Straumar - 01.09.1927, Síða 10

Straumar - 01.09.1927, Síða 10
136 S T R A U M A R Það sem vinst, framyfir það, að einskorða slík störf við margra alda gamlar trúfræðiritsmíðar, er það, að prest- urinn getur verið bæði heill og sannur í starfinu. En meðan prestinum er fyrirmunað það af einstrengingslegu helgisiða-formi, getur hann aldrei orðið mikill kraftur guðsríki til eflingar. Að geta verið heill og fylgt sam- vizku sinni, er fyrsta skilyrðið til að megna nokkurs. Á Akureyrarfundinum síðastl. sumar, kom fram til- laga um, að segja „hina postullegu trúarjátningu“ í stað „játningu trúar vorrar“. Rökfræðilega sýnist þetta orða- lag leysa samvizku prestsins úr því skrúfstykki, sem Helgisiðabókin hlýtur annars að setja hana í, en siðferði- lega séð verður það ekki, meðan staða postullegu trúar- játningarinnar í helgiathöfninni yrði óneitanlega hin sama og „játning trúar vorrar“. Sé ekki litið á hana þannig, verður lestur hennar að dauðu og vita-þýðingarlausu at- riði í helgiathöfninni. Verður því að halda fast við þá kröfu, að nema trúarjátninguna, í því formi, sem hún er nú, brott úr Helgisiðabókinni. Enginn guðfræðingur ís- lenzkur hefir ritað skilmerkilegar en biskup vor um grein- armun trúar og guðfræði. Það er hið sífelda stagl og á- greiningur um trúfræðiatriði og ruglingur hugtakanna guðfræði og trú, sem mestum forsköpum hefir valdið og fjandskap innan kristinnar kirkju. — Þaðan er runnin öll slysasaga trúarbragðanna og þau hörmulegu níðingsverk, sem unnin hafa verið í þeirra nafni. Hin sanna trú er í raun og veru svo óskyld trúfræðistaglinu, sem him- ininn er hærri en jörðin, því trúfræéin er aðeins tíma- bundin tilraun ófullkominnar hugsunar, en trúin er and- ardráttur lifandi sálar og tilfinning hennar fyrir guðlegri tilveru. Þess vegna er sú mannlega skammsýni, sem bind- ur sáluhjálpina við bókstaf trúfræðinnar, venjulega frá- sneiddust öllu sönnu trúarþeli („religiösiteti"). Af þessum ástæðum ættu flestir að geta orðið sammála um þáð, að æskilegt sé að gera Helgisiðabókina þannig úr garði, að sem minstur ágreiningur geti risið út af trúfræðinni í

x

Straumar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.