Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 16
með eilítið meiri trjágróðri — ég er viss um
að það kemur. Grindvíkingar hafa byggt
myndarlega á seinni árum og virðast halda
sínum húsum vel við. Eins og áður sagði er
íþróttasvæðið mjög gott og þar er einnig
tjaldsvæði sem er mjög mikið notað. Geysi
miklir möguleikar eru til frekari upp-
byggingar umhverfis allt hafnarsvæðið og
með frekari dýpkun innsiglingarinnar í
framtíðinni, þá mun Grindavík halda áfrarn
að vaxa sem einn af öflugustu útgerðar-
bæjum landsins.
18 holur og nýir búningsklefar
Jón skilaði mér nú aftur til
bæjarskrifstofunnar og þar hitti ég þá Jón
Gunnar Stefánsson bæjarstjóra og Halldór
Ingvason félagsmálastjóra. Fékk ég
Halldór til að úttala sig um sameiningar-
málin sem eru nú í brennidepli og birtist
það viðtal á öðrum stað í blaðinu. En
jafnframt fékk ég hjá honum fregnir af
hinum ágæta golfvelli þeirra Grindvíkinga,
en Halldór er einmitt formaður golf-
klúbbsins. A golfvellinum við Húsatóftir
eru nú níu holur og er hann með betri
golfvöllum landsins. Lengi vel voru ekki
uppi neinar áætlanir um að stækka hann í
18 holur, en eftir því sem Halldór sagði, þá
kom í Ijós við nánari athugun, að þarna er
nægilegt og raunar ágætt land undir tleiri
holur. Og þó ekki sé í gangi nein sérstök
áætlun um það, þá gæti það allt eins gerst á
næstu árum að völlurinn yrði l8holur. Mér
þótti þetta góðar fréttir, sérstaklega ef áfrani
verða nokkrar holur á neðra svæðinu
meðfram sjónum.
í stuttu spjalli við Jón Gunnar kom fram,
að verið væri að gera samkomulag við
knattspyrnudeild UMFG um að deildin
byggði nýtt búningsklefahús við
knattspyrnuvöllinn. Myndi síðan bærinn
kaupa húsið þegar verkinu væri lokið. Er
þetta nokkuð nýstárleg og athygliverð leið,
því deildin á vissa möguleika á að koma
húsinu upp á ódýran hátt með hagkvæmum
samningum, sjálfboðavinnu og sérstökum
fjáröflunarleiðum. Þá væri körfubolta-
deildin að innrétta fyrir sig félagsaðstöðu í
Festi. Það er því greinilegt, að bæjar-
stjórnin er tilbúin að styðja við bakið á
íþróttafólki bæjarins.
daga. Við skulum vona að það hafi gengið
eftir hjá Jóni.
Aðstaða fiskmarkaðarins í húsinu er
mjög góð. Þar er gott pláss fyrir þann fisk
sem taka þarf inn á gólf og vel fer um þá
sem koma til að bjóða í fisk. Eins og
kunnugt er, þá hefur Fiskmarkaður
Suðurnesja haft mikið frumkvæði hvað
varðar tölvuvæðingu þessarar starfsemi og
því hafa þeir sem bjóða í fiskinn nýjar og
ferskar upplýsingar í höndunum og geta
boðið þarna í fisk víða að á landi og sjó.
Virðist þaö magn sem nú fer um markaðinn
vera heldur rneira en í fyua, en verð vera
svipuð. Ekki er ólíklegt að í IVamtíðinni
muni mest allur fiskur sem upp úr sjó
kemur verða seldur á fiskmörkuðunum.
Að lokum sýndi Jón mér íbúðabyggðina
þvera og endilanga. Aðspurður kvað hann
eftirspurn eftir lóðum vera þetta 5-10 á ári.
Lögð er áhersla á að fylla upp í göt hér og
þar í byggðinni, en ein ný gata, Fornavör,
hefði þó verið lögð í sumar og þar er þegar
hafin bygging á fyrsta húsinu. Það virðist
ekki vera mikill áhugi á byggingu stærri
sambýlishúsa og því væri verið að breyla
skipulagi þar sem fyrirhugað væri að
byggja raðhús í stað blokkar.
Gönguleiðin í Voga endurvakin
En það er einnig annað átaksverkefni í
gangi í Grindavík. Skammt frá
íþróttavellinum var hópur fólks að vinna við
að leggja göngustíg og hlaða vörður við
upphaf hinnar fornu gönguleiðar milli
Grindavíkur og Voga. Er sá staður beint
upp af íþróttasvæðinu á móts við
tjaldsvæðið. Þarna krossast fornar
gönguleiðir, þar sem önnur fer í Voga -
Skógfellavegur - og hin liggur í Njarð-
víkurfitjar - Skipsstígur. Það er mjög
áhugavert fyrir alla að fara þessar leiðir
fótgangandi (5-6 klst. hvor leið) því margt
fallegt og spennandi ber fyrir augu manna.
Hin sveitarfélögin munu einnig byggja upp
sína upphafspunkta og í samvinnu við
Ferðamálasamtök Suöumesja verða þessar
leiðir betur kortlagðar rneð merktum
kennileitum og fróðleiksmolum. 1
Grindavík var verið að leggja myndarlegan
göngustíg til að beina fólki inn á þessa leið
en jafnframt verður út frá honum lagður
stígur út að Dvalarheimilinu Víðihlíð. Með
því fá íbúar hússins ágæta gönguleið að
miðbænum þar sem öll helstu
þjónustufyrirtækin eru til staðar. Við
upphafsstað gönguleiðarinnar var búið að
endurhlaða myndarlega vörðu, en annars
munu flestar þær vörður sem vörðuðu
leiðina vera til staðar enn í dag.
Jón sagði frá því, að ekki væru önnur
stórverkefni í gangi en sundlaugin, en því
meiri áhersla væri lögð á það sem kalla
mætti umhverlismál í bænum. Búið væri
að leggja slitlag á allar götur og væri nú
unnið við það að helluleggja gangstéttar.
Væri það stefna bæjarins að helluleggja
gangstéttirnar frekar en að steypa þær.
Helur mikið magn af hellum verið keypt af
átaksverkefni sem efnt var til í sumar til að
skapa atvinnulausu fólki vinnu. Gafst þetta
víðast vel og var þá oftast unnið við störf
tengd umhverfismálum. Tryggvi Hansen
var fenginn til að leiða 10-15 manna hóp
sem vann áðurnefnt verk. Hellumar voru
fengnar í hrauninu uustan við byggðina og
hugmyndirnar þróuðust eftir því sem verkið
vannst. Er óhætt að segja að það sé bæði
frumlegt og eftirtektarvert.
Léttsteypu Suðumesja og ætti m.a. að ljúka
hellulagningu á stóm svæði við íþróttahúsið
og nágrenni þess. I sumar hafa um 50
unglingar verið í bæjarvinnunni við ýmis
störf.
Hafnarsvæðið og Fiskmarkaður
Suðumesja
Næst lá leið okkar Jóns niður að höfninni
þar sem mátti sjá merki um nokkra
athafnasemi. Verið var að vinna við hlið
stóra hússins sem netaverkstæðið Möskvi
byggði fyrir nokkrum ámm og er nú í eigu
bæjarins. Er verið að taka húsið í gegn að
utan og hreinsa það og síðan verður það
málað. Þá stóðu yfir dýpkunarfram-
kvæmdir við Eyjabakkabryggjuna, en þar á
að setja niður um 180 metra langt stálþil.
Stendur til að breikka bryggjuna um 10
inetra. GrindvikingíU' em ekki á flæðiskeri
staddir hvað varðar athafnasvæði við
höfnina og þar mun því í framtíðinni halda
áfram að byggjast upp góð aðstaða fyrir
sjávarútveginn. Við Seljabót 2 stendur
myndarlegt hús sem Fiskmarkaður
Suðurnesja og Hafnarskrifstofumar eru nú í.
Þetta hús var byggt á síðasta ári og við það
er nú og fullkomin hafnarvigt. Var nokkuð
athyglisvert að sjá, hvar vigtarmönnunum
hafði verið komið fyrir (sjá meðf. mynd).
Eitt er víst að þeir hafa óvenjugott útsýni
yfir hluta hafnarinnar og innsiglinguna. Að
vísu kvartaði vigtannaðurinn yfir því að það
væri ólíft þarna inni vegna sólskins, en Jón
lofaði því að nýjar og fullkomnar
sólgardínur yrðu komnar upp eftir nokkra
Grindavík er orðinn glæsilegur
bær
Það fer ekki á milli mála, að hafi
Grindvíkingar sett sér það markmið að taka
til hendinni í bænum svo um mutiaði, þá
hefur þeim tekist að framfylgja því
markmiði. Yfirbragð bæjarins er í dag
virkilega fallegt og þar eru fáir lausir endar.
Víkurbrautin er að fá á sig góðan og
samfelldan heildarsvip sem þó mætti bæta
4
I
144 FAXI