Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 6

Austurstræti - 11.08.1938, Blaðsíða 6
AUSTURSTRÆTI líf sitt, fyrir að fá nokkrum sinnum að anda að sér dauða- duftinu hvíta. MEÐAL listamanna, einkum leikara og þá alveg sér- staklega kvikmyndaleikaranna, varð og er kokain-nautnin á- kaflega útbreidd. Og þau eru ótalin og ómetin þau skörð, sem þessi „hvítidauði“ hefur höggið í fylkingar þeirra. Þeir hafa hrunið niður, bæði karlar og konur, í helgreipum hans. — Þó er ætíð reynt að halda slíkum skelfingar dauða leyndum, ef unnt er. — Og ótöluleg eru þau sjálfsmorð, sem eiga orsök sína til hans að rekja. Það má segja að allur heim- urinn hrykki við 1923, þegar einhver vinsælasti kvikmynda- leikari þeirra tíma, Wallace Reid, varð kokain-dauðanum að bráð. Og síðan hefur hver af öðrum fallið. Ekkja Wallace Reids reið á vaðið með það, að nota kvikmyndimar í baráttunni gegn kokaininu og kokain- smyglurunum. Og síðan hafa hin voldugu kvikmyndafélög haldið þeirri baráttu áfram meira og minna og oft verið varið til þess stórfé. Og þó oft virðist vera unnið fyrir gíg og hinn hræðilegi löstur breiðist meira og minna út, er það óút- reiknanlegt, hve hin þrotlausa barátta gegn eitrinu hefur heft framgang þess mikið. Engin ó- sérhlífin barátta er árangurs- laus. AÐ, hve sigursælt kok&inið hefur orðið gagnvart öðr- um eiturnautnum, verður skilj- anlegt, þegar maður athugar og ber saman áhrif þess og annara nautnalyfja, t. d. opíum og mor- fíns, sem mest eru þeklct og not- uð. Áhrifin eru allt annars eðlis. Opíums- eða morfínsneytandinn fellur í einskonar sæludá, og dreymir yndislega drauma með dýrðlegum sýnum og æfintýr- um. Hann fær allar sínar óskir uppfylltar meðan þetta svefn- ástand varir og lifir í óumræði- legri sælu. Þvert á móti er það með kók- ainistann, það er svo langt frá því að þar sé um nokkurt dá eða draumsvefn að ræða. Hann lokar ekki augunum, heldur fyllist hann af óviðráðanlegri lífslöng- 94

x

Austurstræti

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.