Straumar - 01.09.1927, Qupperneq 7

Straumar - 01.09.1927, Qupperneq 7
S T R A U M A R 133 er „samfélag trúaðra", þar sem menn leita innilegra sam- félags við guð í bæn og kærleika hver til annars. í predikunarstólnum væri helzt staður fyrir prestinn að skýra fyrir söfnuðum sínum trúarhugmyndir kristn- innar, eftir því, sem vitsmunir hans og skilningur ná. Sé hinsvegar trúfræðinni laumað inn í helgisiðaformið, og prestunum síðan fengið það í hendur, til þess að kenna og haga sér samkvæmt því, þá eru þeir settir í sjálfheldu um leið, og all-óþyrmilegu steinbítstaki brugðið á sam- vizkur þeirra. Þannig var þessu farið með Helgisiðabók- ina 1910. Víðsýnustu guðfræðingar landsins' höfðu kom- izt að þeirri niðurstöðu, að játningar lútersku kirkjunnar væri „ófullkomin mannasmíði“, tímabundinn skilningur fortíðai*manna á kristindómi, sem ekki næði nokkurri átt að takmarka kenningafrelsi presta íslenzku þjóðkirkj- unnar við. Afleiðingin af þessu varð sú, að hætt var í hinni endurskoðuðu Helgisiðabók að binda kennimennina með ákveðnum eiði við játningaritin. En sú merkilega ósamkvæmni varð í Helgisiðabókinni, að pi-estunum var fyrirskipað að skíra börn til þeirrar trúar, er ófært þótti að krefjast, að þeir játuðu sjálfir, og þeim var einnig fyrirskipað, að staðfesta ung-menni í þessai’i trú. Þetta var mesti misbresturinn á Helgisiðabókinni 1910, enda er hann svo mikill, að það sýnist vera fullkomin frágangs- sök fyrir alla þá presta, sem ekki trúa postullegu trúar- játningunni í öllum atriðum, að nota hana. Því að það er blátt áfram að gera gys að guði, að standa skrýddur helgiskrúða frammi fyrir altari hans og þylja fyrir öðr- um mönnum, til þess að blekkja þá, ýmsar þær kenning- ar, sem presturinn telur með sjálfum sér fjarstæður og hindurvitni. En þetta ætlast reyndar handbókin til, að þeir geri. Því var það ekki ófyrirsynju mælt, sem haft var eftir klerki einum vitrum og hátt settum í íslenzku kirkjunni, að sá ljóður væri á Helgisiðabók þessari, að hún væri úrelt, þegar við útkomu. Færi betur, ef slíkt yrði ekki sagt um þessa Helgisiðabók, sem nú er á prjón- unum. En víst er um það, að inn í þessar breytingartill., sem komnar eru frá nefndinni, hefir postullegu trúarjátn-

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.