Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 9

Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 9
STRAUMAR 135 mynd, sem hún er, eftir að ófært þótti að binda prestana lengur við það, að kenna samkvæmt henni. Og af vana, hugkvæmdist ekki handbókarnefndinni, sem nú starfar, að hrófla við þessari gömlu játningu, sem flestir fara eigi lengur með nema fyrir siðasakir. Já, hún setur hana, svo að segja athugasemdalaust, fram í tillögum sínum, sem fullgilda skýrgreining kristinnar trúar — sem böm skuli skírð til og ungmenni staðfest í. — Það hlýtur að verða hiklaus krafa allra þeirra manna, sem vaninn hefir enn eigi blindað eða svæft, að átyllan til þessa gerræðis, sem hér yrði beitt við samvizkur fjölda presta og óharðn- aðra bama, verði burtu svift úr Helgisiðabókinni. Annað- hvort verði trúarjátningin umsamin og henni breytt í það form, sem trúarvitund vorra tíma verður ásátt um, en það mun reynast örðugt verk, eða þá, að allur játninga- lestur verði lagður niður í guðsþjónustunum, og mundi það ef til vill verða happasælast. Því að allur játninga- lestur og varafleipur, er þýðingarlítið í samanburði við kærleiksverk, en getur stælt suma í hégómlegri trú- hræsni. Ýmsir kunna að segja, að fermingin missi mevin- gildi sitt, ef trúarjátningu í hverskonar mynd verði burtu kipt. Þetta kann satt að vera. En allar bænir vorar ern í raun réttri, einskonar trúarjátning fyrir augliti guðs. Allir, sem kristnir teljast og vilja tilheyra Kristi, munu vafalaust geta orðið ásáttir um það, að framkvæma skímar- og fermingarathafnir á einhvern þann hátt, að börn og ungmenni sé vígð Kristi, reynt sé að greiða á- hrifum hans veg að'sálum þeirra og þau játi, að þau vilji tilheyra honum, sem frelsara frá syndum og leiðtoga til eilífs lífs. — Hvort prestinum sjálfum eða handbókar- nefndinni er falið að móta þær bænir, sem beðnar eru fyrir baminu, eða þau ámaðarorð, er hann mælir til ung- mennisins, þegar það hefir áttað sig á kenningum Krists og orðið snortið af þeim, ætti að liggja þannig milli mála, að formáli handbókarinnar væri aðeins tillögur, sem prest- urinn mætti breyta út af, þegar honum þætti betur fara. Þannig ætti að vera háttað, a. m. k. um sem flest auka- störf presta, að þar hefðu þeir sem frjálsastar hendur.

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.