Faxi - 01.09.1993, Page 22
Brot úr sögu sólar
Fræðamaður lét einhverju sinni hafa eftir sér að ekki væri ætlandi að skrifa
sæmilega ritgerð án þess að leita til orðabókar í a.m.k. tvígang. Ekki er því úr
vegi að uppfylla lögmálið og huga lítillega að orðinu sól. Sólarheitið og sunna
koma fyrir í flestum þjóðtungum vestrænum. Reyndar er það ekki orðið sól
sem ég hef mestan áhuga á heldur orðið sólarsaga og hvernig það er útskýrt í
íslensku orðsifjabókinni, þar segir að sólarsaga merki „viðburðarrík, Iítt trúleg
saga“. Þá vitum við hvað í vændum er ef öll sólarsagan er sögð.
Ég ætla að leyfa mér einn útúrdúr hér, en
í áðurnefndri orðabók er bent á að tilefni
nafngiftarinnar sólarsaga sé ekki fullljóst,
sbr. sónarsaga. Orðið són er nafnið á keri
því sem varðveitti skáldamjöðinn, þannig sé
til orðið sónarsaga sem merki „furðuleg, lítt
trúleg saga“. Útúrdúmum er hér lokið.
Engum dylst að sólin sem alla með kossi
vekur er ásamt stjörnum og tungli í
nokkurri fjarlægð frá jörðu. Ekki virðist því
áhlaupaverk að ráðast til atlögu við hana og
rannsaka. Það væri sannkölluð sónarsaga ef
einhverjum tækist að ráfa til sólar og setja í
hana mæli og lesa af hitann. Ekki einu
sinni barón Karl Friedrick Hieronymus von
Munchausen fór slíkar ferðir, hann lét sér
nægja Venus.
Okkur ætti því ekki að bregða í brún að
sólin er örðugt viðfangsefni og snúið til
skilnings, og eins og oft vill verða um slík
efni þá voru þau fóstruð í trúarbrögðum.
Lofgjörð um sólina, reyndist óður til lífsins
og þar við sat uns mönnum opnuðust nýir
heimar með sjónaukum og rafknúnum
mælitækjum.
Lærdómurinn sem draga má af þessu er
sá að það skiptir miklu máli í öllum fræðum
og vísindum á hverjum tíma hvað unnt er
að skoða og rannsaka, -eins og það heitir
nú. Við gætum þá sagt að hvað verður
vitað á hverjum tíma er háð því hvaða
verkfæri - tæknileg og andleg - eru til
staðar. T.d. skiptir máli hvenær sjónaukinn
kom til sögunnar, eins skiptir máli hvaða
stærðfræði var til á hverjum tíma, en þetta
síðamefnda er öllum ekki jafn augljóst, en
skiptir þegar öllu er á botninn hvolft ekki
síður miklu. Úr nútímanum eru flestum
kunnar tölvur og tölvustýrð raftæki,
auðvitað var ekki unnt að smíða slíka gripi
án rafmagns, en völundarhús tölvunnar er
byggt upp á stærðfræði sem var til löngu á
undan nokkurri hagnýtingu rafmagnsins,
þannig eru tölvunnar bæði gömul andleg
tækni og ný verkleg.
Þegar Galileó Galilei beindi fyrstur
manna sjónauka að himinhvolfinu - árið
1609-, höfðu menn haldið að tunglið væri
slétt, stjömurnar sem sáust á himinhvolfinu
væru ekki fleri en ber augun sjá, sólin væri
Ágúst Ásgeirsson.
slétt, ekki væri tungl um nokkra stjörnu
nema jörðina og þannig má lengi telja. Allt
þetta breyttist með tilkomu sjónaukans er
Galilei smíðaði eftir forskrift frá Hollandi.
Þetta er eins og að fá gleraugu þegar þeirra
hefur lengi verið þörf, það er eins og manni
opnist nýr heimur, heimur sem alltaf var
þama en maður bara kom ekki auga á hann.
I bókinni Heimsmynd á hverfanda hveli
eftir Þorstein Vilhjálmsson, seinna bindi.
segir prýðilega frá þeirri umbyltingu er
störnuskoðun Galileis hafði í för með sér.
Myndin af sjónauka Galileis er úr þein i bók
tekin. Fyrir sólarritgerð skiptir miklu að
Galilei taldi sig sjá sólbletti á sólu, þessir
blettir virtust breytast frá einum tíma til
annars og voru óreglulegir í lögun.
Sólblettir eru áhugaverð fyrirbæn og hafa
lengstum verið hin mesta ráðgáta. Síðar
tíma sjónaukar leiddu í Ijós að sólin okkar
er ekki einsdæmi um sólir heldur eru þær
fjölmargar og nýjar og nýjar athuganir
virðast leiða í Ijós enn lleiri sólir, svo nú
skiptir fjöldi þeiira hundmðum milljóna.
Sólin í okkar sólkerfi er gífurlega stór
miðað við aðra hluti í sólkerfinu. Hún er
fyrna þung, til að vega upp sambærilegan
massa þyrfti 330 þúsund jarðir. En jörðin er
samt miklu þyngri í sér. Ef við tækjum
lítrafernu af mjólk og settum í hana
meðaljarðai'efni þá vegur lítrinn um það bil
5.5 kg, ef lítrafernan innihéldi
meðalsólai'efni þá væri hún 1.4 kg. Skýr-
ing er sú að sólin samanstendur aðallega af
léttustu frumefnunum vetni og helíum. Á
meðan íjörðinni eru miklu þyngri frumefni.
En sólin er líka miklu heitari en jörðin.
Talið er að jörðin sé um 5000°C heit innst,
það er álíka hiti og á yfirborði sólarinnar.
Innsti kjari sólar er hins vegar talinn vera |
15.5 milljónir gráða. Nú andvarpar
hugsanlega einhver og segir: ég get skilið
að þegar ég fer á sjúkrahús og sjúkraliðinn
stingur í mig mæli og les af 38°C þá sé
hitinn u.þ.b. 38°C, en eins og þú sagðir
áðan þá er bara ekki unnl að hverfa til sólar
og stinga í hana mæli og hvernig getur þú
verið viss. Við skulum reyna að svara, í
fyrsta lagi gerum við smá tilraun, hvað
gerist ef við slökkvum ekki á
eldavélahellunni, þegar pottamir eru teknir
af. Eldavélahellan hitnar og vel að merkja
hún skiptir litum verður fyrst rauðleit, gul
og loks blá (og þá er löngu kominn tími til
að slökkva á hellunni, krakkar; ekki gera
þessa tilraun einsömul). Eldsmiðirnir
gömlu hömruðu járnið meðan heitt var,
hversu heitt þekktu þeir á litnum og voru
um það til mikil fræði á þeim tíma. Litur
sólar segir okkur að yfirborðið er um
5(X)0°C. En Iritinn í kjarna sólar er furidinn
á annan hátt.
Við vitum að við þurfum raforku til að
framkalla Ijós á ljósaperuna og orkuna þarf
að framleiða eða framkalla á einhvern hátt.
Sumstaðar er notuð kjamorka til þess. Sú
kjarnorka er tilraun lil að virkja orkuna sem
fólgin er í kjarnorkusprengingu. Þessu
fylgir öll umræðan um hættuleg geislavirk
efni eins og úran, plúton o.s.frv.
Kjarnorkuverin ganga fyrir svokölluðum
kjarnahvörfum, reyndar þeirri tegund
kjarnahvarfa er einkennast af því að efni eru
150 FAXI