Austurstræti - 30.08.1938, Qupperneq 3

Austurstræti - 30.08.1938, Qupperneq 3
AUSTURSTRÆTI 77/ lesendanna! Af ýmsum orsökum hefur ver- ið horfið frá því ráði að láta yf- irlit yfir erlenda og- innlenda merkisviðburði birtast mánaðar- lega hér í ritinu. Virtust okkur m. a. margir áskrifendur ritsins er við höfum átt tal við, því all fráhverfir. Það mundi taka of mikið rúm o. s. frv. — Iiöfum við því tekið til efirvegunar að breyta því þannig að birta þetta yfirlit á þriggja mánaða fresti og mun þá það fyrsta koma í byrjun október og svo í 10. liverju hefti eftir það. Verði horfið að þessu ráði munum við reyna að hafa það hefti nokkuð stærra, fjölga síðunum er svarar því rúmi er það tekur. Þá höfum vér aðeins látið koma út tvö hefti af ritinu í þess- um mánuði. Mun öllum sem til blaða og bókaútgáfu þekkja, vera kunnugt um, að þetta er einhver erfiðasti tími ársins til allra út- gáfustarfsemi og þar eð vér höf- um ekki bundið áskrifendur öðruvísi en að þeir greiða hvert hefti jafnharðan, lítum við svo á, að okkur sé í sjálfsvald sett, að fjölga og fækka heftatölunni mánaðarlega eftir ástæðum. T. d. má búast við að síðar í haust munu koma út 4 hefti suma mán- uðina. Svo þökkum við hinum mörgu, sem hingað til hafa sýnt ritinu velvild og stuðning á einn eða annan hátt og væntum að njóta þess framvegis. Áskrifendum fjölgar jafnt og þétt og bendir það til að ritið falli almenningi í geð og mun verða gert það sem unt er til að sú hylli haldist við og fari frekar vaxandi. 1. hefti er nú algjörlega uppselt og lítið til af öðru hefti. Þó eigum við ennþá örfá af því handa nýjum áskrifendum. Að síðustu viljum vér ítreka þá beiðni voru að þeir sem eitt- hvað eiga í fórum sínum af stutt- um greinum, smellnum stökum, smákvæðum eða öðru, sendi okk- ur það til yfirlits. — Greina- flokurinn „Fólkið í bænum mun byrja aftur í september og verða þá ungu mennirnir teknir fyrir næst. Útgef. 107

x

Austurstræti

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austurstræti
https://timarit.is/publication/681

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.