Faxi - 01.09.1993, Síða 21
Minning
Sigurður N. Brynjólfsson
Fæddur 20. febrúar 1912 - Dáinn 15. júní 1993
Sigurður N. Brynjólfsson var fæddur
20.02 1912 í Syðri-Vatnahjáleigu í Austur-
Landeyjum í Rangárvallasýslu, sonur
hjónanna Margrétar Guðmundsdóttur og
Brynjólfs Jónssonar. Tveggja ára fór
Sigurður í fóstur til Guðlaugs Sigurðssonar
og Ingveldar Guðmundsdóttur í Lækjar-
hvamnii í sömu sveit. Þar ólst Sigurður upp
ásamt Ágústi syni þeirra hjóna og ef æskuár
Sigurðar bárust í tal milli okkar minntist
Sigurður þeirra hjóna með mikilli hlýju og
Ágústar minntist hann ávalt sem bróðurs
síns.
Kynni okkar Sigurðar hófust í Vest-
mannaeyjum, ég þá tvítugur en hann þremur
árum eldri. Með okkur þróaðist vinátta sem
átti eftir að endast til æviloka Sigurðar, að
vísu skildu leiðir í nokkur ár en þá stundaði
Sigurður sjómennsku og daglaunavinnu í
Reykjavík og síðan lögreglustörf á Sauð-
árkróki, en þannig atvikaðist að við fluttum
báðir til Keflavíkur á sama tíma.
Sigurður ólst upp við venjuleg sveitastörf
og lauk lögbundnu skyldunámi eins og það
var á þeim tíma, auk þess var hann einn
vetur í Iþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í
Haukadal. Þólt skólagangan væri stutt aflaði
hann sér eigi að síður ágætrar þekkingar og
var vel að sér um marga hluti. Hann
stundaði daglaunavinnu og sjómennsku þar
til hann réðist lögregluþjónn á Sauðárkrók á
heimstyrjaldarárunum síðari, en flutti til
Keflavíkur 1943 og var þar lögregluþjónn
um skeið.
Eftir að Sigurður lét af störfum í lög-
reglunni stundaði hann oftast almenna
verkamannavinnu. Síðustu árin var hann
húsvörður við íþróttahús barnaskólans í
Keflavík. Hann var einn af stofnendum
Alþýðubandalags Keflavíkur og formaður
þess um fjölda ára. Sigurður tók virkan þátt
í pólitísku starfi. Þá var hann virkur félagi í
Verkalýðs- og sjómannafélagi Keflavíkur.
Einnig var hann um árabiI í stjórn
Kaupfélags Suðurnesja. Hann var
flugmælksur og sópaði af honum í ræðustól.
Þá tók Sigurður virkan þátt í íþrótta- og
ungmennafélgsstarfi, hann var formaður
Héraðsambands Skagafjarðar þegar hann
var á Sauðárkróki og hann var einnig um
skeið formaður íþróttabandalags Suður-
nesja. Á þeim árum sat hann Sæði þing
U.M.F.Í og Í.S.Í.
Sigurður var íþróttamaður í fremstu röð
og bar þar glímuna hæst. Hann hafði
frábært keppnisskap og keppnishörku og var
sigursæll í keppnum en glfmdi oft með
gætni. Hann var varnarmaður ágætur og var
í alla staði hinn öruggasti og drengilegasti
glímumaður. Hann álti langan glímuferil að
baki og hafði þreytt kappglímur um 24 ára
skeið. Sigurður keppti á sínum heimaslóðum
á árlegum íþróttamótum U.M.F. Dagsbrúnar
í Austur-Landeyjum og U.M.F. Þórsmerkur
í Fljótshlíð. Sigraði hann þar í glímu á þeim
þremur síðustu mótum sem hann tók þátt í.
Hantt vann Ármannsskjöldinn 1940.
Sigurður var áhugamaður um glímuna og
framgang hennar og stundaði glímukennslu
með góðum árangri á eftirtöldum stöðum: í
Austur- og Vestur-Landeyjum, á Sauðár-
króki tvö námskeið, við Bændaskólann á
Hólum, á Árskógsströnd og í Keflavík. Árið
1957 fór flokkur undir stjórn Sigurðar á
heimsmót æskunnar í Moskvu. Glímu-
mennirnir voru sjö, allir úr Reykjavík.
Flokkurinn var meirihluta júlímánaðar í
Moskvu og sýndi þar glímu við góðan
orðstír. Árið 1950 liélt Héraðsambandið
Skarphéðinn bændaglímu í tilefni af
fertugsafmæli sínu og glfmdi Sigurður þar
þá þrjátíu og átta ára að aldri. Aðalstarf
Sigurðar var á þessum ámm sjómennska og
vom æftngar hans mjög stopular og jafnvel
liðu svo ár að hann æfði ekki neitt.
Á Sauðárkróki hafði Sigurður forgöngu
um að haldin vom þar héraðsmót í íþróttum
og keppti liann þar í kringlukasti og kúlu-
varpi og setti héraðsmet í báðum grein-
unum.
í Keflavík tók Sigurður þátt í íþrótta-
mótum einkum í sundi og átti hann Suð-
umesjamet í bringusundi og baksundi.
Síðustu ár æfi sinnar tók hann þátt í
fjölmörgum púttmótum á Suðumesjum og
vann til fjölda verðlauna. Sigurður átti við
vanheilsu að búa síðustu árin, en eigi að
síður má segja að hann haft stundað púttið
og sundið til hinstu stundar.
Sigurður kvæntist Pálínu Ragnhildi
Rögnvaldsdóttur 24. maí 1941. Hún var
fædd 18. maí 1918. dáin 10.07 1992. Þau
bjuggu fyrst á Sauðárkróki eti er þau fluttu
til Keflavíkur bjuggu þau fyrst að Tjarn-
argötu 18, en frá og með ársbyrjun 1951
bjuggu þau í eigin liúsi að Garðavegi 8.
Þau eignuðust sjö börn og eru fimm
þeirra á líli, en þau em:
Þráinn f.l2.júní 1942. Dáinn II. maí
1970.
Stúlka f. 1944. dó sama dag.Dóra Guðrún
fædd 23. ágúst 1945. Sambýlismaður:
Sigurður Þorsteinn Ólafsson.
Hafdís fædd 17. desember 1947. Sam-
býlismaður Björgvin Bergsson.
Brynjólfur f. 5. ágúst 1949. Sam-
býliskona: Guðlaug Guðmundsdóttir Fyrri
maki: Erla Zakanasdóttir.
Reynir f. 28.2 1951 Sambýliskona:
Magný Jónsdóttir.
Omar f. 29. 12. 1955. Sambýliskona Sól-
rún Haraldsdóttir.
Bamabömin em sextán að tölu.
Með Sigurði er horfmn af sjónarsviðinu
mikill félagshyggjumaður. Hér hefur verið
leitast við draga upp mynd af lífshlaupi og
hugðarefnum Sigurðar, en í stuttri grein sem
þessari hlýtur margt að vera ósagt. Blessuð
veri minning SigurðurN. Brynjólfssonar
Gcstur Auðuasson
GREIÐSLUÁSKORUN
Gjaldheimta Suöurnesja skorar hér með á gjaldendur, sem
ekki hafa staðið skil á opinberum gjöldum, sem álögð voru
1990,1991,1992 og 1993 og féllu í gjalddaga fyrir 1.
nóvember 1993 og eru til ínnheimtu hjá Gjaldheimtu
Suðurnesja að greiða þau nú þegar og eigi síðar en innan
15 daga frá birtingu greiðsluáskorunar þessarar.
Gjöldin eru nánar tiltekið þessi: Tekjuskattur, sérstakur
tekjuskattur, útsvar, eignarskattur, sérstakur eignarskattur,
útflutningsráðsgjald, slysatryggingagjald atvinnurekenda
samkvæmt 36.gr. laga, nr. 67/1971 slysatryggingagjald
vegna heimilisstarfa, lífeyristryggingagjald samkvæmt 20.
gr. laga nr. 67/1971, atvinnuleysistryggingagjald,
kirkjugarðsgjald, gjald í framkvæmdasjóð aldraðra,
sérstakur skattur á skrifstofu- og verslunarhúsnæði,
iðnlánasjóðs- og iðnaðarmálagjald, aðstöðugjald,
verðbætur á ógreiddan tekjuskatt og verðbætur á ógreitt
útsvar.
Jafnframt er skorað á gjaldendur að gera skil á
vangreiddri staðgreiðslu opinberra gjalda en gjaldendur
mega búast við því að atvinnurekstur þeirra verði
stöðvaður af lögreglu án frekari fyrirvara.
Fjárnáms verður krafist án frekari fyrirvara fyrir
vangoldnum eftirstöðvum gjaldanna ásamt dráttarvöxtum,
álagi og kostnaði að liðnum 15 dögum frá birtingu
greiðsluáskorunar þessarar.
Njarövík, 4. nóvember 1993.
Gjaldheimta Suöurnesja
FAXI149