnunin hefur vaxið sem því nemur, Hilmar hefur ætíð verið mikill baráttumaður fyrir sitt safn, enda hefur það ekki einungis verið hans starf, heldur áhugamál. Því er nú vel við hæfi að kynna verk hans í þessu glæsilega húsnæði. Enginn á það fremur skilið en Hilmar og ég veit að þar em margir mér sammála. En þótt Hilmar hafi eytt stórum hluta æfinnar innan veggja bókasafnsins og hafi sterkar taugar til þess, ætlaði hann sér ekki að verða safngripur þar, - vinna svo lengi sem líf Itans entist. Hann lét af störfum þar l'yrir hálfu öðru ári. Hélt skömmu síðar til Kaupmannahafnar, í farteski eiginkonu sinnar, Elísabetar Guðrúnar Jensdóttur, kennara við Myllubakkaskóla, sem hugði á nám í Danaríki. Ytra sat Hilmar ekki auðum höndum. Hafði samand við landa sína, ferðaðist um og sat við skriftir, mest við leikritunargerð, um eldprestinn Jón Stein- grímsson, sem Suðumesjamenn fá vonandi að sjá á sviði áður en langt um líður. Auk þessa hefur Hilmar stundað nám í handritagerð kvikmynda, svo einhvers er líka að vænta frá honum úr þeirri átt. Kominn á eftirlaun um sextugt, hefur Hilmar nú frjálsan tíma, en ætli það sé ekki með Itann eins og fleiri, að þeir liafa aldrei nteira að gera, en eftir að þeir hætta að vinna. I spjalli um Hilmar, vegna þessarar samantektar, sagði kunningi minn, að Hilmar væri kominn af léttasta skeiði og útbrunninn. Þessu var ég alveg ósammála, enda Itafði ég vitnesku um að hann hefði með hóflegu matarræði og hreyfingu, brætt af sér 20 pundum og kominn niður fyrir kjör- þyngdina.... Og eitt er vfst góðir gestir, að ef þið sjáið léttstígan trimmara steðja um götur Keflavíkur og nágrennis, - með hendurnar fram með síðunum, eins og hann sé að færast mikið í fang, þá er það Hilmar Jónsson, fyrrverandi starfsmaður Bæjar- og hérðasbókasafns Keflavíkur, hress með næga orku til áhugamála sinna næstu árin. Hentugar tækifærisgjafir SJÓNAUKAR Einfaldir/tvölfaldir. Verð frá kr- 2.273,- MYNDAVÉLAR Verð frá kr. 3.390,- n APALSTÖDIN BENSÍNAFGREIÐSLA Upplýsingar um allar ferðir í SÍMSVARA 11590 Sérleyfisbifreiðar Keflavíkur Sími 92-15551 FAXI 137

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.