Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Blaðsíða 4

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins - 01.01.1926, Blaðsíða 4
4 I. Kosnar fastar nefndir. a. Til þess að endurskoða reikninga sambandsins: Arelíus Ólafsson, Signrður Eyjólfsson. b. Fjárhagsnefnd: Lýður Guðmundsson, Guðm. Ing-imarsson, J)órður Bogason. c. íþróttanefnd: Sæmundur Sveinsson, Ólafur Jens- son, Brynjólfur Dagsson, Bjarni Júníusson, Einar Gíslason. d. Fræðslumálanefnd: Ólafur Túbals, Óskar Pét- ursson, Eiríkur Eiríksson, Ingimar Jóhannsson, Karl Jónsson. II. Skýrsla stjórnarinnar. Héraðsstjóri, Sigurður Greipsson, skýrði frá störf- um sambandsins árið 1925. Var þetta helst: Garð- yrkjuikensla s. 1. vor kostuð að L/3 móti Búnaðarsam- bandi Suðurlands og Búnaðarfél. Islands. Héraðsmót haldið við þjórsárbrú 4. júlí. Fóru þar fram íþróttir, söngur og ræður. Meðal ræðumanna var Jóannes Patursson, frelsishetja Færeyinga. Var hann þann dag kjörinn heiðursfélagi sambandsins. í sambandi við mótið var haldin iðnsýning. Voru þar mörg sýn- ishorn heimilisiiiðnaðar úr Ámes- og Rangárvalla- sýslum. Höfðu sambandsfélög safnað til sýningar- innar, hvert í sinni sveit. Að tilhlutun héraðsskóla- nefndar þeirrar, er síðasta þing kaus, var sendur fyrirlesari (A. Siigm.) um Rangárvallasýslu, til þess að glæða áhuga á skólamálum. Sundlaug var bygð við svonefnt Krókslón, skamt frá mótsstað sam- bandsins. Kostaði 775,20 kr. Héraðsstjóri kendi íþróttir hjá 4 félögum, með styrk frá sambandinu.

x

Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Héraðssambandsins Skarphéðins
https://timarit.is/publication/682

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.