Straumar - 01.08.1928, Qupperneq 16

Straumar - 01.08.1928, Qupperneq 16
t> T H A U M A U 12« ingar fornaldarinnar lif og litu og iara á kreik, klæddir holdi og hlóði, 1 lifandi rás viðburðanna. Auk þess er fjöldi manna nefndur til sögunnar, sem ókunnugt er um annarsstaðar frá og iioilai' sögur sagðar i sambandi við þá, sem iullyrt er að orpnar hafi verið gleymsku. þetta er nú gott og blessað munu menn segja, en ber þá sagan nokkur sannindamerki á sér svo að hægt sé að álykta að liún sé annað en heilaspuni og skáldskapur? Um það fer vitanlega talsvert mikið eftir þvi, hverja skoðun menn liafa á ósjálfráðri skrift. Ritarinn er í þessu falli að vísu smásöguhöf- undur, en að nokkur svik geti verið höfð við, eða að ritið stafi frá undirvitund miðilsins virðist af mörgum ástæðum alveg útilokað. þeir, sem rannsakað hafa venjulegar starfsaðferðir licnnar, segja liana rita að jafnaði 600—700 orð á nokkrum dög- um með mörgum leiðréttingum. En þetta rit hefir hún skrifað i liálftranci að viðstöddum vitnum, með þeim geysihraða, að hún hefir ritað yfir 2000 orð á hálfum öðrum kl.t. Skrifar hún þannig heilsteypta kafla af ritinu, sem síðan eru gefnir út eins og þeir korna fyrst úr pennanum. Að öðru leyti er stúlkan sögð allsendis ófróð um sögu frumkristninnur, guðfræði og heimspeki yfirleitt, en frásögnin í Cleofasar-ritinu he.fir reynst í ýmsum smáatriðum að bera vott um mjög nákvæmn þekkingu á sögu postulatimans og koma heim og saman við það er síðustu rann- sóknir hafa leitt í ljós. Auk þess kemur hún með hebresk nöfn alveg rétt mynduð, að dómi fróðra manna, enda þótt hún kunni ekkert i því máli og fjöldi staðalýsinga ritsins hafa reynst ná- kvæmlega réttar í öllum atriðum. Svo að rit þetta er óneitan- lega merkilegt, hvernig sem á sannsögulegt gildi þess er litið. En fyrst og fremst er það skemtilegt aflestrar, skrifað með til- þrifamiklum og blæfögrum stíl með köflum. Sagan snýst sem fyr einkum um Pál, þenna beljaka andans, sem ekki styðst að- eins við vísdómsorð, heldur sönnun anda og kraftar. Klæddur hertýgjum ljóssins, herjar hann þar á Satan og alt hans lið í öllum sínum jötunmóði. það er gnýr af sterkviðri andans um- hverfis hann livar sem hann fer, og við hlið hans stendur göf- ugmennið Barnabas og þoir Silas, Timoteus og Lúkas, hver maðurinn öðrum ágætari. Eg tríú eigi öðru en mörgum muni þykja bók þessi hugð- næm aflestrar og bíða með óþreyju eftir framhaldinu. Vildi eg einkum ráðleggja öllum prestum að lesa hana. því að hvemig sem hún er til komin, þá mun hún á margan hátt geta vakið menn til meiri á huga fyrir sögu frumkristninnar og aukið skilning á henni. B. K. Synodus. Hin árlega prcstastcfna var haldin að Hólum í Hjaltadal, dagana 5.—8. júlí s. 1. að viðstöddum 29 klerkum.

x

Straumar

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.