Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 18

Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 18
144 S T it A U M A R svo orð: í gærdag var víðtæk fjársöfnun til sjúkrahúss nokkurs. prír af safnendunum voru teknir litlu síðar fyrir þjófnað. í gær var friðarfundur háður í París. Sendimenn frá tuttugu ríkjum mættu, og hlupu, er mál eitt var rætt, upp með ólátum og fjargviðii. „Frúr og herrar"! hrópaði forsetinn, „þið hagið ykkur ekki eins og friðarvinir heldur eins og villidýr í búrum“. DauSarefsing fyrir villutrú. Jesúíti einn i Frakklandi, faðir Antoine Oldra hjelt nýlega ræðu i kirkju hinna heilögu píslarvotta 1 Tourraine og skoraði þar á alla kaþólska menn að vinna að þvi, að dauðarefsingu verði beitt við alla þá, er óhlýðnast vilja páfans. Bl&ðið „L’ Echo des Yallees“ birti ræðuna, og segir það, að faðir Oldra hafi látið sér þessi orð uin munn fara m. a.: „Kirkjan hefir nú sýnt alla mögulega kristilega þolinmæði, en sérhver tilraun til að sannfæra menn, sérhver andleg uppörvun, sérhver vilyrði um fjárhagslegan ávinning eru árangurslaus; hinir seku halda áfrain að boða villutrú sina, trufla ró þjóðfélagsins og véfengja hinar kristi- legu játningar. Þess vegna er nú ekki annað ráð fyrir hendi en dauða- refsingin, til að vernda kirkjuna og' meðlimi hennar og knýja villu- kennendurna til hlýðni við skýringar hinnar kaþólsku kirkju. Munið þið það, herrar ininir, að villutrúarmennirnir liafa aldrei látið af að ráðast á hina kaþólsku trú? Þeir eru illgjarnir, ösiðlegir, við- bjóðslegir, svivirðilegir, ilskufullir, blygðunarlausir, liata föðurlandiö, óróaseggir“. - - - Siðan nefnir hann ýmsa villutrúarflokka, t. d. Lútherstrúarmenn, og bætir svo við: „Minnist þess, herrar minir, að villutrúarmaður er verri en liinn versti glæpamaður, og sainvizka yðar mun aldrei fá frið, ef dauðarefsingunni er ekki beitt til að eyða öllu sæði efnishyggjunnar“. Virðist heldur vera farið að slá úti fyrir páfanum, ef hann lætur slikt orðbragð óátalið. Leiðrétting. Inn í grein mína um séra Jón Jiorsteinsson prest í Vestmannaeyjum, i 7. tölublaði „Strauma", hefir ein- hvernveginn slæðst sú villa, sjá bls. 101 1. 15—16 a. o., að Jón Skálholtsbiskup Vídalín, hafi verið dóttursonarsonur séra Jóns þorsteinssonar. Hér á vitanlega að standa sonardóttursonur. Móðir Jóns Vídalíns var, svo sem kunnugt er, Margrét dóttir séra þorsteins í Holti Jónssonar þorsteinssonar. S. Sk. Úr bréíi til Strauma. Einn af lærðustu prestum landsins skrifar: „Fellur vel í geð stefna yðar, — aldrei of mikilli orku eytt til þess að koma hræsni og skinhelgi á kaldan klaka. Óhreinlyndi og loðbrókarháttur margra kennimanna kirkjunnar er tekinn að tæma kirkjumar og gera menn kirkju- fælna (sbr. myrkfælna)". Pi'eutrtmiðjan Actn.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.