Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 6

Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 6
STRAUMAR 132 hátt og unt er, hinsvegar að allar athafnir hennar séu sniðnar eftir kröftum og hæfileikum presta og safnaða undir venjulegum kringumstæðum, svo að þeim sé hvergi ofboðið. Sú tilraun nefndarinnar að auka „liturgíuna“, er að vísu hróss verð og má vel fara þar, sem söngkraftar eru nægir. Það er nú reyndar óviða til sveita, eða það vill að minsta kosti oftast reynast erfitt að halda þeim sam- an. En þar, sem nefndin gerir og ráð fyrir styttra formi undir slíkum kringumstæðum, þá er um leið girt fyrir það, að lengra helgisiðaformið geti farið í handaskolum, þar sem kraftar eru ónógir til að bera það uppi. Aðeins vil eg benda á, að sú áherzla, sem nefndin vill leggja á lofgerðina í safnaðar-svörunum, t. d.: „drotni sé vegsemd og þökk, hallelúja“ o. s. frv., á naumast jafnvel við guðs- hugmynd vorra tíma og hinn vanstilta guð Gyðinganna. Slík lofsyrði eru altaf hálf-glamurskend og samrímast illa djúpri trúartilfinning, því að jafnvel góðum mönnum er lítt um það gefið, að þeim sé slegnir gullhamrar. Það, sem mest ríður á og sízt má gleyma, er það, að hver at- höfn guðsþj ónustunnar hafi ákveðna og hiklausa merk- ingu, bæði frá prestsins hálfu og safnaðanna. Alt loðið og tvirætt orðalag eða ónytjumælgi, fyrir venju eða siða- sakir, er eintómur skríþaleikur fyrir guði, engum til sálu- hjálpar. Þess vegna verður að krefjast þess, að hvert orð eða athöfn guðsþjónustunnar tali svo skýrt og ótvírætt til sálnanna, að þær svari með einhverri hugsun eða til- finningu. Annars verkar guðsþjónustan eins og deyfilyf, andlegum þroska mannsins til hneykslunar, eins og suða, sem svæfir allar dýpstu og beztu hugarhræringar hans. Þess verður og að gæta að leggja ekki of ríka áherslu á eitthvert trúfræðikerfi. Það er eigi nema sjálfsagt og eðlilegt, að menn greini á um ýmis trúarfræði-atriði, og prestar þjóðkirkjunnar eru einnig mjög skiftir um skoð- anir. Guðsþjónustan er enginn guðfræðingafundur, þar sem allir eru að koma sér saman um einhvem vissan sálu- hjálplegan skilning á einstökum trúfræðiatriðum, er fjalla um erfiðustu viðfangsefni mannssálarinnar. Hún

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.