Straumar - 01.08.1928, Page 17

Straumar - 01.08.1928, Page 17
íá T U A U M A H 127 pótti fundur sá með mikilli viðhöfn, með því að framin var biskupsvigsla af biskupi vorum dr. Jóni Helgasyni í hinni fornu Hóladómkirkju, svo sem skýrt er frá á öðrum stað hér í blaðinu. Stofnuð var þar ný Prestafélagsdeild fyrir Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur. Auk þess gerðu nokkrir prestar á Norður- landi með sér bréfafélag. Ætti þetta livorttveggja að geta orðið til að efla samlieldni og andlega samvinnu presta og er það vel farið. Er þess hin brýnasta þörf, að prestarnir sé liver öðrum til trúarstyrkingar og hvatningar hér í fásinninu, en á því hefir oft viljað verða tilfinnanlegur misbrestur. Annars gerðist íátt mikilla tíðinda. í handbókarmálinu gerð- ist ekkert markvert, ekki cinu sinni kosinn maður i nefndina í stað Haralds próf. Nielssonar. í barnaheimilisnefnd voru kosnir til viðbótar: séra Ólafur Magnússon í Arnarbœli og séra Hálfdán Helgason Mosfelli. Út af skeyti sem prestastefnunni liarst frá stórstúkuþinginu á Akureyri, þar sem stúkan biður prestana að predika bindindi einhvern sunnudag i haust komanda, sendi prestastefnan stór- stúkunni skeyti, þess efnis, að biðja drottinn að blessa þýðing- armikið starf hennar. Hinu tóku prestarnir dauflegar, að pré- dika bindindið. þessi erindi voru flutt á prestastefnunni: Sig. P. Sívertsen: Norðurlandakirkjurnar þrjár og lielztu einkenni þeirra. Gunnar Arnason: Samband presta og safnaða. porsteinn Briem: Trúar- þörf mannsins. Dr. Jón Helgason biskup: Kristileg prédikun, i hverju hún er fólgin. Ólafur Ólafsson: Kristniboð í Kína. Bjarni Jónsson dómkirkjuprestur: „ICirkja vors guðs er gamalt hús“. Sigurður Einarsson, prestur í Flatey, hefir dvalið erlendis nú um hríð, með styrk úr Sáttmálasjóði. Hefir hann farið víða um Sviþjóð, Danmörku og Finnland og var á lcið til þýzka lands, er hann ritaði oss síðast. Kenslumálaráðuneyti Finna lét honum í té ókeypis far á öllum járnbrautum Finnlands. Hefir hann heimsótt ýmsa kenn- araskóla þar, og flutt fyrirlestra um skólamál. Er farið mjög vinsamlegum orðum um þá í Uusi Suomi 19. júní síðastl. — Séra Sigurður hefir bók í smíðum um skólamál, sem verða mun lokið með haustinu. Prestaköll. Til Húsavikurprestakalls var Knútur Arngríms- son kosinn löglegri kosningu með 257 atkv. Jakob Jónsson féklc 204 og þormóður Sigurðsson 16. — pórarinn pórarinsson tók aftur umsókn sína. — Knútur verður vígður þ. 19. ágúst. þann 22. júlí var .Takol) Jónsson cand. theol. vígður aðstoð- arprestur til föður síns, séra Jöns Finnssonar á Djúpavogi.

x

Straumar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Straumar
https://timarit.is/publication/679

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.