Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 4

Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 4
130 STKAUMAR Hann andaðist hinn 9. ágúst s. 1., af hjartabilun, eft- ir stutta legu. Séra Geir var fæddur í Hraungerði í Flóa 1. sept. 1867, sonur Sæmundar prófasts þar, Jónssonar prests á Breiðabólsstað í Fljótshlíð, Halldórssonar prests í Saur- bæ á Hvalfjarðarströnd, Magnússonar sýslumanns á Geitaskarði, Gíslasonar biskups á Hólum, þess er reisa lét dómkirkjuna þar, Magnússonar prests, Markússonar. Móðir hans var Stefanía Siggeirsdóttir prests á Skeggja- stöðum. Hann varð stúdent 1887, sigldi samsumars til há- skólans í Höfn og lauk þar embættisprófi í guðfræði 1894. Fékst hann síðan við kenslustörf um nokkurt skeið, bæði í Reykjavík og á Seyðisfirði. Hlaut hann veitingu fyrir Hjaltastað og var prestvígður þangað 11. maí 1897, fekk Akureyrarprestakall 8. júní 1900 og var settur pró- fastur í Eyjafjarðarprófastsdæmi 29. des. 1905, skipað- ur 8. júní 1907. Hann var skipaður vígslubiskup í Ilóla- biskupsdæmi hinu forna, 27. des. 1909. Tók biskupsvígslu vorið 1910 í Hóladómkirkju af herra Þórhalli Bjarnasyni biskupi. — Sr. Geir var kvæntur Sigríði Jónsdóttur há- yfirdómara Péturssonar. Hún andaðist 23. okt. 1923. Þeim hjónum varð þriggja barna auðið og lifa tvö þeirra, Heba og Jón Pétursson, stud. med. Séra Geir var afbrigða góður raddmaður og hafði á- kaflega unun af söng. Hafði hann jafnframt guðfræði- náminu notið kenslu hjá Peter Jemdorff óperusöngvara, dönskum, og var í miklu áliti fyrir söng sinn, enda mátti. svipað um hann segja og mælt var um Jón biskup Ög- mundsson, að rödd hans væri líkari englarödd en manna. Stuðlaði rödd hans að því að gera guðsþjónustur hans fagrar og áhrifamiklar, enda var hann góður kennimaður og trúr í starfinu. Var hann miklum mun frjálslyndari en títt er um eldri klerka, og aðhyltist á síðari árum hina nýrri guðfræði, ekki umhugsunarlaust eða af nýjunga- girni, heldur af því, að hann sannfærðist á því, að athug- uðu ráði, að hún væri réttari. Sagði hann kunningjum sínum frá því, að það hefði eigi orðið sér sársaukalaust, að skiljast við ýmsar hinar eldri trúarskoðanir, en þetta.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.