Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 13

Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 13
AUSTURSTRÆTI Æfintýrið í eyðimörkinni. Eftir Duncan Cross. „Já, en hversvegna eigum við að hætta líí’i okkar, ef það er aðeins ætlun þeirra að taka okkur íöst og krefjast lausn- argjalds íyrir okkur? Faðir minn er auðugur og getur hæg- lega greitt það.“ „Ég sagði yður ekki alveg satt“, svaraði Kingston alvar- Iega. „Ég óttast að hér sé um að ræða flokk af mannræningj- um og þrælasölum innan úr eyðimörkinni, og að þeir séu að safna föngum til að selja í þrældóm til Norður-Afríku. — Það var búið að vara mig við þeim, en ég bjóst við, að úlf- aldaherdeildin, sem er að leita þeirra hefði rekið þá á flótta úr þessum landshluta“. „Þrælasalar!“, hrópaði hún skelkuð. ,,Ó, guði sé lof fyrir að ég hitti yður. Ef þeir hefðu náð mér?“ Hún íor að skjálfa af ótta við hugsunina. „Sverjið mér það, að þeir skuli aldrei ná mér lifandi". „Þeir skulu aldrei ná yður lifandi“, sagði hann alvarlega. Hún þrýsti sér fastara að hon- um og öruggar en fyr. Nokkru seinna sneri hún sér við og leit yfir öxl hans. „Þeir hafa nálg- ast mikið“, sagði hún og hræðslan kom aftu'r fram í augu hennar. „Það er ekkei’t hægt að gera við því“, svaraði hann og leit einnig við. „Það er ekki hægt að knýja Jessabel meira áfi’am, enda gæti það orðið til þess að hún steyptist örmagna til jai'ð- ar. Þeir eiga ennþá langt eftir, þar til þeir eru komnir í skot- færi“, bætti hann við. „Veslings skepnan getur ekki borið okkur bæði, — mér er ofaukið“, sagði hún eftir litla þögn. „Látið þér mig fara af baki“. „Verið þér ekki með neinn barnaskap“, svaraði hann nærri því hastur í máli. „Jú, látið þér mig fara af baki, ég get falið mig þangað til þeir eru komnir fram hjá“, hélt hún áfram. „Hversvegna eigum við að fórna okkur báð- 101

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.