Straumar - 01.08.1928, Side 12
neinu sambándi við það, livort Jesús hafi átt mannlegan föður
eða ekki, eða að hann hafi fœðst af einu mannlegu foreldri.
Rannsókn á þessu orði í nýja testamentinu staðfestir full-
komlcga þessar þýðingar orðabókanna.
En við þá rannsókn kemur í ljós, að þýðing vor, þótt vönd-
uð sé, bregst alveg. Hún þýðir sem sé alls elcki sama orðið á-
valt eins.
Við verðum þvi að halda okkur við gríska frumtextaim og
athuga hvar orðið „monogenes" er notað.
Fyrst skal nefna þessa staði:
Jóh. 1, 14: pýtt: dýrð sem eingetins sonar frá föður.
Jóh. 1, 18: þýtt: sonurinn eingetni, sem hallast að brjósti
föðursins (annar lesháttur: guðinn eingetni).
Jóh. 3, 16: pýtt: gaf son sinn eingetinn, til þess að . . .
Jóh. 3, 18: þýtt: hefir ekki trúað á nafn guðssonarins ein-
getna.
1. Jóh. 4, 9: þýtt: guð hefir sent sinn eingetinn son í heim-
inn.
En svo kemur þetta sama orð, „monogenes" víðar fyrir í
nýja testamentinu:
Lúk. 7, 12, í sögunni um son ekkjunnar frá Nain. þar er í
þýðingunni: borinn út dauður maður, einkasonur móður sinn-
ar og hún var ekkja (í grískunni monogenes, og ætti því, ef
samkvæmni væri i þýðingunni, að vera eingetinn sonur móður
sinnar).
Lúk. 8, 42, í sögunni um dóttir .Taírusar. þýtt: því að hann
átti sér einkadóttur, hér um bil tólf ára. (í grískunni þygater
monogenes og ætti því að vera þýtt: eingetna dóttur).
Lúk. 9, 38, þýtt: Eg bið þig að líta á son minn, því að hann
er einkabam mitt (í grískunni enn notað sama orð).
Hebr. 11, 17, þýtt: sá fórnaði einkasyni sínum, er fengið
hafði fyrirheitin (hér enn notað orðið „monogenes").
í öllum þessum stöðum er notað sama orðið og ætti þá auð-
vitað að þýða það eins alstaðar. En þýðingin villir mönnum
sýn, svo að þeir halda, að annað orð sé notað í Jóhannesarrit-
unum en hinum.
í þessu efni gæti það hafa vilt þýðend^ima, að í latnesku
biblíunni, Vulgata, sem fyrri biblíuþýðingarnar fylgja beinlínis
og óbeinlínis, eru notuð tvö orð, unigenitus og unicus. Uni-
genitus er þar notað í Jóhannesarritunum, en unicus i Lúkasar-
guðspjalli. En svo er unigenitus notað þar auk þess í Hebr. 11,
17 og ber því ekki saman við íslensku þýðinguna.
I postullegu trúarjátningunni höfum við, sama hugtak.
í gríska texta frumjátningarinnar er notað orðið „monogenes".
Foma rómverska játningin hefir unigenitus, en í núverandi