Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 5

Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 5
AUSTURSTRÆTI kynsins væri meira og minna bilað og lamað. — Allt var í upplausn, — ótti og skelfing gagntók allt og alla. Allskonar plágur og drepsóttir herjuðu löndin. — Voldug ríki hrundu fjárhagslega og miljónir manna komust á vonarvöl, hungur og hallæri eyddu stór landsvæði. Ekkert virtist öruggt lengur. Og jafnhliða tvöfölduðust allir lest- ir og nautnasýki greip þjóðirn- ar með óstöðvandi æði eins og sagan hefur sýnt að ávallt á sér stað eftir langvarandi og stói’- kostlegar styrjaldir. — And- rúmsloft jarðarinnar var þungt af blóðgufu, og það var eins og eitt allsherjaróp stigi frá brjóst- um miljónanna, sem lá við köfn- un. — óp eftir einhverju, sem sefaði taugakerfið, illu eða góðu, — einhverju, sem gæfi aftur trúna á lífið og viljakraftinn, eða gæti látið veruleikann gleymast. — Og einstaklingarn- ir leituðu eins og 1 æði allra hugsanlegra stundarnautna. Og þá byrjaði sigurför koka- insinsum heiíninn. E Ð A L yfirstéttanna í Rússlandi og Þýzka- landi breiddist kokainsnautnin fyrst og ákafast út í lok stríðs- ins. — Og það var rússneskur flótta-aðall og þýzkir innflytj- endur, sem fyrstir byrjuðu að smygla eitrinu í stórum stíl til Bandaríkjanna. En þar hefur þessi hræðilega nautn herjað ægilegast og valdið mestri eyði- leggingu fram að þessu. — Hin- ir samvizkulausu fjárglæfra- menn og glæpaflokkar þar tóku því opnum örmum. Og eitrið breiddist út með slíkum hraða, að 4—5 árum eftir stríðið (1923) var talið að fimm milj- ónir manna neyttu þess dag- lega. Stórborgir Evrópu, París, London, Berlín o. s. frv. fóru heldur ekki varhluta af því. — En jafnframt var hafin um all- an heim áköf barátta gegn því. Æfilangt fangelsi og dauðahegn- ing var víða lögleidd fyrir koka- insölu. — En þrátt fyrir það breiddist hvíta sakleysislega duftið óðfluga út meðal hvítra manna, aftur á móti héldu Asíu- þjóðirnar fast við ópíumsnautn- ina og gera enn. — En árlega fjölgaði þeim um miljónir, af hvíta kynstofninum, sem ofur- seldu aleigu sína, heiður sinn og 93

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.