Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 13

Straumar - 01.09.1927, Blaðsíða 13
PTRAUMAE 139 um þeim, er vér nú lifum í; haldi hún síðan áfram á reynslu- og lærdómsbraut sinni og’ þroskist að vizku og vexti. Slík, eða mjög áþekk, var trú Krists og frum- kristninnar; en guðfræðingar myrku aldanna fundu upp hinmaríki og helvíti, stöðuga og óumbreytanlega sama- staði, enda þótt Kristur kendi, að mörg væri stigin eða dvalarstaðirnar í anda-heiminum. Um „híbýli“ (Jóh. 14, 2) í venjulegum skilningi er ekki að ræða. Trúmálaleiðtogamir eru nú að komast aftur að þess- ari hugmynd um framfarir annars heims. Einkum hefir biskupinn í London kveðið skýi’t upp úr með það, að mað- uiinn verði ekki að engli eða djöfli alt í einu, er hann skii- ur við, heldur sé sá sami fimm mínútum eftir andlát sitt og hann var fimm mínútum fyrir það. Ef þessu er svo farið, er hann hvorki hæfur himnaríki né helvíti eftir fomum skilningi þeirra orða. Hann er hvorki fullkomlega góður, né algerlega illur, en sambland hvorstveggja eins og áður. Hann er líklegur til mikils þroska, og hann þráir að svo megi verða, því mun hann taka framförum. Sönnunin. Nú kunna menn að spyrja. „Hvemig fáum vér vitneskju um þetta?“ Sjáum til. Hugmyndin verður líkleg fyrir þá staðreynd, að framþróun býr í öllu, er vér lítum í kring um oss. Vér höfum lært og tekið fram- förum allan jarðvistartíma vom, og svo fremi,' sem rök verða ekki að því leidd, að þessi framför lialdi ekki áfram, erum vér réttlætt í trú vorri á áframhald þeirra. En til er einnig verulegt sönnunargagn.Sálarrannsóknirnarfæra oss það í hendur. Menn gæddir sálrænum hæfileikum sjá svipi látinna manna og mjög oft birtist einhver þeirra í dýrðar- Ijóma, eða stundum með roðabjart liöfuð. Þetta gefur til kynna háan andlegan þroska. í mörgum tilfellum, sem um er að ræða, hefir ,,sjáandinn“ alls ekki þekt persónu þá, er bar fyrir augu hans og gat því ekki haft neina hug- mynd um skapgerð hennar; en þegar bjarmi þessi sést, kemur æfinlega upp úr dúrnum, að hlutaðeigandi maður hefir vissulega haft til að bera göfuga eðliskosti í jarðlíf- inu. Líklegt er því, að bendi til nokkurs sannleika geisla- baugar þeir um höfuð helgra manna, er sjá má á gömlum

x

Straumar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.