Faxi

Árgangur

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 27

Faxi - 01.09.1993, Blaðsíða 27
Knaffborðssfofð Suðurnesja Nútímanninum bjóðast sífellt fleiri taekifæri til ad finna sér tóm- stundagaman við hæfi. Mörgum þykir íþróttin ballskák, eda billiard, mjög skemmtileg og eitt er víst að íþróttin á miklum vinsældum að fagna í sjónvarpi. I Evrópu eru Qölmargir atvinnumenn í ballskák og nú á næstunni munu þrír ungir landar okkar reyna sig á þeim vettvangi. Nýlega hefur Valur Símonarson tekið á Ieigu rekstur Knattborðsstol'u Suðurnesja í Grófinni í Keflavík. Valur hefur mörg undanfarin ár siglt á erlendum farskipum um víða veröld en hefur nú komið í land eins og sagt er. Eins og algengt er með sjómenn, þá takasl þeir á við ýmis verkefni þegar í land er komið og er Valur Símonarson gaman að því að Valur skuli vera farinn að reka þessa ágætu billiard- stofu. Það var Börkur Birgisson sem stofnsetti stofuna og er hún með þeim betri á landinu. Börkur hefur nú snúið sér að öðrum verkefnum í bili. Faxi fékk þær upplýsingar hjá Vali. að hann liefði áhuga á að auka áhuga almennings á þessari ágætu íþrótt. Nú þegar eru margir frambærilegir spilarar hér um slóðir, en það vantar breiddina. Fyrir þá sem vilja byrja að spila verður sérstakt afsláttarverð í gildi og stofan mun útvega leið- beinendur ef þess er óskað. Fyrir nemendur Holtaskóla gildir sérstök gjaldskrá á laugardögum milli klukkan 12 og 16. A öðrum tímum l'á nemendurnir 20% afslátt. Einnig verður í gildi sérstakur fjölskyldu- afsláttur. A þessu má sjá að Valur vill gera sitt til að laða fólk að stofunni. Opnunartími ætti að henta flestum því opið er daglega frá kl. 12 á hádegi til 11:30 á kvöldin. Mörg mót eru fyrirhuguð. Nú stendur yfir mót FlugHótels og verða úrslit leikin þann 13. og 14. nóvember. Hag- kaupsmótið verður leikið 10. - 12. desember með úrslitum þann 19. des. Jólamót, svonefnl Raketturmót, hefst annan í jólum og eftir áramót verða mörg stórmót frá janúar og fram í maí. Sérstakt öldungamót verður haldið í mars og sjálft íslands- meistaramótið í Snókcr verður haldið á stofunni í apríllok. Fyrir stutlu fór fram svokallað Fjölmiðlamót og voru þátttakendur frá Suður- nesjafréttum, Víkurfréttum, Faxa, Bæjarbót og skólablöðum FS og Holtaskóla. Fyrir einstaka tilviljun sigraði Faxi í þessu ágæta móti. Heimsmeistarinn, Steve Davis, heimsótti Knattborðstofu Suóurnesja um árió. Hér bregöur liann á leik með Berki Birgissyni og Neal Fcwles. ayr o(/ (yódffr matar 'S em /e/nar á óoa/t Sími 14777 SUÐURNESJABUAR Bifreiðaskoðun íslands hefur flutt starfssemi sína í nýja skoðunarstöð, að Njarðarbraut 7, Njarðvík. Nýtt símanúmer 16260 Nýtt myndsendisnúmer: 16250 BIFREIÐASKOÐUN ÍSLANDS HF. FAXI155

x

Faxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Faxi
https://timarit.is/publication/678

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.