Straumar - 01.09.1927, Qupperneq 17

Straumar - 01.09.1927, Qupperneq 17
STRAUMAK 143 sambandi við prestskosningai', og réttasta stefnu í þvi máli taldi fundurinn, að söfnuðir kölluðu til sin presta, en umsóknir kœmu þá fyrst tii greina, er söfnuðinum hefði ekki tekist að kalla sér prest innan hæfilega langs tima, að dómi kirkju- stjórnarinnar. Einnig vildi fundurinn, að „prestum verði veitt með lögum heimild til þess að skifta um prestaköll, ef lilutaðeigandi söfn- uðir veita því samþykki sitt“. — Próf. S. P. Sivertsen lagði fyr- ir fundinn bráðabirgðatillögur handbókarnefndar, og þóttu þær „yfirleitt til bóta“. Nokkuð var rætt um kristindóm og stjórn- mál og einnig um trúmálaágreining i landmu. í því máli var þessi tillaga samþykt: „Fundurinn telur hina brýnustu nauðsyn þess, að þeir, sem vilja vinna að eflingu kristindómsins meðal vor, sameinist um kjarna hans, Krist sjálfan, krossfestan og upprisinn og fagnaðarerindi hans, en deili sem minst um auka- atriði og sizt á ódrengilegan hátt. Skoðanamunur og röksemda- leiðslur geta leitt til bjartara sannleiksljóss, er bróðurhugur ríkir; en persónulegar aðdróttanir og getsakir eru óhæfa“. — Stofnuð var Prestafélagsdeild Austurlands og lög samin fyrir hana. í stjórn hennar eru séra Ásmundúr Guðm., séra Sig. þórð- arson og séra Sigurjón Jónsson. J. J. j Prestafundur var haldinn á Akureyri i sumar. þar var end- urreist Prestafélag hins forna Hólastiftis, en annars voru flest sömu mál til umræðu og á Eiðafundinum. Raflýst sveitakirkja. Að Berunesi við Berufjörð í Suður- Múlasýslu hefir verið leitt rafmagn í kirkjuna til ljósa og hit- unar. Er það fagurt dæmi til eftirbreytni fyrir kirkjubændur, þar sem svo hagar til, að hægt er að raflýsa og hita bæði bæ og kirkju. Norsk sálmabók hefir nýlega verið gefin út, aðallega á rikismáli (dönsku), en i henni eru þó um 200 sálmar á lands- máli. En landsmálsmenn voru ekki ánægðir með það og hafa nú gefið út sálmabók, sem öil er á iandsmáli og hcfir ríkis- stjórnin löggilt hana jafnt hinni. í norsku lútersku kirkjunni í Ameríku eru nú 3500 söfnuðir með 600.000 safnaðarmönnum og 1500 prestum (706 prestar eru í Noregi. Kirkjan heldur uppi 24 skólum af ýmsu tagi, m. a. prestaskóla, og er í þeim um 4000 nemendur og kennarar við þá 300. í bókinni To-day and to morrow, eftir Curle, farast. honum

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.