Straumar - 01.08.1928, Side 4

Straumar - 01.08.1928, Side 4
114 S '1' RAUMAH hyggja hann hálfu þröngsýnni og vanstiltari en þeir eru sjálfir! Margir þeir, sem kalla sig „trúaða“ telja alla gagnrýni í trúarefnum, allar biblíurannsóknir og saman- burðar-guðfræði hreinasta voða. Hvers vegna? Fyrst og fremst vegna þess, að slík rannsókn sé móðgun við guð, með því að biblían eigi að vera hafin yfir alla rannsókn. í öðru lagi sé „trúnni“ hætta búin, ef skynsemin gerist of nærgöngul. Því sé bezt að stíja þeim sem bezt hvorri frá annari. Þessir ,,niðurrifsmenn“, sem eyðileggi ,,barnatrú“ manna og varpi þeim þannig út á hjarn efasemdanna, þar sem þeir hafi ekkert traust né hald, sé hinir mestu spell- virkjar í guðsríki. Aumur er þessi hugsunarháttur. Og slík trú mun aldrei endurleysa mannkynið. Hver óttast rannsókn og gagnrýni, sem hefir allar sakir hreinar? Hvað er að óttast? Mun sannleikur guðs vera reistur á svo veikum stoð- um að unt sé að rífa hann niður? Sé trúin það, sem hún á að vera: hin örugga vissa um guð — hver megnar þá að eyðileggja hana? Óttinn um það, að sannleiki guðs bíði ósigur, óttinn um það, að hann standist ekki skynsemi og rök, óttinn um sína eigin trú, er hið aumasta trúleysi. Hver mundi krafsa sólina niður af himninum? Menn geta hlaðið utan um sig torfi og mold, uns þeir sjá ekki handa skil, en sólin mun hvergi haggast. Þannig ljómar sann- leikurinn í sinni einföldu hátign yfir öllu moldviðri mann- anna, yfir skurðgoðum þeirra, baölum og aserum. Hvern greiða er þá hægt að gera mönnunum betri en þann, að rífa niður blóthofin, þegar þau fara að byrgja útsýnið og eitra andrúmsloftið ? Það er betra að efast, en þykjast æfinlega viss í sinni sök. Efi er upphaí visku. Fávísir menn hyggja að sér geti ekki skeikað. En þegar þeir svo reka sig á, verður sá árekstur hálfu sárari, vegna þess að þeir reka sig á eins og blindir menn, er þá varir einskis. Hví skyldi skynsemin vera svo hættuleg trúnni? Er ekki heimskan og skilningsleysið hættulegra? Munu skyn-

x

Straumar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.