Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 11

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 11
Unga kynslóðin vildi strax fara að prófa nýja salinn sem er eins og sjá má bjartur og rúmgóður. Samkvæmt upplýsingum sveitarstjóra er nú þegar búið að ráðstafa flestum tímum í húsinu. Ljósm. HH. körfuboltaleik t.d. kæmust ekki færri en þúsund manns í húsið. Búningsklefar eru fyrir 180 manns. í kjallari er 368 fermetrar að stærð og er fyrirhugað að nota það svæði í framtíðinni m.a. fyrir líkamsrækt og skylda starfsemi. Anddyri er mjög rúmgott og virðist afgreiðsluaðstöðu haganlega fyrir komið. 25 metra útisundlaug Langþráður draumur margra Garðmanna hefur nú ræst þegar loks hefur verið byggð sundlaug á staðnum. Hún er staðsett við vestuenda hússins og er raunverulega sá áfangi sem lengst hefur verið í byggingu. Laugin sjálf er 25 metrar á lengd og 8 metrar á breidd. Að auki eru þar tveir heitir pottar sem eru í dag ómissandi við slíka sundlaug. Einnig lítil rennibraut fyrir yngstu gestina. Er ekki að efa, að á næstunni verði laugin vinsæll viðkomustaður Garðbúa á öllum aldri. Byggingarkostnaður Það er mikið þrekvirki fyrir lítið sveitarfélag að byggja slíkt mannvirki sem þetta. Alls hefur það kostað um 160 milljónir. Fyrri áfanga sem inniheldur búningsklefana var lokið fyrir nokkrum árum og var kostnaður við hann á núgildandi verðlagi um 15 milljónir. Framkvæmdir nú nema um 145 milljónum og eru að mestu tjánnagnaðar með láni til 15 ára. Þegar til þess er litið, að gamla íþróttahúsið var byggt fyrir fimmtíu árum. þá eru fimmtán ár skammur tími til að greiða niður svo mikla framkvæmd. Umhverfið til fyrirmyndar Það vekur óneitanlega athygli, að jafnframt því sem smíði hússins er lokið, þá hefur hreppurinn fullkomlega gegnið frá næsta umhverfi hússins. Þar hafa verið malbikuð bílastæði fyrir 56 bíla, lagðar hellur á 500 fermetra og um 3CXK) fermetra svæði hefur verið tyrft. Til þess ennfremur að lífga upp á umhverfið, þá hefur fallegu grjóti og möl verið komið smekklega fyrir við húsið. Það er ekki hægt annað en að bera virðingu fyrir slíkum myndarskap. Faxi vill því taka undir orð oddvitans og segja: Til hamingju Garðmenn. Að lokum er gaman að geta þess, að til heiðurs þessu framtaki Garðmanna færði íþróttafélagið Valur í Reykjavík heimaleik sinn í fyrstu deild karla í handbolta gegn Aftureldingu í hið nýja íþróttahús. Leikurinn var leikinn .mánudaginn 27. október s.l. og lauk honum með sigri Vals. HH Hér standa þeir saman Hjalti Guðmundsson aðalverktaki hússins og Sigurður Jónsson svcitarstjóri Gerðahrcpps og voru þeir báðir í sjöunda liimni með daginn. Nú var hlutverki Hjalta og hans manna iokið og Sigurður og hans fólk gat nú tekið til við að fcka húsið Garðmönnum til gagns og ánægju. Ljósm. HH. ~T: Þú færð bílinn hjá okkur Grófin 7 og 8 Sími 14690 og 14692 • . W: ^ • 'r-'- Þú fœrð ríflegan skattaafslátt og ríkulega raunávöxtun á Sparileið 5 Sparileið 5 er tvímælalaust ein arðvænlegasta sparileiðin á fjármagnsmarkaðinum Leið að eigin húsnæði Leið að eigin varasjóði Leið til lækkunar á sköttum Því ekki að líta við og fá nánari upplýsingar ISLANDSBANKI FAXI139

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.