Faxi - 01.09.1993, Side 12
Altæk gæðastjórnun hefur verið æ
fyrirferðameiri í umræðunni undanfarið.
Ymsir halda því fram að hér sé á ferðinni
ein önnur loftbólan sem eigi eftir að springa
með hvelli. Ástæða þykir því að skoða
hvort þessi stjórnunaraðferð hafi skilað
einhverjum árangri eða hvort þetta séu
óþarfa upplýsingar á upplýsingaöld.
Saga altækrar gæðastjómunar
Gæðastjórnun á sér sögu sem rekja má
aftur til fyrri hluta þessarar aldar.
Bandaríkjamenn voru fyrstir til að taka upp
tölfræðilega stjómun ferla. Á árunum milli
fyrri og seinni heimsstyrjaldar vann maður
að nafni Walter A. Shewhart við rannsóknir
hjá Bell símafyrirtækinu í Bandaríkjunum,
sem leiddu til tengingar tölfræði (Statistics)
og stjórnunar. Niðurstaða þessara
rannsókna var tölfræðileg stjórnun ferla
sem altæk gæðastjórnun (AGS) spratt upp
af. Á árunum fyrir seinni heimsstyrjöld og
á meðan á styrjöldinni stóð þurftu
Bandaríkjamenn að auka stórlega
framleiðslu sína samhliða því að halda
gæðunum í hámarki. Þeim tókst að ná
árangri með aðstoð tölfræðilegra aðferða.
Á þessum árum voru bandarískar vörur
eftirsóttar um allan heim vegna gæða og
mikillar endingar. Hver man ekki eftir
bandarískum bifreiðum frá þessum tíma,
bifreiðum sem eru til enn í dag. Fljótlega
eftir seinni heimsstyrjöldina hættu
Bandaríkjamenn að nota tölfræðilegar
aðferðir við stjórnun fyrirtækja sinna.
Ástæðan var mikil eftirspurn eftir vörunt
sem framleiddar voru í Bandaríkjunum og
lítil samkeppni. Á markaði þar sem allt
seldist sem framleitt var þótti stjómendum
taka of langan tíma að tryggja gæði með
tölfræðilegum aðferðum og því var fallið
frá þessum hugmyndum. Enda hefur það
sýnt sig að bandarískar vörur hafa farið
halloka fyrir öðrum vörum í samkeppninni.
Þó AGS sé upprunnin í Bandaríkjunum
var hún tekin upp í Japan eftir seinni
heimsstyrjöldina, þegar hafin var endurreisn
japansks efnahagslífs. Japanir fengu til iiðs
við sig tvo menn sem voru í fararbroddi í
gæðastjórnun í Bandaríkjunum, þá dr.
Joseph M. Juran og dr. W. Edwards
Deming. Dr. Deming, tölfræðingur að
mennt, kynnti AGS fyrir Japönum,
stjórnendum japanskra fyrirtækja og
verkfræðingum í japönsku efnahagslífí.
Þegar þessir menn komu inn í japanskt
efnahagslíf var japönsk vara þekkt fyrir háa
bilanatíðni og „Made in Japan“ var merki
um lélaga vöru. Nokkrum árum seinna
þegar Japanir höfðu beitt AGS í ríkum mæli
við stjórnun sinna fyrirtækja voru Japanir
að hetja stórsókn sína á heimsmarkað t.d.
með bifreiða- og rafmagnstæki. I dag vita
allir hve stóran hluta markaðarins Japanir
hafa yfirtekið með vörugæðum og
hagkvæmni sem þeir náðu með altækri
gæðastjómun.
Eftir að Bandaríkjamenn hættu að nota
tölfræðilegar aðferðir við stjórnun gæða
áttaði dr. Deming sig á því að í
Bandaríkjunum var það rangur hópur
manna sem helgaði sig gæðastjórnun.
Stjórnendur fyrirtækjanna höfðu ekki verið
með í verkefninu. Áherslan hafði verið
lögð á að kenna verkfræðingum og
hönnuðum aðferðimar. Síðan þá hefur dr.
Deming lagt megináherslu á leið-
togahlutverk stjórnenda fyrirtækjanna í
altækri gæðastjórnun. Þetta hafa
stjórnendur japanskra fyrirtækja tileinkað
sér með frábærum árangri.
Er ástæðan menningin?
Margir hafa haldið því fram að menning
Japana sé ástæða velgengni þeirra. Það má
vel vera en menning Japana árið 1951 hafi
verið mjög svipuð og 1971 eða 1991. Mun-
urinn á efnahagslegri velgengni þeirra er
hins vegar mikill. Árið 1951 höfðu vörur
framleiddar í Japan orð á sér fyrir að vera
lélegar með eindæmum. I dag eru þetta
hágæðavörur. Menningin hefur breyst lítið
sem ekkert en japanskar vörur í dag eru
viðurkenndar fyrir gæði og endingu. Árið
1951 hófu Japanir innleiðingu altækrar
gæðastjórnunar sem veitti þeim alþjóðlega
viðurkenningu fyrir framúrskarandi
vörugæði.
Lokaorð
Ef Japanir hafa getað náð yfirráðum á
heimsmarkaði með aðstoð altækrar gæða
stjórnunar er vert að gefa stjórnunarað-
ferðinni gaum. Stjórnendur íslenskra
fyrirtækja ættu að kynna sér þessar aðferðir
út í hörgul áður en þeir afskrifa þær sem
hverja aðra loftbólu sem niuni springa
innan skamms. Altæk gæðastjórnun er
lífsviðhorf jafnt sem stjórnunaraðferð. Ef
menn tileinka sér þessar aðferðir, þetta
lífsviðhorf, munu þeir ná árangri.
Mikilvægt er að nýta sér það fordæmi sent
Japanir hafa sett.
Magnús B. Jóhanncsson
Höfundur er rekstrar- og stjórnunarfræð-
ingur og framkvæmdastjóri Islenskrar
gæðastjórnunar sf.
Hcimildir: Deming, W. Wdwards, Out of
the Crisis (Cambridge: Massachusetts
InstituteofTechnology, 1986)
Walton, Mary, The Deming Management
method (New York: Harper Collins
Publishers Inc., 1991)
140 FAXI